Er Real Madrid tilbúið að selja bæði Bale og Ronaldo? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2017 08:45 Cristiano Ronaldo og Gareth Bale. Vísir/Getty Spænska blaðið Don Balon slær því upp í morgun að bæði forseti Real Madrid, Florentino Perez og knattspyrnustjórinn, Zinedine Zidane, séu það óánægðir með frammistöðu tveggja stærstu stjarna liðsins að þeir séu til sölu í sumar. Real Madrid keypti á sínum tíma þá Cristiano Ronaldo og Gareth Bale fyrir metfé frá ensku liðunum Manchester United (Ronaldo) og Tottenham (Bale). Nú eru þeir ekki lengur ómissandi í huga þeirra sem ráða öllu á Santiago Bernabeu ef marka má fréttina hjá Don Balon. Spænskir fjölmiðlar höfðu áður fjallað um þær áhyggjur sem Florentino Perez hefur af frammistöðu Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo er orðinn 32 ára og því farið að styttast í lok ferilsins. Hann er samt ríkjandi besti knattspyrnumaður heims. Cristiano Ronaldo og Gareth Bale áttu ekki góðan leik fyrir framan markið í jafntefli á móti Atletico Madrid á Santiago Bernabeu um helgina. Mörgum finnst þeir ekki leggja sig nógu mikið fram og samkvæmt heimildum Don Balon er Zinedine Zidane einn af þeim. Real Madrid er að reyna að vinna sinn fyrsta meistaratitil á Spáni síðan 2012 og þetta jafntefli hefði getað verið dýrkeypt. Barcelona tapaði hinsvegar sínum leik og því er Real Madrid bæði með þriggja stiga forskot á toppnum og á líka leik inni á Börsunga. Zinedine Zidane heldur áfram að spila þeim Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Karim Benzema í leikjunum en spænskir fjölmiðlamenn vilja margir sjá meira af þeim Alvaro Morata (í stað Benzema) og Lucas Vazquez (í stað Bale). Það að Real Madrid sé tilbúið að selja þá Cristiano Ronaldo og Gareth Bale ætti að hrista upp í félagsskiptamarkaðnum á Englandi en mörg ensk félög hafa örugglega mikinn áhuga á því að fá þessa öflugu leikmann aftur í ensku úrvalsdeildina. Real Madrid selur kannski ekki báða en það þarf ekki að koma á óvart þótt að annar þeirra fari.El toque de atención de Zidane a la BBC que incendia el vestuario del Real Madrid https://t.co/BnWJrw3TrD pic.twitter.com/FwrLgkz50O— Don Balon España (@donbalon_com) April 9, 2017 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Spænska blaðið Don Balon slær því upp í morgun að bæði forseti Real Madrid, Florentino Perez og knattspyrnustjórinn, Zinedine Zidane, séu það óánægðir með frammistöðu tveggja stærstu stjarna liðsins að þeir séu til sölu í sumar. Real Madrid keypti á sínum tíma þá Cristiano Ronaldo og Gareth Bale fyrir metfé frá ensku liðunum Manchester United (Ronaldo) og Tottenham (Bale). Nú eru þeir ekki lengur ómissandi í huga þeirra sem ráða öllu á Santiago Bernabeu ef marka má fréttina hjá Don Balon. Spænskir fjölmiðlar höfðu áður fjallað um þær áhyggjur sem Florentino Perez hefur af frammistöðu Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo er orðinn 32 ára og því farið að styttast í lok ferilsins. Hann er samt ríkjandi besti knattspyrnumaður heims. Cristiano Ronaldo og Gareth Bale áttu ekki góðan leik fyrir framan markið í jafntefli á móti Atletico Madrid á Santiago Bernabeu um helgina. Mörgum finnst þeir ekki leggja sig nógu mikið fram og samkvæmt heimildum Don Balon er Zinedine Zidane einn af þeim. Real Madrid er að reyna að vinna sinn fyrsta meistaratitil á Spáni síðan 2012 og þetta jafntefli hefði getað verið dýrkeypt. Barcelona tapaði hinsvegar sínum leik og því er Real Madrid bæði með þriggja stiga forskot á toppnum og á líka leik inni á Börsunga. Zinedine Zidane heldur áfram að spila þeim Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Karim Benzema í leikjunum en spænskir fjölmiðlamenn vilja margir sjá meira af þeim Alvaro Morata (í stað Benzema) og Lucas Vazquez (í stað Bale). Það að Real Madrid sé tilbúið að selja þá Cristiano Ronaldo og Gareth Bale ætti að hrista upp í félagsskiptamarkaðnum á Englandi en mörg ensk félög hafa örugglega mikinn áhuga á því að fá þessa öflugu leikmann aftur í ensku úrvalsdeildina. Real Madrid selur kannski ekki báða en það þarf ekki að koma á óvart þótt að annar þeirra fari.El toque de atención de Zidane a la BBC que incendia el vestuario del Real Madrid https://t.co/BnWJrw3TrD pic.twitter.com/FwrLgkz50O— Don Balon España (@donbalon_com) April 9, 2017
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira