Sebastian Vettel á ráspól í Rússlandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. apríl 2017 12:43 Sebastian Vettel stal ráspólnum af liðsfélaga sínum á síðasta hringnum. Vísir/Getty Sebastian Vettel var fljótastur í dag á Ferrari og Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar. Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. Ferrari menn leiddu allar þrjár æfingarnar, þess var að vænta að baráttan um ráspól yrði hörð. Mercedes vélarnar hafa svokallaða tímatökustillingu sem gefur talsvert aukaafl í einn hring.Fyrsta lota Ferrari menn komu út á brautina á ofur-mjúkum dekkjum á meðan allir aðrir notuðust strax við últra mjúku dekkin sem er mýksta útgáfan sem í boði er þessa helgina. Bottas var fljótastur í lotunni á Mercedes bílnum. Romain Grosjean á Haas féll út í fyrstu umferð, hann lenti í bremsuvandræðum á æfingum og skipti aftur yfir í Brembo bremsur. Það er spurning hvort hausinn sé farinn að stýra Grosjean í ógöngur því Haas bíllinn getur betur en þetta. Kevin Magnussen komst til að mynda áfram í aðra umferð, þó tæpt hafi verið. Auk Grosjean féllu út; Jolyon Palmer á Renault, Stoffel Vandoorne á McLaren og Sauber ökumennirnir.Valtteri Bottas var fljótastur í fyrstu tveimur lotunum en náði svo ekki að svara Ferrari mönnum í þriðju lotunni.Vísir/GettyÖnnur lota Allir ökumenn í annarri lotu óku á últra-mjúkum dekkjum. Eftir fyrstu tilraunir allra var Bottas fljótastur og Hamilton var annar. Þar á eftir komu Ferrari menn, tæplega 0,8 sekúndum á eftir Bottas. Annaðhvort var Mercedes að spara sig á æfingum og setti í gírinn í tímatökunni eða þá að Ferrari menn gerðu bara það sem til þurfti til að komast áfram og spara með því dekkin. Tíu fljótustu ökumennirnir í annarri lotu þurfa að hefja keppnina á þeim dekkjagangi sem þeir settu sinn hraðasta tíma á í lotunni. Í annarri lotu duttu út; Fernando Alonso á McLaren, Kevin Magnussen á Haas, Toro Rosso ökumennirnir og Lance Stroll á Williams.Þriðja lota Nico Hulkenberg á Reaunlt truflaði Hamilton á úthringnum svo Hamilton hætti við að hefja tímatökuhring. Raikkonen setti mjög góðan tíma og var fljótastur fyrir lokatlögu allra. Bottas var annar einungis 0,036 á eftir landa sínum. Vettel var þriðji og Hamilton fjórði. Síðasta umferðin var afar spennandi. Raikkoenn hefur tekið þátt í 127 keppnum síðan hann náði ráspól síðast, í Frakklandi 2010. Raikkonen náði ekki að bæta sinn tíma. Vettel tók ráspólinn af Raikkonen og Mercedes menn náðu ekki að svara. Ferrari náði báðum bílum á fremstu ráslínu í fyrsta skipti síðan 2008. Formúla Tengdar fréttir Honda mætir með áreiðanlegri vélar til Rússlands McLaren liðið í Formúlu 1 mun nota uppfærðar Honda vélar í rússneska kappakstrinum um komandi helgi. Uppfærslan á að auka áreiðanleika vélanna. 25. apríl 2017 22:00 Bílskúrinn: Ferrari slær frá sér í Barein Sebastian Vettel á Ferrari tók forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að vinna þriðju keppni tímabilsins sem fram fór í Barein síðustu helgi. 20. apríl 2017 19:15 Ferrari menn fljótastir á föstudegi Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir rússneska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel, einnig á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 28. apríl 2017 15:45 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Sebastian Vettel var fljótastur í dag á Ferrari og Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar. Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. Ferrari menn leiddu allar þrjár æfingarnar, þess var að vænta að baráttan um ráspól yrði hörð. Mercedes vélarnar hafa svokallaða tímatökustillingu sem gefur talsvert aukaafl í einn hring.Fyrsta lota Ferrari menn komu út á brautina á ofur-mjúkum dekkjum á meðan allir aðrir notuðust strax við últra mjúku dekkin sem er mýksta útgáfan sem í boði er þessa helgina. Bottas var fljótastur í lotunni á Mercedes bílnum. Romain Grosjean á Haas féll út í fyrstu umferð, hann lenti í bremsuvandræðum á æfingum og skipti aftur yfir í Brembo bremsur. Það er spurning hvort hausinn sé farinn að stýra Grosjean í ógöngur því Haas bíllinn getur betur en þetta. Kevin Magnussen komst til að mynda áfram í aðra umferð, þó tæpt hafi verið. Auk Grosjean féllu út; Jolyon Palmer á Renault, Stoffel Vandoorne á McLaren og Sauber ökumennirnir.Valtteri Bottas var fljótastur í fyrstu tveimur lotunum en náði svo ekki að svara Ferrari mönnum í þriðju lotunni.Vísir/GettyÖnnur lota Allir ökumenn í annarri lotu óku á últra-mjúkum dekkjum. Eftir fyrstu tilraunir allra var Bottas fljótastur og Hamilton var annar. Þar á eftir komu Ferrari menn, tæplega 0,8 sekúndum á eftir Bottas. Annaðhvort var Mercedes að spara sig á æfingum og setti í gírinn í tímatökunni eða þá að Ferrari menn gerðu bara það sem til þurfti til að komast áfram og spara með því dekkin. Tíu fljótustu ökumennirnir í annarri lotu þurfa að hefja keppnina á þeim dekkjagangi sem þeir settu sinn hraðasta tíma á í lotunni. Í annarri lotu duttu út; Fernando Alonso á McLaren, Kevin Magnussen á Haas, Toro Rosso ökumennirnir og Lance Stroll á Williams.Þriðja lota Nico Hulkenberg á Reaunlt truflaði Hamilton á úthringnum svo Hamilton hætti við að hefja tímatökuhring. Raikkonen setti mjög góðan tíma og var fljótastur fyrir lokatlögu allra. Bottas var annar einungis 0,036 á eftir landa sínum. Vettel var þriðji og Hamilton fjórði. Síðasta umferðin var afar spennandi. Raikkoenn hefur tekið þátt í 127 keppnum síðan hann náði ráspól síðast, í Frakklandi 2010. Raikkonen náði ekki að bæta sinn tíma. Vettel tók ráspólinn af Raikkonen og Mercedes menn náðu ekki að svara. Ferrari náði báðum bílum á fremstu ráslínu í fyrsta skipti síðan 2008.
Formúla Tengdar fréttir Honda mætir með áreiðanlegri vélar til Rússlands McLaren liðið í Formúlu 1 mun nota uppfærðar Honda vélar í rússneska kappakstrinum um komandi helgi. Uppfærslan á að auka áreiðanleika vélanna. 25. apríl 2017 22:00 Bílskúrinn: Ferrari slær frá sér í Barein Sebastian Vettel á Ferrari tók forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að vinna þriðju keppni tímabilsins sem fram fór í Barein síðustu helgi. 20. apríl 2017 19:15 Ferrari menn fljótastir á föstudegi Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir rússneska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel, einnig á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 28. apríl 2017 15:45 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Honda mætir með áreiðanlegri vélar til Rússlands McLaren liðið í Formúlu 1 mun nota uppfærðar Honda vélar í rússneska kappakstrinum um komandi helgi. Uppfærslan á að auka áreiðanleika vélanna. 25. apríl 2017 22:00
Bílskúrinn: Ferrari slær frá sér í Barein Sebastian Vettel á Ferrari tók forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að vinna þriðju keppni tímabilsins sem fram fór í Barein síðustu helgi. 20. apríl 2017 19:15
Ferrari menn fljótastir á föstudegi Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir rússneska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel, einnig á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 28. apríl 2017 15:45