Óttast að íþróttahúsinu verði breytt í tjaldvagnageymslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. apríl 2017 21:36 Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, óttist að ríkisvaldið ætli að breyta íþróttahúsinu á Laugarvatni í tjaldvagnageymslu því ríkið hefur ákveðið að loka íþróttahúsinu og sundlauginni á staðnum frá 1. júní. Nemendur Menntaskólans að Laugarvatni og íbúar eru mjög ósáttir við ákvörðunina. Háskóli Íslands hefur tekið ákvörðun um að hætta rekstri þróttafræðaseturs á staðnum, og þar af leiðandi verður húsinu og sundlauginni lokað. Hvoru tveggja er alfarið í eigu íslenska ríkisins. Heimamenn segjast ósáttir því þeir fái ekki samtal við stjórnvöld um hvað gerist á Laugarvatni eftir 1. júní.Skólinn í hættu „Þetta er að veltast á milli ráðuneyta eða háskólinn er held ég enn þá með þetta hjá sér, ætlar að skila þessu til menntamálaráðuneytisins og þaðan sennilega til ríkiseigna og þetta er einhver dilemma og við bara fáum engin svör,“ segir Helgi. „Það mun allavega ekki standa á Bláskógabyggð að leysa þetta mál. Við erum með ýmsar hugmyndir en við fáum ekki samtal við eiganda hússins.“ Helgi segir að lokunin muni hafa mikil áhrif á Menntaskólann að Laugarvatni. „Ef að húsið bara lokar og ríkið ætlar að nota þetta sem tjaldvagnageymslu eða eitthvað, þá er menntaskólinn náttúrulega í hættu. Hann þarf húsið. Hann getur ekki án hússins verið. Og það er eins með samfélagið hérna – fólk mun náttúrulega bara flytja í burtu, það mun allavega ekki flytja að. Það segir sig sjálft. Þannig að þetta er bara alvarleg staða.“Nokkurs konar BSÍ Laugvetninga Þá eru nemendur menntaskólans langt frá því að vera sáttir, að sögn Þórarins Guðna Helgasonar, nemanda við ML. „Við megum ekki gleyma því að þetta er ekki bara íþróttaaðstoða ML-inga sem við höfum ekki hugmynd um hvernig verður ráðstafa, þetta er líka eins konar BSÍ Laugarvatns. Hér sameinast Laugvetningar í frístundum og tómstundum með sín börn.“ Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, óttist að ríkisvaldið ætli að breyta íþróttahúsinu á Laugarvatni í tjaldvagnageymslu því ríkið hefur ákveðið að loka íþróttahúsinu og sundlauginni á staðnum frá 1. júní. Nemendur Menntaskólans að Laugarvatni og íbúar eru mjög ósáttir við ákvörðunina. Háskóli Íslands hefur tekið ákvörðun um að hætta rekstri þróttafræðaseturs á staðnum, og þar af leiðandi verður húsinu og sundlauginni lokað. Hvoru tveggja er alfarið í eigu íslenska ríkisins. Heimamenn segjast ósáttir því þeir fái ekki samtal við stjórnvöld um hvað gerist á Laugarvatni eftir 1. júní.Skólinn í hættu „Þetta er að veltast á milli ráðuneyta eða háskólinn er held ég enn þá með þetta hjá sér, ætlar að skila þessu til menntamálaráðuneytisins og þaðan sennilega til ríkiseigna og þetta er einhver dilemma og við bara fáum engin svör,“ segir Helgi. „Það mun allavega ekki standa á Bláskógabyggð að leysa þetta mál. Við erum með ýmsar hugmyndir en við fáum ekki samtal við eiganda hússins.“ Helgi segir að lokunin muni hafa mikil áhrif á Menntaskólann að Laugarvatni. „Ef að húsið bara lokar og ríkið ætlar að nota þetta sem tjaldvagnageymslu eða eitthvað, þá er menntaskólinn náttúrulega í hættu. Hann þarf húsið. Hann getur ekki án hússins verið. Og það er eins með samfélagið hérna – fólk mun náttúrulega bara flytja í burtu, það mun allavega ekki flytja að. Það segir sig sjálft. Þannig að þetta er bara alvarleg staða.“Nokkurs konar BSÍ Laugvetninga Þá eru nemendur menntaskólans langt frá því að vera sáttir, að sögn Þórarins Guðna Helgasonar, nemanda við ML. „Við megum ekki gleyma því að þetta er ekki bara íþróttaaðstoða ML-inga sem við höfum ekki hugmynd um hvernig verður ráðstafa, þetta er líka eins konar BSÍ Laugarvatns. Hér sameinast Laugvetningar í frístundum og tómstundum með sín börn.“
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira