Tuttugu þúsund laxar sluppu úr sjókvíum á eyjunni Mull í Skotlandi í lok mars en greint var frá slysinu í dag. Um er að ræða eitt stærsta umhverfisrof í laxeldi í sögunni. Sjókvíarnar eru svipaðar þeim sem íslensk laxeldisfyrirtæki nota. Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.
Þar fjöllum við líka um stöðu mála í Sýrlandi og ræðum við utanríkisráðherra í beinni útsendingu. Loks hittum við trillukonu frá Rifi sem byrjaði tólf ára gömul á sjó og ögrar starfsheiti trillukarlsins.
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Hrund Þórsdóttir skrifar