Þetta vitum við um árásina á Champs-Élysées í París Atli Ísleifsson skrifar 21. apríl 2017 09:25 Champs-Élysées allri var lokað í kjölfar árásarinnar og var viðbúnaður sömuleiðis mikill í hliðargötum. Vísir/AFP Lögreglumaður var skotinn til bana og tveir særðust í skotárás í frönsku höfuðborginni París í gærkvöldi. Árásin átti sér stað á sama tíma og rætt var við frönsku forsetaframbjóðendurna í sjónvarpi en fyrri umferð kosninganna fer fram á sunnudag. Þetta vitum við um árásina:Lögreglumaður var skotinn til bana á verslunargötunni Champs-Élysées í París gærkvöldi.Fyrst bárust fréttir um að tveir lögreglumenn hafi verið myrtir, en það er ekki rétt.Tveir lögreglumenn og erlendur ferðamaður særðust einnig í árásinni. Enginn þeirra ku vera í lífshættu.Pierre-Henry Brandet, talsmaður franska innanríkisráðuneytsins, segir að bíl hafi verið ekið að lögreglubíl nálægt Franklin Roosevelt neðanjarðarlestarstöðinni um klukkan 21 að staðartíma og hafi ökumaðurinn hafið skothríð og drepið lögreglumann. Árásarmaðurinn skaut svo að lögreglu á flótta sínum og særði tvo, auk ferðamanns.Árásarmaðurinn var skotinn til bana þegar hann reyndi að flýja af vettvangi. Champs-Élysées allri var lokað í kjölfar árásarinnar og var viðbúnaður sömuleiðis mikill í hliðargötum. Þyrlur lögreglu sveimuðu yfir svæðið.Árásarmaðurinn er sagður 39 ára franskur ríkisborgari. Hann hafði árið 2005 verið dæmdur í fangelsi fyrir morðtilræði gegn þremur lögreglumönnum.Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni á síðunni Amaq.Lögreglan gerði húsleit á heimili í Seine-et-Marne, sem er rétt fyrir utan París, og var eins manns leitað í tengslum við árásina. Sá hefur nú gefið sig fram við lögreglu í Belgíu. Óvíst er hvort sá tengist árásinni.Lögregla hefur handtekið þrjá fjölskyldumeðlimi árásarmannsins.Talsmaður innanríkisráðuneytisins segir ljóst að lögregla hafi verið skotmark árásarmannsins, en að of snemmt sé að segja til um ástæður árásarinnar.Að svo stöddu er talið að einungis sé um einn árásarmann að ræða, þó að ekkert sé útilokað í þeim efnum á þessari stundu.Saksóknarar rannsaka málið sem hryðjuverkaárás. Francois Hollande Frakklandsforseti segir einnig að árásin beri einkenni hryðjuverkaárásar.Forsetaframbjóðendurnir Marine Le Pen og Francois Fillon hafa greint frá því að þau hafi nú gert hlé á kosningabaráttu sinni vegna árásarinnar, en Benoît Hamon, Jean-Luc Mélenchon og Emmanuel Macron segjast munu halda sinni áfram og segja það mikilvægt fyrir lýðræðið í landinu. Kosningabaráttunni lýkur formlega í kvöld. Frakkland Tengdar fréttir Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00 Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Lögreglumaður var skotinn til bana og tveir særðust í skotárás í frönsku höfuðborginni París í gærkvöldi. Árásin átti sér stað á sama tíma og rætt var við frönsku forsetaframbjóðendurna í sjónvarpi en fyrri umferð kosninganna fer fram á sunnudag. Þetta vitum við um árásina:Lögreglumaður var skotinn til bana á verslunargötunni Champs-Élysées í París gærkvöldi.Fyrst bárust fréttir um að tveir lögreglumenn hafi verið myrtir, en það er ekki rétt.Tveir lögreglumenn og erlendur ferðamaður særðust einnig í árásinni. Enginn þeirra ku vera í lífshættu.Pierre-Henry Brandet, talsmaður franska innanríkisráðuneytsins, segir að bíl hafi verið ekið að lögreglubíl nálægt Franklin Roosevelt neðanjarðarlestarstöðinni um klukkan 21 að staðartíma og hafi ökumaðurinn hafið skothríð og drepið lögreglumann. Árásarmaðurinn skaut svo að lögreglu á flótta sínum og særði tvo, auk ferðamanns.Árásarmaðurinn var skotinn til bana þegar hann reyndi að flýja af vettvangi. Champs-Élysées allri var lokað í kjölfar árásarinnar og var viðbúnaður sömuleiðis mikill í hliðargötum. Þyrlur lögreglu sveimuðu yfir svæðið.Árásarmaðurinn er sagður 39 ára franskur ríkisborgari. Hann hafði árið 2005 verið dæmdur í fangelsi fyrir morðtilræði gegn þremur lögreglumönnum.Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni á síðunni Amaq.Lögreglan gerði húsleit á heimili í Seine-et-Marne, sem er rétt fyrir utan París, og var eins manns leitað í tengslum við árásina. Sá hefur nú gefið sig fram við lögreglu í Belgíu. Óvíst er hvort sá tengist árásinni.Lögregla hefur handtekið þrjá fjölskyldumeðlimi árásarmannsins.Talsmaður innanríkisráðuneytisins segir ljóst að lögregla hafi verið skotmark árásarmannsins, en að of snemmt sé að segja til um ástæður árásarinnar.Að svo stöddu er talið að einungis sé um einn árásarmann að ræða, þó að ekkert sé útilokað í þeim efnum á þessari stundu.Saksóknarar rannsaka málið sem hryðjuverkaárás. Francois Hollande Frakklandsforseti segir einnig að árásin beri einkenni hryðjuverkaárásar.Forsetaframbjóðendurnir Marine Le Pen og Francois Fillon hafa greint frá því að þau hafi nú gert hlé á kosningabaráttu sinni vegna árásarinnar, en Benoît Hamon, Jean-Luc Mélenchon og Emmanuel Macron segjast munu halda sinni áfram og segja það mikilvægt fyrir lýðræðið í landinu. Kosningabaráttunni lýkur formlega í kvöld.
Frakkland Tengdar fréttir Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00 Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00
Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58