Ungar en bestar allra Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2017 06:00 Keflavíkurstúlkur með bikarinn stóra. mynd/víkurfréttir/páll ketilsson Sagt er að til að verða bestur þurfirðu að vinna þá bestu. Það gerði Keflavík í gærkvöldi þegar liðið varð Íslandsmeistari í Domino´s-deild kvenna í körfubolta með 70-50 sigri á Snæfelli, meisturum síðustu þriggja ára, á heimavelli sínum í Sláturhúsinu í Keflavík. Frammistaða Keflvíkingar var nær fullkomin og endurspeglaði allt sem liðið stendur fyrir. Keflavíkurliðið er kallað Litlu slátrararnir og ekki að ástæðulausu. Meðalaldur þess er rétt ríflega 19 ár en þær spila vörn eins og ljónynjur að vernda ungana sína. Þegar þær eru í gír eins og í gær verður þetta lið ekki stöðvað. Spenna ríkti fyrir tímabilinu í Keflavík því vitað var að þarna fer eitt efnilegasta lið sem sést hefur. Það var bara ekki reiknað með því að þetta væri þegar uppi væri staðið besta lið landsins. Þessar ungu Keflavíkurstúlkur voru fyrr á árinu búnar að vinna sterkt lið Skallagríms í úrslitaleik bikarsins og tóku svo vesturlandið í gegn í úrslitakeppninni. Fyrst var það sigur í oddaleik í undanúrslitum á Skallagrími og svo þessi 3-1 sigur í úrslitarimmunni á móti Snæfelli. Auðvelt hefði verið að halda að Keflavíkurliðið myndi bogna á stóra sviðinu þegar aðeins er rýnt í meðalaldurinn en þetta lið spilar ekki eins og það hafi ekki aldur til að fara í ríkið. Á stærsta sviðinu skein stjarna slátrarana litlu hvað skærast og tveir stærstu titlar tímabilsins verða nú geymdir í Keflavík næsta árið. Í öðru eins liðsframlagi og Keflavíkurliðið sýnir er eiginlega ósanngjarnt að taka einn leikmann út en það verður samt gert. Thelma Dís Ágústsdóttir sýndi í úrslitakeppninni, þar sem hún jók stigafrmalag sitt úr tíu stigum í sextán í leik að hún er ekki bara einn efnilegasti leikmaður landsins heldur einn sá besti. Móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir, ein besta skytta í sögu íslenska kvennakörfuboltans, sat allt tímabilið á bekk Keflavíkurliðsins sem liðstjóri og fylgdist með dóttur sinni verða stjarna og vinna þann stóra. Í stúkunni í gær voru svo fyrrverandi samherjar Bjargar úr gullaldarliði Keflavíkur að horfa á nýjustu framleiðsluna í Sláturhúsinu. Líkt og Björg og Anna María gerðu á sínum tíma getur þetta lið ef það helst saman tekið yfir íslenskan kvennakörfubolta.Thelma Dís og móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir.vísir/óskaró Dominos-deild kvenna Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Sagt er að til að verða bestur þurfirðu að vinna þá bestu. Það gerði Keflavík í gærkvöldi þegar liðið varð Íslandsmeistari í Domino´s-deild kvenna í körfubolta með 70-50 sigri á Snæfelli, meisturum síðustu þriggja ára, á heimavelli sínum í Sláturhúsinu í Keflavík. Frammistaða Keflvíkingar var nær fullkomin og endurspeglaði allt sem liðið stendur fyrir. Keflavíkurliðið er kallað Litlu slátrararnir og ekki að ástæðulausu. Meðalaldur þess er rétt ríflega 19 ár en þær spila vörn eins og ljónynjur að vernda ungana sína. Þegar þær eru í gír eins og í gær verður þetta lið ekki stöðvað. Spenna ríkti fyrir tímabilinu í Keflavík því vitað var að þarna fer eitt efnilegasta lið sem sést hefur. Það var bara ekki reiknað með því að þetta væri þegar uppi væri staðið besta lið landsins. Þessar ungu Keflavíkurstúlkur voru fyrr á árinu búnar að vinna sterkt lið Skallagríms í úrslitaleik bikarsins og tóku svo vesturlandið í gegn í úrslitakeppninni. Fyrst var það sigur í oddaleik í undanúrslitum á Skallagrími og svo þessi 3-1 sigur í úrslitarimmunni á móti Snæfelli. Auðvelt hefði verið að halda að Keflavíkurliðið myndi bogna á stóra sviðinu þegar aðeins er rýnt í meðalaldurinn en þetta lið spilar ekki eins og það hafi ekki aldur til að fara í ríkið. Á stærsta sviðinu skein stjarna slátrarana litlu hvað skærast og tveir stærstu titlar tímabilsins verða nú geymdir í Keflavík næsta árið. Í öðru eins liðsframlagi og Keflavíkurliðið sýnir er eiginlega ósanngjarnt að taka einn leikmann út en það verður samt gert. Thelma Dís Ágústsdóttir sýndi í úrslitakeppninni, þar sem hún jók stigafrmalag sitt úr tíu stigum í sextán í leik að hún er ekki bara einn efnilegasti leikmaður landsins heldur einn sá besti. Móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir, ein besta skytta í sögu íslenska kvennakörfuboltans, sat allt tímabilið á bekk Keflavíkurliðsins sem liðstjóri og fylgdist með dóttur sinni verða stjarna og vinna þann stóra. Í stúkunni í gær voru svo fyrrverandi samherjar Bjargar úr gullaldarliði Keflavíkur að horfa á nýjustu framleiðsluna í Sláturhúsinu. Líkt og Björg og Anna María gerðu á sínum tíma getur þetta lið ef það helst saman tekið yfir íslenskan kvennakörfubolta.Thelma Dís og móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir.vísir/óskaró
Dominos-deild kvenna Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti