Í myndbandinu má sjá Styles svífa um sveitir Englands í Gucci fötum. Ekki svo slæm hugmynd af tónlistarmyndbandi.
Nú er komið rúmt ár frá því að hann ásamt hljómsveit sinni ákváðu að taka sér pásu. Á þessu ári hefur Styles leikið í kvikmynd sem og verið að undirbúa sóló feril sinn. Það verður spennandi að sjá hvernig honum tekst til á eigin spítur.