Trump átti „gott“ símtal við Pútín um Sýrland: Vilja hittast í júlí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. maí 2017 23:30 Donald Trump og Vladimír Pútín. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, átti „góðar samræður“ við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um friðsamlega lausn á borgarastríðinu í Sýrlandi, sem og að koma á fót svokölluðum „öruggum svæðum“ í landinu, ef marka má tilkynningu frá Hvíta húsinu.Þetta er fyrsta samtalið á milli forsetanna, síðan að Trump ákvað að breyta um skoðun á málefnum Sýrlands og skjóta eldflaugum á flugvöll í eigu stjórnarliða Assad Sýrlandsforseta, eftir að fréttir bárust af efnavopnanotkun þeirra. Yfirvöld í Rússlandi gagnrýndu árásina harðlega en þau hafa stutt Assad frá upphafi. Segir meðal annars í tilkynningunni að forsetarnir hafi sammælst um að þjáningar borgara í Sýrlandi hafi viðgengist of lengi og að allir aðilar ættu að gera allt sem í þeirra valdi stendur, til þess að binda enda á ofbeldið. Þannig hefðu þeir jafnframt rætt að koma á fót áðurnefndum „öruggum svæðum,“ til þess að binda jafnt og þétt enda á átökin. Auk þess ræddu þeir um leiðir til þess að sigrast á hryðjuverkum í miðausturlöndum, sem og ástandið í Norður-Kóreu.Samkvæmt upplýsingum frá Kremlin, ræddu forsetarnir hvernig hægt væri að sigrast á hryðjuverkum, í samhengi við að ljúka borgarastríðinu í Sýrlandi og koma á raunverulegu vopnahléi. Pútín kallar jafnframt eftir því að ástandið róist á Kóreuskaga. Þá sammældust leiðtogarnir tveir um að skipuleggja fund, sín á milli, þegar leiðtogar G20 ríkjanna hittast í Hamborg, í byrjun júlí næstkomandi. Það yrði þá í fyrsta skipti sem að Trump og Pútín hittast. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur heima fyrir vegna símtalsins og þá sérstaklega af Demókrötum. Hann er sagður vera kominn aftur í gamla farið, með þóknunarstefnu sinni í garð rússneskra yfirvalda. Hann hefði átt gagnrýna Rússa fyrir tölvuárásir þeirra á bandarískar stofnanir, auk þess sem hann hefði átt að gera Pútín það ljóst, hve sterklega mótfallnir Bandaríkjamenn eru stuðningi hans við Assad Sýrlandsforseta. Þannig hafa tveir þingmenn, sem hve mest hafa gagnrýnt utanríkisstefnu Trump, þeir John McCain og Lindsey Graham, gefið frá sér tilkynningu vegna fregna af símtalinu, þar sem segir að „nú sé ekki tíminn til þess að senda Rússum þau skilaboð að allt sé gleymt og grafið.“ Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, átti „góðar samræður“ við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um friðsamlega lausn á borgarastríðinu í Sýrlandi, sem og að koma á fót svokölluðum „öruggum svæðum“ í landinu, ef marka má tilkynningu frá Hvíta húsinu.Þetta er fyrsta samtalið á milli forsetanna, síðan að Trump ákvað að breyta um skoðun á málefnum Sýrlands og skjóta eldflaugum á flugvöll í eigu stjórnarliða Assad Sýrlandsforseta, eftir að fréttir bárust af efnavopnanotkun þeirra. Yfirvöld í Rússlandi gagnrýndu árásina harðlega en þau hafa stutt Assad frá upphafi. Segir meðal annars í tilkynningunni að forsetarnir hafi sammælst um að þjáningar borgara í Sýrlandi hafi viðgengist of lengi og að allir aðilar ættu að gera allt sem í þeirra valdi stendur, til þess að binda enda á ofbeldið. Þannig hefðu þeir jafnframt rætt að koma á fót áðurnefndum „öruggum svæðum,“ til þess að binda jafnt og þétt enda á átökin. Auk þess ræddu þeir um leiðir til þess að sigrast á hryðjuverkum í miðausturlöndum, sem og ástandið í Norður-Kóreu.Samkvæmt upplýsingum frá Kremlin, ræddu forsetarnir hvernig hægt væri að sigrast á hryðjuverkum, í samhengi við að ljúka borgarastríðinu í Sýrlandi og koma á raunverulegu vopnahléi. Pútín kallar jafnframt eftir því að ástandið róist á Kóreuskaga. Þá sammældust leiðtogarnir tveir um að skipuleggja fund, sín á milli, þegar leiðtogar G20 ríkjanna hittast í Hamborg, í byrjun júlí næstkomandi. Það yrði þá í fyrsta skipti sem að Trump og Pútín hittast. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur heima fyrir vegna símtalsins og þá sérstaklega af Demókrötum. Hann er sagður vera kominn aftur í gamla farið, með þóknunarstefnu sinni í garð rússneskra yfirvalda. Hann hefði átt gagnrýna Rússa fyrir tölvuárásir þeirra á bandarískar stofnanir, auk þess sem hann hefði átt að gera Pútín það ljóst, hve sterklega mótfallnir Bandaríkjamenn eru stuðningi hans við Assad Sýrlandsforseta. Þannig hafa tveir þingmenn, sem hve mest hafa gagnrýnt utanríkisstefnu Trump, þeir John McCain og Lindsey Graham, gefið frá sér tilkynningu vegna fregna af símtalinu, þar sem segir að „nú sé ekki tíminn til þess að senda Rússum þau skilaboð að allt sé gleymt og grafið.“
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira