Heyrði sprenginguna inn um svefnherbergisgluggann Hrund Þórsdóttir skrifar 3. maí 2017 20:00 Að minnsta kosti átta létu lífið og tuttugu og fimm særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Árásin var gerð á bílalest Nató nálægt bandaríska sendiráðinu í borginni, en hún átti sér stað á háannatíma í morgun. Átta almennir borgarar féllu og tuttugu og fimm særðust, þar af þrír bandarískir hermenn. Sprengjan var afar öflug og brotnuðu rúður í nálægum húsum. Una Sighvatsdóttir, friðargæsluliði og upplýsingafulltrúi Nató á svæðinu, fann vel fyrir sprengingunni. „Ég varð mjög vör við hana. Hún sprakk rétt fyrir klukkan átta að morgni að staðartíma og heyrðist mjög vel inn um svefnherbergisgluggann hjá mér. Ég hélt þess vegna fyrst að hún væri mjög nálægt mér en svo reyndist hún nú vera nokkur hundruð metra í burtu.“ Una segir tíðni árása í Kabúl hafa farið stigvaxandi það sem af er ári en hún er staðsett á hinu svokallaða græna svæði í borginni, sem er sérstakt öryggissvæði. „Viðbrögð við árásinni í morgun hafa verið að loka höfuðstöðvum NATO. Öllum vegum á græna svæðinu hefur líka verið lokað um óákveðinn tíma. Það eru vopnaðir öryggisverðir á hverju horni, en svo verður slakað á því þegar búið er að tryggja aðstæður.“ Una segir að reglulega séu gerðar sprengjuárásir í borginni sem flestar beinist að sveitum Nató. Oftast bitni þær þó á almennum borgurum og því miður hafi reynst erfiðara verkefni að koma á friði en alþjóðaliðið á vettvangi hafi búist við. „Núna hefur ríkt pattstaða í dálítinn tíma og frekar horfur á að ástandið fari versnandi en hitt. NATO er með til alvarlegrar skoðunar að senda aukaherlið hingað og ákvörðun um það verður væntanlega tekin á næstu vikum. Markmiðið er að reyna að brjóta upp þessa pattstöðu.“ Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira
Að minnsta kosti átta létu lífið og tuttugu og fimm særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Árásin var gerð á bílalest Nató nálægt bandaríska sendiráðinu í borginni, en hún átti sér stað á háannatíma í morgun. Átta almennir borgarar féllu og tuttugu og fimm særðust, þar af þrír bandarískir hermenn. Sprengjan var afar öflug og brotnuðu rúður í nálægum húsum. Una Sighvatsdóttir, friðargæsluliði og upplýsingafulltrúi Nató á svæðinu, fann vel fyrir sprengingunni. „Ég varð mjög vör við hana. Hún sprakk rétt fyrir klukkan átta að morgni að staðartíma og heyrðist mjög vel inn um svefnherbergisgluggann hjá mér. Ég hélt þess vegna fyrst að hún væri mjög nálægt mér en svo reyndist hún nú vera nokkur hundruð metra í burtu.“ Una segir tíðni árása í Kabúl hafa farið stigvaxandi það sem af er ári en hún er staðsett á hinu svokallaða græna svæði í borginni, sem er sérstakt öryggissvæði. „Viðbrögð við árásinni í morgun hafa verið að loka höfuðstöðvum NATO. Öllum vegum á græna svæðinu hefur líka verið lokað um óákveðinn tíma. Það eru vopnaðir öryggisverðir á hverju horni, en svo verður slakað á því þegar búið er að tryggja aðstæður.“ Una segir að reglulega séu gerðar sprengjuárásir í borginni sem flestar beinist að sveitum Nató. Oftast bitni þær þó á almennum borgurum og því miður hafi reynst erfiðara verkefni að koma á friði en alþjóðaliðið á vettvangi hafi búist við. „Núna hefur ríkt pattstaða í dálítinn tíma og frekar horfur á að ástandið fari versnandi en hitt. NATO er með til alvarlegrar skoðunar að senda aukaherlið hingað og ákvörðun um það verður væntanlega tekin á næstu vikum. Markmiðið er að reyna að brjóta upp þessa pattstöðu.“
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira