Afar slæmur fyrirboði fyrir flokk Corbyns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. maí 2017 07:00 Alls var kosið um 4.851 sæti í 88 sveitarstjórnum. Vísir/AFP Íhaldsflokkurinn vann stærsta kosningasigur ríkisstjórnarflokks á Bretlandi í sveitarstjórnarkosningum í fjóra áratugi á fimmtudaginn. Vann flokkurinn alls 500 ný sæti og náði meirihluta í ellefu sveitarfélögum. Sigur Íhaldsflokksins þýddi einna helst tap Verkamannaflokksins og Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP). Tapaði síðarnefndi flokkurinn öllum sínum þrjátíu sætum. Þá mistókst Frjálslyndum demókrötum að nýta sér lélegt gengi Verkamannaflokksins og UKIP.Niðurstöðurnar eru vonbrigði fyrir Jeremy Corbyn. Nordicphotos/AFPSamkvæmt mati BBC fengu íhaldsmenn 38 prósent atkvæða, 13 prósentum meira en árið 2013. Verkamenn fengu 27 prósent atkvæða en fengu 29 prósent síðast. Frjálslyndir demókratar fengu átján og bættu þar með við sig fjórum en UKIP fékk fimm prósenta fylgi, hafði 23 prósent. Þykir þessi sigur Íhaldsflokksins slæmur fyrirboði fyrir Verkamannaflokkinn ef horft er til þingkosninga sem fara fram í júní. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Telegraph tekur saman mælast íhaldsmenn með 46 prósenta fylgi en Verkamannaflokkurinn með 29 prósent. Það myndi þýða sögulega stóran sigur Íhaldsflokksins og stóran meirihluta næstu fimm árin. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, var þó ekki áhyggjufullur í gærkvöldi. „Við töpuðum sætum en erum að mjókka muninn á okkur og Íhaldsflokknum,“ sagði Corbyn. „Hver einasti ósigur Verkamannaflokksins í kosningunum veldur mér vonbrigðum. Of margir frábærir fulltrúar, sem hafa unnið af kappi fyrir samfélög sín misstu sæti sitt,“ sagði hann enn fremur. Þá benti Corbyn á að nú væru fimm vikur til stefnu til þess að reyna að sigra í þingkosningunum. „Við vitum að þetta verður ekki auðvelt. Þetta er sögulega stór áskorun. En Verkamannaflokkurinn og breska þjóðin mega ekki láta þetta tækifæri úr greipum sér ganga.“ BBC heldur því fram að niðurstaðan sé ekki síður slæmur fyrirboði fyrir UKIP. Flokkurinn, sem átti sínar bestu sveitarstjórnarkosningar fyrir fjórum árum, þurrkaðist algjörlega út á fimmtudag. Steven Woolfe, sem bauð sig eitt sinn fram til formennsku í UKIP, sagði að áhrif flokksins væru ekki til staðar lengur. Þá sagði Douglas Carswell, fyrrverandi þingmaður, að tími flokksins væri á enda. Paul Nuttall, formaður UKIP, sagði hins vegar að flokkurinn væri fórnarlamb eigin velgengni. Vísaði hann þar til þess að UKIP hafi verið einn helsti baráttuflokkurinn fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira
Íhaldsflokkurinn vann stærsta kosningasigur ríkisstjórnarflokks á Bretlandi í sveitarstjórnarkosningum í fjóra áratugi á fimmtudaginn. Vann flokkurinn alls 500 ný sæti og náði meirihluta í ellefu sveitarfélögum. Sigur Íhaldsflokksins þýddi einna helst tap Verkamannaflokksins og Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP). Tapaði síðarnefndi flokkurinn öllum sínum þrjátíu sætum. Þá mistókst Frjálslyndum demókrötum að nýta sér lélegt gengi Verkamannaflokksins og UKIP.Niðurstöðurnar eru vonbrigði fyrir Jeremy Corbyn. Nordicphotos/AFPSamkvæmt mati BBC fengu íhaldsmenn 38 prósent atkvæða, 13 prósentum meira en árið 2013. Verkamenn fengu 27 prósent atkvæða en fengu 29 prósent síðast. Frjálslyndir demókratar fengu átján og bættu þar með við sig fjórum en UKIP fékk fimm prósenta fylgi, hafði 23 prósent. Þykir þessi sigur Íhaldsflokksins slæmur fyrirboði fyrir Verkamannaflokkinn ef horft er til þingkosninga sem fara fram í júní. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Telegraph tekur saman mælast íhaldsmenn með 46 prósenta fylgi en Verkamannaflokkurinn með 29 prósent. Það myndi þýða sögulega stóran sigur Íhaldsflokksins og stóran meirihluta næstu fimm árin. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, var þó ekki áhyggjufullur í gærkvöldi. „Við töpuðum sætum en erum að mjókka muninn á okkur og Íhaldsflokknum,“ sagði Corbyn. „Hver einasti ósigur Verkamannaflokksins í kosningunum veldur mér vonbrigðum. Of margir frábærir fulltrúar, sem hafa unnið af kappi fyrir samfélög sín misstu sæti sitt,“ sagði hann enn fremur. Þá benti Corbyn á að nú væru fimm vikur til stefnu til þess að reyna að sigra í þingkosningunum. „Við vitum að þetta verður ekki auðvelt. Þetta er sögulega stór áskorun. En Verkamannaflokkurinn og breska þjóðin mega ekki láta þetta tækifæri úr greipum sér ganga.“ BBC heldur því fram að niðurstaðan sé ekki síður slæmur fyrirboði fyrir UKIP. Flokkurinn, sem átti sínar bestu sveitarstjórnarkosningar fyrir fjórum árum, þurrkaðist algjörlega út á fimmtudag. Steven Woolfe, sem bauð sig eitt sinn fram til formennsku í UKIP, sagði að áhrif flokksins væru ekki til staðar lengur. Þá sagði Douglas Carswell, fyrrverandi þingmaður, að tími flokksins væri á enda. Paul Nuttall, formaður UKIP, sagði hins vegar að flokkurinn væri fórnarlamb eigin velgengni. Vísaði hann þar til þess að UKIP hafi verið einn helsti baráttuflokkurinn fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira