Fótbolti

Roma sló fagnaðarlátum Juventus á frest

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
El Shaarawy fagnar eftir að hafa komið Roma í 2-1.
El Shaarawy fagnar eftir að hafa komið Roma í 2-1. vísir/epa
Roma hélt spennu í toppbaráttu ítölsku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Juventus á Ólympíuleikvanginum í Róm í kvöld.

Þrátt fyrir tapið er Juventus áfram í kjörstöðu til að vinna ítalska meistaratitilinn sjötta árið í röð.

Fái Juventus stig gegn Crotone um næstu helgi verður liðið meistari. Roma, sem er fjórum stigum á eftir Juventus, mætir Chievo í næstu umferð.

Mario Lemina kom Juventus yfir á 21. mínútu en Daniel De Rossi jafnaði metin fjórum mínútum síðar. Staðan var 1-1 í hálfleik.

Á 56. mínútu kom Stephan El Shaarawy Rómverjum yfir og níu mínútum síðar skoraði Radja Nainggolan þriðja mark heimamanna og gulltryggði sigur þeirra. Lokatölur 3-1, Roma í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×