Flokkar verkin eftir merkingu og efniviði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. apríl 2017 10:15 "Þegar fólk kemur á sýninguna fær það lítil hefti og þar getur það fræðst frekar,“ lofar Hildigunnur. Fréttablaðið/Eyþór Ég leik mér að því að flokka verkin í a, b, c, d, e og f, eftir merkingu þeirra og efniviði. Þegar fólk kemur á sýninguna fær það lítil hefti og þar getur það fræðst frekar,“ segir Hildigunnur Birgisdóttir myndlistarmaður sem opnar sýningu í i8 Galleríi í dag milli klukkan 17 og 19. Hildigunnur Birgisdóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og hefur sýnt í Listasafni Reykjavíkur, Kling & Bang, Nýlistasafninu og Annaellegallery í Stokkhólmi. Hún hefur skapað sér sérstöðu með smágerðum skúlptúrum, leikgleði og húmor sem þó vekur athygli á alvarlegri málum.Veggfóðrið heitir Óþægilegar staðreyndir enda felur letrið í sér vandræðaleg leyndarmál um listakonuna Hildigunni. vísir/EyþórÍ i8 eru öll verkin upphengd og yfir allan salinn er veggfóður í gulum, rauðum, bláum og grænum litum, það er listaverk eftir Hildigunni og heitir Óþægilegar staðreyndir. Ástæðan er sú að á því eru staðreyndir um hana sjálfa, birtar í óþekktu leturkerfi sem þó er byggt á latneska stafrófinu. „Fólk þarf að leggja svolítið á sig ef það ætlar að komast að leyndarmálunum. En í raun vil ég ekkert að fólk viti þau, því þau eru bara vandræðaleg,“ útskýrir hún brosandi. Bendir líka grallaraleg á að sýningin sjáist varla fyrir sýningunni og það má til sanns vegar færa. Það ber til dæmis ekki mikið á agnarsmáum bronshillum inn á milli veggfóðurskreytinga. Þær hillur kveðst Hildigunnur hafa mótað með eigin fingrum. „Fyrstu hilluna gerði ég ekki í neinum sérstökum tilgangi, hún var bara fyrir eitthvað sem ég vissi ekki hvað yrði. Í öðru tilfelli bjó ég til hillu fyrir skrúfur. Mér fannst það huggulega gert af mér – ég held að skrúfur hafi sjaldan fengið slíka athygli. Bara – tími til kominn!“Sumar hillur þjóna vissum tilgangi, aðrar óræðum.Í einum flokknum eru postulínsverk. „Mér finnst voða gaman að prufa nýjar aðferðir en ég geri það oft bara einu sinni,“ segir listakonan og heldur áfram: „Þessi verk kölluðu á postulín því þau eru afsteypur af fjöldaframleiddum umbúðum, mér fannst við hæfi að setja þau í viðkvæmt og fallegt efni því umbúðir lenda jafnan í ruslinu. Serían fjallar um hringrás okkar, neysluna og umhverfið og verkin heita isk, þau draga nafn sitt alltaf af þeim gjaldmiðli sem í gildi er þar sem þau eru sýnd.“ Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ég leik mér að því að flokka verkin í a, b, c, d, e og f, eftir merkingu þeirra og efniviði. Þegar fólk kemur á sýninguna fær það lítil hefti og þar getur það fræðst frekar,“ segir Hildigunnur Birgisdóttir myndlistarmaður sem opnar sýningu í i8 Galleríi í dag milli klukkan 17 og 19. Hildigunnur Birgisdóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og hefur sýnt í Listasafni Reykjavíkur, Kling & Bang, Nýlistasafninu og Annaellegallery í Stokkhólmi. Hún hefur skapað sér sérstöðu með smágerðum skúlptúrum, leikgleði og húmor sem þó vekur athygli á alvarlegri málum.Veggfóðrið heitir Óþægilegar staðreyndir enda felur letrið í sér vandræðaleg leyndarmál um listakonuna Hildigunni. vísir/EyþórÍ i8 eru öll verkin upphengd og yfir allan salinn er veggfóður í gulum, rauðum, bláum og grænum litum, það er listaverk eftir Hildigunni og heitir Óþægilegar staðreyndir. Ástæðan er sú að á því eru staðreyndir um hana sjálfa, birtar í óþekktu leturkerfi sem þó er byggt á latneska stafrófinu. „Fólk þarf að leggja svolítið á sig ef það ætlar að komast að leyndarmálunum. En í raun vil ég ekkert að fólk viti þau, því þau eru bara vandræðaleg,“ útskýrir hún brosandi. Bendir líka grallaraleg á að sýningin sjáist varla fyrir sýningunni og það má til sanns vegar færa. Það ber til dæmis ekki mikið á agnarsmáum bronshillum inn á milli veggfóðurskreytinga. Þær hillur kveðst Hildigunnur hafa mótað með eigin fingrum. „Fyrstu hilluna gerði ég ekki í neinum sérstökum tilgangi, hún var bara fyrir eitthvað sem ég vissi ekki hvað yrði. Í öðru tilfelli bjó ég til hillu fyrir skrúfur. Mér fannst það huggulega gert af mér – ég held að skrúfur hafi sjaldan fengið slíka athygli. Bara – tími til kominn!“Sumar hillur þjóna vissum tilgangi, aðrar óræðum.Í einum flokknum eru postulínsverk. „Mér finnst voða gaman að prufa nýjar aðferðir en ég geri það oft bara einu sinni,“ segir listakonan og heldur áfram: „Þessi verk kölluðu á postulín því þau eru afsteypur af fjöldaframleiddum umbúðum, mér fannst við hæfi að setja þau í viðkvæmt og fallegt efni því umbúðir lenda jafnan í ruslinu. Serían fjallar um hringrás okkar, neysluna og umhverfið og verkin heita isk, þau draga nafn sitt alltaf af þeim gjaldmiðli sem í gildi er þar sem þau eru sýnd.“
Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira