Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, segist ekki vera með neitt A eða B lið þrátt fyrir að gera níu breytingar fyrir leikinn á móti Deportivo La Coruna í gærkvöldi.
Real Madrid tapaði, 3-2, á móti Barcelona í El Clásico á sunnudagskvöldið og gerði níu breytingar fyrir leikinn í gærkvöldi. Það skipti engu máli því Real vann stórsigur, 6-2.
Karim Benzema, Toni Kroos og Luka Modric voru allir hvíldir og þá voru Gareth Bale og Sergio Ramos fjarverandi vegna meiðsla og leikbanns. Inn komu strákar eins og Isco, Alvaro Morata og Marco Asensio og létu ljós sitt skína.
„Fyrir mér er ekkert A eða B lið. Við erum allir að róa í sömu átt,“ sagði Zidane eftir leikinn. „Þeir sem spila flesta leikina eru líka að spila vel. Þetta snerist ekkert um að þeir hafa ekki staðið sig.“
„Það voru strákarnir sem spila minna sem spiluðu í dag og þeir voru frábærir alveg frá byrjun. Isco var algjörlega magnaður. Hann gerir hluti á vellinum sem ekki allir geta. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd.“
Barcelona vann einnig stórsigur í gær þannig Katalóníuliðið er á toppnum með 78 stig en Real er líka með 78 stig og á leik til góða.
Zidane: Ekkert sem heitir A eða B lið
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn


Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti

Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn
