Sænskur landsliðsmaður kemst ekki að fyrir Rúnari Alex: "Hann er mjög góður markvörður“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2017 15:45 Rúnar Alex er að spila frábærlega fyrir Nordsjælland. vísir/getty Sænski markvörðurinn Patrik Carlgren, leikmaður Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, er opinn fyrir því að framlengja samning sinn við félagið þrátt fyrir að hafa lítið sem ekkert fengið að spila síðan hann kom til liðsins í janúar. Carlgren er 25 ára gamall og er fastamaður í landsliðshóp Svíþjóðar en hann var í leikmannahópnum á EM í Frakklandi síðasta sumar. Hann hefur varið mark AIK í sænsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú ár og var á leið til 1860 München í janúar áður en pappírsvinnan klikkaði. Nordsjælland nældi í Svíann og ætlaði að gera hann að aðalmarkverði liðsins en hann komst ekki að vegna frábærrar frammistöðu Rúnars Alex Rúnarssonar sem er búinn að eigna sér markvarðarstöðuna hjá danska liðinu. Vegna meiðsla Rúnars fékk Carlgren loks að spila fyrir Nordsjælland, þremur mánuðum eftir að ganga í raðir félagsins en hann stóð vaktina í markinu í 1-1 jafntefli á móti FCK um helgina. „Ég vil spila alla leiki þannig auðvitað er pirrandi að þurfa alltaf að vera á bekknum. Maður verður samt bara að sætta sig við þetta og leggja meira á sig,“ segir Carlgren í viðtali við bold.dk. „Alex er mjög góður markvörður sem hefur spilað vel. Það er góð og heilbrigð samkeppni á milli okkar á æfingum á hverjum degi þannig að ég reyni bara að halda honum á tánum en vera tilbúinn þegar tækifæri gefst eins og ég gerði á móti FCK. Það var frábær að fá loksins að spila.“ „Ég vil ekki útiloka að vera hérna áfram en við verðum að sjá til hvað gerist. Ég get ekki verið að hugsa of mikið um framtíðina því ég þarf að einbeita mér að því að fá fleiri leiki,“ segir Patrik Carlgren. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Sænski markvörðurinn Patrik Carlgren, leikmaður Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, er opinn fyrir því að framlengja samning sinn við félagið þrátt fyrir að hafa lítið sem ekkert fengið að spila síðan hann kom til liðsins í janúar. Carlgren er 25 ára gamall og er fastamaður í landsliðshóp Svíþjóðar en hann var í leikmannahópnum á EM í Frakklandi síðasta sumar. Hann hefur varið mark AIK í sænsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú ár og var á leið til 1860 München í janúar áður en pappírsvinnan klikkaði. Nordsjælland nældi í Svíann og ætlaði að gera hann að aðalmarkverði liðsins en hann komst ekki að vegna frábærrar frammistöðu Rúnars Alex Rúnarssonar sem er búinn að eigna sér markvarðarstöðuna hjá danska liðinu. Vegna meiðsla Rúnars fékk Carlgren loks að spila fyrir Nordsjælland, þremur mánuðum eftir að ganga í raðir félagsins en hann stóð vaktina í markinu í 1-1 jafntefli á móti FCK um helgina. „Ég vil spila alla leiki þannig auðvitað er pirrandi að þurfa alltaf að vera á bekknum. Maður verður samt bara að sætta sig við þetta og leggja meira á sig,“ segir Carlgren í viðtali við bold.dk. „Alex er mjög góður markvörður sem hefur spilað vel. Það er góð og heilbrigð samkeppni á milli okkar á æfingum á hverjum degi þannig að ég reyni bara að halda honum á tánum en vera tilbúinn þegar tækifæri gefst eins og ég gerði á móti FCK. Það var frábær að fá loksins að spila.“ „Ég vil ekki útiloka að vera hérna áfram en við verðum að sjá til hvað gerist. Ég get ekki verið að hugsa of mikið um framtíðina því ég þarf að einbeita mér að því að fá fleiri leiki,“ segir Patrik Carlgren.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira