Lakkrísdöðlukonfekt sem er fullkomið í partíið Guðný Hrönn skrifar 6. maí 2017 14:30 Margrét Theodóra Jónsdóttir er snillingur þegar kemur að kökubakstri. vísir/ERNIR Meðfylgjandi uppskrift að einstöku döðlukonfekti er í miklu uppáhaldi hjá matarbloggaranum Margréti Theodóru Jónsdóttur, sem heldur úti blogginu Kakan mín. Margrét segir konfektið vera fullkomið í hvaða partí sem er. „Þegar ég sá lakkrísdöðlurnar fyrst þá varð ég að prófa að leika mér aðeins með þær og þar sem sterkar Djúpur eru mitt uppáhaldsnammi þá fannst mér alveg kjörið að blanda þessum hráefnum saman,“ segir matarbloggarinn Margrét Theodóra sem heldur úti matarblogginu Kakan mín þar sem aðaláherslan er lögð á sætindi. Þetta konfekt er ekki bara gómsætt heldur gleður það einnig augað. Það besta er að það er tiltölulega auðvelt að búa til konfektið. „Útkoman var fullkomin og sló rækilega í gegn. Það er alveg ótrúlega auðvelt að búa þetta konfekt til, mesta vinnan er líklega fólgin í því að skera allt niður í byrjun en svo er restin bara skemmtileg og leikur einn.“ „Það er hægt að gera kúlurnar í hvaða stærð sem er og ef maður nennir ekki því dútli þá er líka í góðu lagi að fletja karamelluna út á plötu, hella súkkulaðinu yfir, kæla og skera svo í litla bita. Þetta lakkrísdöðlukonfekt er alveg fullkomið í hvers kyns partí og samkomur þar sem flestir elska að geta nælt sér í eitthvað gómsætt í munnbitastærð,“ segir Margrét. Er þá ekki tilvalið að henda í þetta gómsæta konfekt fyrir Eurovisionpartíið á þriðjudaginn?Döðlukonfekt með lakkrísdöðlum og sterkum Djúpum250 g döðlur með lakkrísdufti 1 poki Djúpur (sterkar)1 poki Freyju hrís (um 200 g) 100 g smjör100 g púðursykur150 g súkkulaði (dökkt eða ljóst)* * Ég notaði suðusúkkulaði, það er svona mátulega hlutlaust á móti öllu hinu.Aðferð:1. Byrjið á því að brjóta hrís- kúlurnar og saxa Djúpurnar, setjið til hliðar.2. Klippið döðlurnar niður í litla bita. 3. Bræðið púðursykur og smjör saman í potti þar til sykurinn er vel uppleystur og smjörið blandað vel við. 4. Bætið döðlunum út í og bræðið þetta allt saman við miðlungshita þar til blandan er orðin eins og karamella. 5. Bætið sterku Djúpunum saman við og leyfið súkkulaðinu að bráðna saman við karamelluna. 6. Takið pottinn af hellunni og kælið karamelluna örlítið, blandið síðan hrískúlunum að lokum saman við allt saman. (Ef smjörið skilur sig frá er hægt að bjarga því með því að hræra stöðugt í kara- mellunni eða þar til allt gengur aftur saman. Ef það gengur ekki þá er í góðu lagi að hella smjörinu af.) 7. Mótið litlar kúlur og setjið í kæli. 8. Bræðið súkkulaði yfir vatns- baði. Ef þið notið dökkt súkkulaði, reynið þá að bræða það við mest 32°C svo það haldi glansinum, annars myndi ég mæla með því að tempra það.8. Dýfið kúlunum í súkkulaðið og húðið þær, setjið á plötu og leyfið súkkulaðinu að storkna. Eftirréttir Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið
Meðfylgjandi uppskrift að einstöku döðlukonfekti er í miklu uppáhaldi hjá matarbloggaranum Margréti Theodóru Jónsdóttur, sem heldur úti blogginu Kakan mín. Margrét segir konfektið vera fullkomið í hvaða partí sem er. „Þegar ég sá lakkrísdöðlurnar fyrst þá varð ég að prófa að leika mér aðeins með þær og þar sem sterkar Djúpur eru mitt uppáhaldsnammi þá fannst mér alveg kjörið að blanda þessum hráefnum saman,“ segir matarbloggarinn Margrét Theodóra sem heldur úti matarblogginu Kakan mín þar sem aðaláherslan er lögð á sætindi. Þetta konfekt er ekki bara gómsætt heldur gleður það einnig augað. Það besta er að það er tiltölulega auðvelt að búa til konfektið. „Útkoman var fullkomin og sló rækilega í gegn. Það er alveg ótrúlega auðvelt að búa þetta konfekt til, mesta vinnan er líklega fólgin í því að skera allt niður í byrjun en svo er restin bara skemmtileg og leikur einn.“ „Það er hægt að gera kúlurnar í hvaða stærð sem er og ef maður nennir ekki því dútli þá er líka í góðu lagi að fletja karamelluna út á plötu, hella súkkulaðinu yfir, kæla og skera svo í litla bita. Þetta lakkrísdöðlukonfekt er alveg fullkomið í hvers kyns partí og samkomur þar sem flestir elska að geta nælt sér í eitthvað gómsætt í munnbitastærð,“ segir Margrét. Er þá ekki tilvalið að henda í þetta gómsæta konfekt fyrir Eurovisionpartíið á þriðjudaginn?Döðlukonfekt með lakkrísdöðlum og sterkum Djúpum250 g döðlur með lakkrísdufti 1 poki Djúpur (sterkar)1 poki Freyju hrís (um 200 g) 100 g smjör100 g púðursykur150 g súkkulaði (dökkt eða ljóst)* * Ég notaði suðusúkkulaði, það er svona mátulega hlutlaust á móti öllu hinu.Aðferð:1. Byrjið á því að brjóta hrís- kúlurnar og saxa Djúpurnar, setjið til hliðar.2. Klippið döðlurnar niður í litla bita. 3. Bræðið púðursykur og smjör saman í potti þar til sykurinn er vel uppleystur og smjörið blandað vel við. 4. Bætið döðlunum út í og bræðið þetta allt saman við miðlungshita þar til blandan er orðin eins og karamella. 5. Bætið sterku Djúpunum saman við og leyfið súkkulaðinu að bráðna saman við karamelluna. 6. Takið pottinn af hellunni og kælið karamelluna örlítið, blandið síðan hrískúlunum að lokum saman við allt saman. (Ef smjörið skilur sig frá er hægt að bjarga því með því að hræra stöðugt í kara- mellunni eða þar til allt gengur aftur saman. Ef það gengur ekki þá er í góðu lagi að hella smjörinu af.) 7. Mótið litlar kúlur og setjið í kæli. 8. Bræðið súkkulaði yfir vatns- baði. Ef þið notið dökkt súkkulaði, reynið þá að bræða það við mest 32°C svo það haldi glansinum, annars myndi ég mæla með því að tempra það.8. Dýfið kúlunum í súkkulaðið og húðið þær, setjið á plötu og leyfið súkkulaðinu að storkna.
Eftirréttir Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið