Innlent

Vilborg Arna á leið upp á topp Everest

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vilborg stefnir upp á topp í kvöld.
Vilborg stefnir upp á topp í kvöld. mynd/vilborg
Vilborg Arna Gissurardóttir er nýlögð á stað úr fjórðu búðum og stefnir hún upp á topp Everest, hæsta fjall heims.

Veður er gott að því segir í færslu á Facebook-síðu Vilborgar Örnu. Reiknað er með að klifrið upp á topp taki um tíu til tólf tíma en það fer þó eftir veðri sem og umferð á fjallinu.

Gangi allt að óskum má reikna með að Vilborg Arna nái upp á topp um og í kringum miðnætti. Takist verður Vilborg Arna fyrsta íslenska konan sem nær upp á topp fjallsins.


Tengdar fréttir

Vilborg bíður í grunnbúðum: „Fannst ég þurfa að fara til baka“

Vilborg Arna bíður í grunnbúðum Everest eftir að veður leyfi ferð hennar upp á topp. Hún segir biðina það erfiðasta við ferlið og að margir gefist upp á henni. Þetta er í þriðja skipti sem Vilborg reynir við toppinn en síðustu tvö skipti urðu náttúruhamfarir sem kostuðu fjölda manns lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×