Valdís Þóra Jónsdóttir lék vel á fyrsta degi VP Bank Ladies Open mótsins sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.
Valdís Þóra var á parinu eftir fyrri níu holurnar. Seinni níu holurnar voru svo frábærar hjá Skagakonunni sem fékk tvo fugla og sjö pör.
Valdís Þóra er því á tveimur höggum undir pari eftir fyrsta daginn á mótinu.
Þegar þetta er skrifað er Valdís Þóra í 8.-10. sæti mótsins sem fer fram í Sviss. Keppni heldur áfram á morgun.
Valdís Þóra í hópi efstu kylfinga
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
