Snilldarmark Rashford setur Man. Utd í góða stöðu | Sjáðu markið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. maí 2017 20:45 Ungstirnið Marcus Rashford sá til þess að Man. Utd er í afar fínni stöðu eftir fyrri leik sinn gegn Celta Vigo í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Rashford skoraði eina mark leiksins á Spáni með glæsilegu aukaspyrnumarki í síðari hálfleik. Táningurinn að stíga upp í fjarveru Zlatans. Man. Utd er því með útivallarmark og forskot fyrir heimaleik sinn á Old Trafford. United gekk afar vel að glíma við sóknarmenn Celta í leiknum sem þurfa að gera mun betur í síðari leiknum ætli það að eygja von um að komast í úrslitaleikinn. Hér fyrir neðan má lesa leiklýsingu leiksins.20.57: LEIK LOKIÐ !!! Man. Utd fer með fína stöðu til Manchester.20.52: Fimm mínútum bætt við venjulegan leiktíma.20.48: Pogba með glæsilegt skot rétt fram hjá markinu. Það er talsvert vonleysi í leik Celta þessa stundina. Þrjár mínútur eftir af venjulegum leiktíma.20.41: Aðeins mínútu eftir skiptinguna gerir Mourinho aðra skiptingu. Rashford er kallaður af velli og það tekur hann drjúgan - afar drjúgan - tíma að koma sér af velli við litla hrifningu leikmanna Celto og stuðningsmanna.20.39: Mkhitaryan kemur af velli og Ashley Young inn á fyrir hann. Tólf mínútur eftir af venjulegum leiktíma. United meira með boltann þessar mínútur.20.36: Boltinn hrekkur af varnarmanni Celta og beint fyrir fætur Jesse Lingaard sem er í góðu færi. Setur mikinn kraft í skotið og hittir ekki markið. Hefði átt að gera betur þarna.20.34: Aspas í ágætu skotfæri en ekki í jafnvægi. Skotið framhjá. Bæði lið hafa átt níu marktilraunir í leiknum en rúmur stundarfjórðunur er til leiksloka.20.27: 1-0 fyrir Manchester United! Hugo Mallo fær gult fyrir brot á Marcus Rashford rétt utan teigs. Réttur dómur. Fínt færi fyrir góðan spyrnumann. Rashford tekur bara spyrnuna sjálfur, lyftir boltanum yfir vegginn og í hornið fjær! Glæsileg spyrna og United er búið að næla í dýrmætt útivallarmark!20.20: Hinn danski Pione Sisto, sem skoraði einmitt gegn Manchester United þegar hann lék með Midtjylland í fyrra, á fínt skot að marki sem Ramos ver yfir. Gott skot.20.13: United byrjar betur í síðari hálfleik en Celta á fyrsta almennilega færi síðari hálfleiks er Iago Aspas skallar sendingu Daniel Wass rétt fram hjá.19.50: Markalaust í leikhléi. Síðari hálfleikur verður áhugaverður.19.45: Fimm mínútur í hálfleik og enn markalaust. Leikurinn hlýtur að opnast meira í síðari hálfleik.19.33: Rúmur stundarfjórðungur til hálfleiks. Enn markalaust en meira líf í leiknum síðustu mínútur.19.25: Rashford með glæsilegt skot utan teigs sem markvörður Celta varði með stæl.19.21: Pogba vildi fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Fékk ekki. Vafasamt.19.17: Frá litlu að segja annað en að Fellaini er enn inn á og veðrið er gott.19.11: Leikurinn fer rólega af stað eins og við var að búast.19.05: Leikurinn hafinn.18.45: Dómari leiksins kemur frá Rússlandi og heitir Sergei Karasev. Þrautreyndur kappi.18.42: Man. Utd hefur skorað fyrsta markið í síðustu átta leikjum sínum í keppninni. Henrikh Mkhitaryan hefur skorað fimm mörk fyrir United í keppninni og öll fimm mörkin hafa verið fyrsta mark þess leiks.18.38: Gamli Púllarinn Iago Aspas er stjarna hjá Celta en hann er búinn að skora fimm mörk í tíu leikjum í Evrópudeildinni í vetur. Hann er markahæstur í liði Celta.18.30: Komiði sæl og blessuð. Hér ætlum við að fylgjast með leik Celta Vigo og Man. Utd, Evrópudeild UEFA Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Ungstirnið Marcus Rashford sá til þess að Man. Utd er í afar fínni stöðu eftir fyrri leik sinn gegn Celta Vigo í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Rashford skoraði eina mark leiksins á Spáni með glæsilegu aukaspyrnumarki í síðari hálfleik. Táningurinn að stíga upp í fjarveru Zlatans. Man. Utd er því með útivallarmark og forskot fyrir heimaleik sinn á Old Trafford. United gekk afar vel að glíma við sóknarmenn Celta í leiknum sem þurfa að gera mun betur í síðari leiknum ætli það að eygja von um að komast í úrslitaleikinn. Hér fyrir neðan má lesa leiklýsingu leiksins.20.57: LEIK LOKIÐ !!! Man. Utd fer með fína stöðu til Manchester.20.52: Fimm mínútum bætt við venjulegan leiktíma.20.48: Pogba með glæsilegt skot rétt fram hjá markinu. Það er talsvert vonleysi í leik Celta þessa stundina. Þrjár mínútur eftir af venjulegum leiktíma.20.41: Aðeins mínútu eftir skiptinguna gerir Mourinho aðra skiptingu. Rashford er kallaður af velli og það tekur hann drjúgan - afar drjúgan - tíma að koma sér af velli við litla hrifningu leikmanna Celto og stuðningsmanna.20.39: Mkhitaryan kemur af velli og Ashley Young inn á fyrir hann. Tólf mínútur eftir af venjulegum leiktíma. United meira með boltann þessar mínútur.20.36: Boltinn hrekkur af varnarmanni Celta og beint fyrir fætur Jesse Lingaard sem er í góðu færi. Setur mikinn kraft í skotið og hittir ekki markið. Hefði átt að gera betur þarna.20.34: Aspas í ágætu skotfæri en ekki í jafnvægi. Skotið framhjá. Bæði lið hafa átt níu marktilraunir í leiknum en rúmur stundarfjórðunur er til leiksloka.20.27: 1-0 fyrir Manchester United! Hugo Mallo fær gult fyrir brot á Marcus Rashford rétt utan teigs. Réttur dómur. Fínt færi fyrir góðan spyrnumann. Rashford tekur bara spyrnuna sjálfur, lyftir boltanum yfir vegginn og í hornið fjær! Glæsileg spyrna og United er búið að næla í dýrmætt útivallarmark!20.20: Hinn danski Pione Sisto, sem skoraði einmitt gegn Manchester United þegar hann lék með Midtjylland í fyrra, á fínt skot að marki sem Ramos ver yfir. Gott skot.20.13: United byrjar betur í síðari hálfleik en Celta á fyrsta almennilega færi síðari hálfleiks er Iago Aspas skallar sendingu Daniel Wass rétt fram hjá.19.50: Markalaust í leikhléi. Síðari hálfleikur verður áhugaverður.19.45: Fimm mínútur í hálfleik og enn markalaust. Leikurinn hlýtur að opnast meira í síðari hálfleik.19.33: Rúmur stundarfjórðungur til hálfleiks. Enn markalaust en meira líf í leiknum síðustu mínútur.19.25: Rashford með glæsilegt skot utan teigs sem markvörður Celta varði með stæl.19.21: Pogba vildi fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Fékk ekki. Vafasamt.19.17: Frá litlu að segja annað en að Fellaini er enn inn á og veðrið er gott.19.11: Leikurinn fer rólega af stað eins og við var að búast.19.05: Leikurinn hafinn.18.45: Dómari leiksins kemur frá Rússlandi og heitir Sergei Karasev. Þrautreyndur kappi.18.42: Man. Utd hefur skorað fyrsta markið í síðustu átta leikjum sínum í keppninni. Henrikh Mkhitaryan hefur skorað fimm mörk fyrir United í keppninni og öll fimm mörkin hafa verið fyrsta mark þess leiks.18.38: Gamli Púllarinn Iago Aspas er stjarna hjá Celta en hann er búinn að skora fimm mörk í tíu leikjum í Evrópudeildinni í vetur. Hann er markahæstur í liði Celta.18.30: Komiði sæl og blessuð. Hér ætlum við að fylgjast með leik Celta Vigo og Man. Utd,
Evrópudeild UEFA Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira