Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Keflavík 77-68 | Skallagrímur náði að knýja fram oddaleik Stefán Árni Pálsson í Fjósinu skrifar 10. apríl 2017 20:45 Tavelyn Tillman var frábær í kvöld. vísir/andri marinó Skallagrímur náði að knýja fram oddaleik í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið bar sigur úr býtum, 77-68, gegn Keflavík í fjórða leik liðanna. Staðan í einvíginu er því 2-2 og þarf oddaleik til að skera úr um það hvað lið mætir Snæfell í úrslitarimmunni. Oddaleikurinn fer fram suður með sjó á fimmtudagskvöldið. Tavelyn Tillman var frábær í kvöld og skoraði hún 36 stig fyrir Skallagrím.Af hverju vann Skallagrímur?Liðið naut sín vel á heimavelli og nýtti sér stuðning áhorfenda sem fjölmenntu í Fjósið. Tavelyn Tillman stjórnaði leik Skallanna eins og herforingi og átti hún frábæran leik. Liðið spilaði mjög góða vörn og það skóp þennan sigur.Bestu menn vallarins? Tavelyn Tillman var besti maður vallarins og gjörsamlega dómineraði allt hjá heimamönnum. Sex leikmenn Skallagríms komust á blað í kvöld og dreifðist stigaskorið vel. Það var kannski liðsheild Skallagríms sem var næstbesti maður vallarins. Hjá Keflavík voru Ariana Moorer og Thelma Dís atkvæðamestar og spiluðu nokkuð vel.Hvað gekk illa? Keflavík réði illa við vörn Skallagríms og voru oft á tíðum í stökustu vandræðum með að skapa sér góða sóknarstöðu. Það var svona einna helst sem klikkaði í kvöld, en annars var leikurinn nokkuð vel spilaður.Skallagrímur-Keflavík 77-68 (20-14, 18-13, 12-16, 27-25)Skallagrímur: Tavelyn Tillman 36, Fanney Lind Thomas 10/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10/10 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 5, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0, Arna Hrönn Ámundaóttir 0, Gunnhildur Lind Hansdóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Þórunn Birta Þórðardóttir 0. Keflavík: Ariana Moorer 19/12 fráköst/6 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 16/8 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/5 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0. Sverrir: Þetta var bara ekki okkar dagur„Þetta var bara ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir tapið í kvöld. „Varnarlega var þetta ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld og sóknarlega var ekki nægilega mikið flæði í okkar leik. Þetta var bara ekki okkar dagur og við verðum bara að mæta klárar í oddaleikinn.“ Sverrir segir að það hafi oft bara vantað herslumuninn í kvöld. „Liðið var kannski búið að minnka muninn í nokkur stig og þá hleypum við þeim aftur vel framúr okkur. Sóknarleikur okkar var svo hægur og létt fyrir Skallagrím að dekka okkur. Núna er það bara sæti í úrslitum eða sumarfrí.“ Sigrún Sjöfn: Margir spáðu því að Keflavík myndi sópa okkur„Við vorum búnar að laga það sem var að í síðustu tveimur leikjum,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Skallagríms, eftir leikinn. „Það var síðan ekkert erfitt að gíra sig upp í þennan leik þar sem sumir miðlar skrifuðu um að þetta yrði auðvelt sóp fyrir Keflavík. Ég trúi á liðið og alla í kringum liðið. Við vorum bara mættar hingað í kvöld til að sækja leik fimm.“ Sigrún segir að í kvöld hafi liðið ekki leyft Keflavík að vaða yfir sig. Hún var mjög ánægð með stuðninginn í Fjósinu í kvöld. „Þetta gefur okkur rosalega mikið. Þetta hefur manni bara orku. Maður er kannski ótrúlega þreyttur og svo heyrir maður í stúkunni og maður fær bara tíu sinnum meiri orku. Það verður erfitt að fara til Keflavíkur og ég býst við troðfullu húsi þar.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Sjá meira
Skallagrímur náði að knýja fram oddaleik í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið bar sigur úr býtum, 77-68, gegn Keflavík í fjórða leik liðanna. Staðan í einvíginu er því 2-2 og þarf oddaleik til að skera úr um það hvað lið mætir Snæfell í úrslitarimmunni. Oddaleikurinn fer fram suður með sjó á fimmtudagskvöldið. Tavelyn Tillman var frábær í kvöld og skoraði hún 36 stig fyrir Skallagrím.Af hverju vann Skallagrímur?Liðið naut sín vel á heimavelli og nýtti sér stuðning áhorfenda sem fjölmenntu í Fjósið. Tavelyn Tillman stjórnaði leik Skallanna eins og herforingi og átti hún frábæran leik. Liðið spilaði mjög góða vörn og það skóp þennan sigur.Bestu menn vallarins? Tavelyn Tillman var besti maður vallarins og gjörsamlega dómineraði allt hjá heimamönnum. Sex leikmenn Skallagríms komust á blað í kvöld og dreifðist stigaskorið vel. Það var kannski liðsheild Skallagríms sem var næstbesti maður vallarins. Hjá Keflavík voru Ariana Moorer og Thelma Dís atkvæðamestar og spiluðu nokkuð vel.Hvað gekk illa? Keflavík réði illa við vörn Skallagríms og voru oft á tíðum í stökustu vandræðum með að skapa sér góða sóknarstöðu. Það var svona einna helst sem klikkaði í kvöld, en annars var leikurinn nokkuð vel spilaður.Skallagrímur-Keflavík 77-68 (20-14, 18-13, 12-16, 27-25)Skallagrímur: Tavelyn Tillman 36, Fanney Lind Thomas 10/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10/10 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 5, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0, Arna Hrönn Ámundaóttir 0, Gunnhildur Lind Hansdóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Þórunn Birta Þórðardóttir 0. Keflavík: Ariana Moorer 19/12 fráköst/6 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 16/8 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/5 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0. Sverrir: Þetta var bara ekki okkar dagur„Þetta var bara ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir tapið í kvöld. „Varnarlega var þetta ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld og sóknarlega var ekki nægilega mikið flæði í okkar leik. Þetta var bara ekki okkar dagur og við verðum bara að mæta klárar í oddaleikinn.“ Sverrir segir að það hafi oft bara vantað herslumuninn í kvöld. „Liðið var kannski búið að minnka muninn í nokkur stig og þá hleypum við þeim aftur vel framúr okkur. Sóknarleikur okkar var svo hægur og létt fyrir Skallagrím að dekka okkur. Núna er það bara sæti í úrslitum eða sumarfrí.“ Sigrún Sjöfn: Margir spáðu því að Keflavík myndi sópa okkur„Við vorum búnar að laga það sem var að í síðustu tveimur leikjum,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Skallagríms, eftir leikinn. „Það var síðan ekkert erfitt að gíra sig upp í þennan leik þar sem sumir miðlar skrifuðu um að þetta yrði auðvelt sóp fyrir Keflavík. Ég trúi á liðið og alla í kringum liðið. Við vorum bara mættar hingað í kvöld til að sækja leik fimm.“ Sigrún segir að í kvöld hafi liðið ekki leyft Keflavík að vaða yfir sig. Hún var mjög ánægð með stuðninginn í Fjósinu í kvöld. „Þetta gefur okkur rosalega mikið. Þetta hefur manni bara orku. Maður er kannski ótrúlega þreyttur og svo heyrir maður í stúkunni og maður fær bara tíu sinnum meiri orku. Það verður erfitt að fara til Keflavíkur og ég býst við troðfullu húsi þar.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Sjá meira