Higuain sýndi að hann getur verið maður stóru leikjanna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. maí 2017 20:30 Higuain fagnar fyrra marki sínu í kvöld. Vísir/Getty Argentínski framherjinn Gonzalo Higuain sýndi og sannaði í kvöld að hann getur vel blómstrað í stóru leikjunum. Hann skoraði þá í tvígang fyrir Juventus í fyrri leik liðsins gegn Monaco í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Juventus vann leikinn 2-0 og stendur því ansi vel að vígi enda á liðið eftir heimaleikinn og Juventus tapar aldrei á heimavelli. Higuain hafði ekki skorað í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar síðan í apríl árið 2013. Mörkin í kvöld voru númer þrjú og fjögur í 25 leikjum í útsláttarkeppninni. Eðlilega er því mikið búið að gagnrýna hann síðustu árin og því hafa mörk kvöldsins líklega verið sérstaklega sæt fyrir hann. Monaco hefur nánast skorað að vild í Meistaradeildinni í vetur en liðið keyrði á vegg í kvöld. Ef Monaco fékk færi þá varði bara Gianluigi Buffon sem var að spila sinn 100. leik í Meistaradeildinni. Ótrúlegt eintak. Juve var ekki búið að fá á sig mark í 531 mínútu fyrir leikinn og staðan er því nú að liðið hefur ekki fengið á sig mark í 621 mínútu í Meistaradeildinni. Ekki einu sinni Barcelona náði að skora gegn Juve í tveimur leikjum. Hér fyrir neðan má sjá leiklýsingu leiksins.20.34: Leik lokið. Juve í frábærum málum og með annan fótinn í úrslitaleiknum.20.29: Þetta er að fjara út.20.11: 20 mínútur eftir. Þetta er erfitt fyrir Monaco. Það virðist vera fyrirmunað að skora hjá Juventus.19.59: MARK !!!!! Aftur er það Gonzalo Higuain eftir undirbúning frá Dani Alves. Önnur geggjuð sending og annað mark. Juve komið langleiðina í úrslit með þessari stöðu. 0-2 fyrir Juventus.19.47: Síðari hálfleikur hafinn. Falcao kemst fljótt í gott færi en Buffon ver. Er hægt að skora hjá honum?19.30: Hálfleikur. Dómarinn ekki að bæta neinu við. 1-0 fyrir Juventus í leikhléi.19.24: Monaco er ekki að ná að opna vörn Juventus að neinu viti. Stemninginn í stúkunni er svo gott sem dáin. Samt er nóg eftir.19.13: MARK !!!!!!!!!! Var vart búinn að sleppa því að tala um Higuain er hann skorar á 29. mínútu. Dani Alves með geggjaðan undirbúning. Hælsending og klassaafgreiðsla. Juve komið með útivallarmarkið og Guð hjálpi nú Monaco.19.11: Higuain er búinn að gera sig líklegan í tvígang í framlínu Juve en við bíðum samt enn eftir fyrsta marki leiksins.19.03: Juve mun meira með boltann eða 66 prósent. Ekki að gera mikið við boltann annað en að bíða eftir að komast aftur til Tórínó með hann.19.01: Mbappé kemst í sitt fyrsta færi í kvöld. Fékk geggjaða sendingu í teiginn þar sem hann var einn en Buffon varði frábærlega. Ekkert óvænt þar.18.54: Juve ekki að gefa nein færi á sér og sækir svo hratt er tækifæri gefst. Ítalarnir fara sér í engu óðslega og bera mikla virðingu fyrir Monaco.18.45: Leikur hafinn. Buffon er að spila sinn 100. leik í Meistaradeildinni. Það er magnað.18.42: Allt að verða klárt. Juve líklega með aukamann í vörn. Hafa áhyggjur af sóknarleik Monaco.18.37: Tólf leikmenn hafa spilað með báðum þessum liðum. Einn þeirra, Thierry Henry, er á vellinum að vinna fyrir BT Sport. Framherja Monaco, Mbappé, er einmitt oft líkt við Henry.18.34: Það er ekki bara Monaco sem getur skorað mikið því Paulo Dybala hefur raðað inn mörkum fyrir Juve og verða heimamenn að hafa góðar gætur á honum.18.32: Það er mikil stemning á þessum annars sérstaka velli. Stuðningsmenn Monaco eru að upplifa spennandi tíma á ný og ætla að standa þétt við bak sinna manna.18.01: Komiði sæl og blessuð. Meistaradeildarkvöld fram undan. Þessi rimma verður afar áhugaverð. Ef eitthvað lið getur stöðvað sóknarþunga Monaco þá er það Juventus. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Argentínski framherjinn Gonzalo Higuain sýndi og sannaði í kvöld að hann getur vel blómstrað í stóru leikjunum. Hann skoraði þá í tvígang fyrir Juventus í fyrri leik liðsins gegn Monaco í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Juventus vann leikinn 2-0 og stendur því ansi vel að vígi enda á liðið eftir heimaleikinn og Juventus tapar aldrei á heimavelli. Higuain hafði ekki skorað í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar síðan í apríl árið 2013. Mörkin í kvöld voru númer þrjú og fjögur í 25 leikjum í útsláttarkeppninni. Eðlilega er því mikið búið að gagnrýna hann síðustu árin og því hafa mörk kvöldsins líklega verið sérstaklega sæt fyrir hann. Monaco hefur nánast skorað að vild í Meistaradeildinni í vetur en liðið keyrði á vegg í kvöld. Ef Monaco fékk færi þá varði bara Gianluigi Buffon sem var að spila sinn 100. leik í Meistaradeildinni. Ótrúlegt eintak. Juve var ekki búið að fá á sig mark í 531 mínútu fyrir leikinn og staðan er því nú að liðið hefur ekki fengið á sig mark í 621 mínútu í Meistaradeildinni. Ekki einu sinni Barcelona náði að skora gegn Juve í tveimur leikjum. Hér fyrir neðan má sjá leiklýsingu leiksins.20.34: Leik lokið. Juve í frábærum málum og með annan fótinn í úrslitaleiknum.20.29: Þetta er að fjara út.20.11: 20 mínútur eftir. Þetta er erfitt fyrir Monaco. Það virðist vera fyrirmunað að skora hjá Juventus.19.59: MARK !!!!! Aftur er það Gonzalo Higuain eftir undirbúning frá Dani Alves. Önnur geggjuð sending og annað mark. Juve komið langleiðina í úrslit með þessari stöðu. 0-2 fyrir Juventus.19.47: Síðari hálfleikur hafinn. Falcao kemst fljótt í gott færi en Buffon ver. Er hægt að skora hjá honum?19.30: Hálfleikur. Dómarinn ekki að bæta neinu við. 1-0 fyrir Juventus í leikhléi.19.24: Monaco er ekki að ná að opna vörn Juventus að neinu viti. Stemninginn í stúkunni er svo gott sem dáin. Samt er nóg eftir.19.13: MARK !!!!!!!!!! Var vart búinn að sleppa því að tala um Higuain er hann skorar á 29. mínútu. Dani Alves með geggjaðan undirbúning. Hælsending og klassaafgreiðsla. Juve komið með útivallarmarkið og Guð hjálpi nú Monaco.19.11: Higuain er búinn að gera sig líklegan í tvígang í framlínu Juve en við bíðum samt enn eftir fyrsta marki leiksins.19.03: Juve mun meira með boltann eða 66 prósent. Ekki að gera mikið við boltann annað en að bíða eftir að komast aftur til Tórínó með hann.19.01: Mbappé kemst í sitt fyrsta færi í kvöld. Fékk geggjaða sendingu í teiginn þar sem hann var einn en Buffon varði frábærlega. Ekkert óvænt þar.18.54: Juve ekki að gefa nein færi á sér og sækir svo hratt er tækifæri gefst. Ítalarnir fara sér í engu óðslega og bera mikla virðingu fyrir Monaco.18.45: Leikur hafinn. Buffon er að spila sinn 100. leik í Meistaradeildinni. Það er magnað.18.42: Allt að verða klárt. Juve líklega með aukamann í vörn. Hafa áhyggjur af sóknarleik Monaco.18.37: Tólf leikmenn hafa spilað með báðum þessum liðum. Einn þeirra, Thierry Henry, er á vellinum að vinna fyrir BT Sport. Framherja Monaco, Mbappé, er einmitt oft líkt við Henry.18.34: Það er ekki bara Monaco sem getur skorað mikið því Paulo Dybala hefur raðað inn mörkum fyrir Juve og verða heimamenn að hafa góðar gætur á honum.18.32: Það er mikil stemning á þessum annars sérstaka velli. Stuðningsmenn Monaco eru að upplifa spennandi tíma á ný og ætla að standa þétt við bak sinna manna.18.01: Komiði sæl og blessuð. Meistaradeildarkvöld fram undan. Þessi rimma verður afar áhugaverð. Ef eitthvað lið getur stöðvað sóknarþunga Monaco þá er það Juventus.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira