Lúxus markaðurinn tekur við sér Ritstjórn skrifar 11. apríl 2017 12:45 Rekstur Hermés hefur gengið vonum framar á seinasta ári. Mynd/Getty Eftir nokkurra ára baráttu í lúxus markaðinum hafa stærstu fyrirtækin loksins tilkynnt um sölutölur sem hafa farið framúr væntingum. Kering, sem á meðal annars Gucci, LVMH, sem á meðal annars Louis Vuitton og svo Hermés hafa greint frá því að hagnaður fyrirtækjana hafi farið framúr björtustu vonum á fyrsta ársfjórðungi 2017. Seinustu ár hafa verið erfið fyrir slík fyrirtæki. Mikið hefur verið einblínt á að koma niður fótum í Kína en svo virðist sem viðskiptavinir þar hafi lítinn áhuga á að versla þar í landi. Þegar markaðirnir í Frakklandi lokuðu í gær tilkynnti LVMH að hagnaður fyrirtækisins hafi aukist um 15% á milli ára. Sömuleiðis tilkynntu Kering og Hermés að reksturinn væri loksins á góðri leið. Samkvæmt tilkynningu frá LVMH segir að betra rekstrarumhverfi og aukinn áhugi viðskiptavina á lúxus varningi sé að skila sér en að framtíðin væri þó enn óljós. Mest lesið NYX opnar snyrtivöruverslun á Íslandi Glamour „Þú missir ekki kílóin með því að skrolla niður Instagram“ Glamour KALDA á forsíðu Footwear News Glamour Ætlar að koma Crocs í tísku Glamour Listin að hitta í rétt gat Glamour "The kitchen is in a very disappointing mess“ Glamour Beyoncé prýðir forsíðu september Vogue Glamour Með skilaboð í skyrtunni Glamour Ein af topp 30 fyrirsætum 21 aldarinnar Glamour Sena: Bleik og mjúk Glamour
Eftir nokkurra ára baráttu í lúxus markaðinum hafa stærstu fyrirtækin loksins tilkynnt um sölutölur sem hafa farið framúr væntingum. Kering, sem á meðal annars Gucci, LVMH, sem á meðal annars Louis Vuitton og svo Hermés hafa greint frá því að hagnaður fyrirtækjana hafi farið framúr björtustu vonum á fyrsta ársfjórðungi 2017. Seinustu ár hafa verið erfið fyrir slík fyrirtæki. Mikið hefur verið einblínt á að koma niður fótum í Kína en svo virðist sem viðskiptavinir þar hafi lítinn áhuga á að versla þar í landi. Þegar markaðirnir í Frakklandi lokuðu í gær tilkynnti LVMH að hagnaður fyrirtækisins hafi aukist um 15% á milli ára. Sömuleiðis tilkynntu Kering og Hermés að reksturinn væri loksins á góðri leið. Samkvæmt tilkynningu frá LVMH segir að betra rekstrarumhverfi og aukinn áhugi viðskiptavina á lúxus varningi sé að skila sér en að framtíðin væri þó enn óljós.
Mest lesið NYX opnar snyrtivöruverslun á Íslandi Glamour „Þú missir ekki kílóin með því að skrolla niður Instagram“ Glamour KALDA á forsíðu Footwear News Glamour Ætlar að koma Crocs í tísku Glamour Listin að hitta í rétt gat Glamour "The kitchen is in a very disappointing mess“ Glamour Beyoncé prýðir forsíðu september Vogue Glamour Með skilaboð í skyrtunni Glamour Ein af topp 30 fyrirsætum 21 aldarinnar Glamour Sena: Bleik og mjúk Glamour