Fjárfestum í framtíðinni Jón Atli Benediktsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Það er óumdeilt meðal framsýnna ríkja í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu að opinber fjárfesting í menntun, rannsóknum og nýsköpun hefur bein áhrif á framleiðni, hagvöxt og ný störf. Þannig er í nýrri skýrslu Evrópusambandsins[1] fullyrt að rekja megi 2/3 hagvaxtar í Evrópu á tímabilinu 1995-2003 til þekkingarsköpunar, en áhrifin voru mest í Bretlandi (50%) og Finnlandi (40%) og minnst (innan við 10%) í löndum á borð við Ungverjaland, Grikkland og Slóveníu. Tölurnar tala skýru máli: Opinber fjárfesting í menntun og rannsóknum er fjárfesting í samkeppnishæfni og farsæld til framtíðar. Fyrir liggur að háskólastigið á Íslandi hefur sætt verulegum niðurskurði opinberra framlaga í tæpan áratug. Er nú svo komið að Háskóli Íslands er alvarlega undirfjármagnaður og gæði skólastarfsins í raunverulegri hættu. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnar Íslands er í orði kveðnu gert ráð fyrir nokkurri hækkun framlaga til háskólastigsins á tímabilinu 2018-2022. Þessir fjármunir eru þó fjarri því allir til að mæta brýnum rekstrarvanda háskólanna því ráðgerð aukning fyrstu árin er að miklu leyti vegna byggingar Húss íslenskra fræða, auk framlags til Lánasjóðs íslenskra námsmanna og uppbyggingar nýs fagháskólastigs. Háskólarnir þurfa því enn að bíða, nú til ársins 2019 eftir löngu tímabærri innspýtingu vegna kennslu og rannsókna sem þó er mjög hógvær eftir langvarandi niðurskurð. Háskólaráð Háskóla Íslands samþykkti einróma 6. apríl sl. ályktun þar sem lýst var miklum vonbrigðum með fjármálaáætlunina. Í hverju felast vonbrigðin og hverjar eru afleiðingar óbreyttrar fjármálaáætlunar? Stjórnvöld hafa ítrekað sett fram áform og gefið fyrirheit um að fjármögnun háskóla á Íslandi verði í takt við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Í aðdraganda alþingiskosninga sl. haust ríkti pólitísk samstaða meðal núverandi stjórnarflokka um að opinber framlög á hvern háskólanema skyldu ná meðaltali OECD-ríkjanna á kjörtímabilinu. Þá er í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá janúar sl. lögð rík áhersla á að treysta samkeppnishæfni Íslands og þróa hér þekkingarsamfélag með því að styðja háskólana í að halda uppi gæðum og standast alþjóðlega samkeppni, m.a. með endurskoðun á reiknilíkönum sem notuð eru til að meta fjárþörf menntakerfisins.Ekki að sjá að efna eigi fyrirheitin Í áætlun stjórnvalda er ekki að sjá að efna eigi þessi fyrirheit. Þvert á móti virðist lagt upp með að nálgast markmið um sambærilega fjármögnun og í nágrannalöndum okkar með því að fækka verulega háskólanemum á Íslandi. Samanburðurinn við fjármögnun háskóla í nágrannalöndum okkar er ekki stærðfræðiæfing. Hann er raunverulegur mælikvarði á getu háskólanna til að sinna mikilvægu hlutverki sínu. Fækkun háskólanema til að auka hlutfallslegt framlag á hvern þeirra hefði neikvæð áhrif á menntunarstig þjóðarinnar og myndi draga úr samkeppnishæfni hennar og getu til að tryggja komandi kynslóðum fjölbreytt atvinnulíf og blómlegt samfélag. Á sama tíma liggur fyrir að brýnt er að fjölga verulega háskólamenntuðu starfsfólki víða í atvinnulífinu, s.s. í heilbrigðisgreinum, menntakerfinu og í tæknigreinum. Verði ekki að gert blasir við alvarlegur skortur á sérhæfðu starfsfólki víða í þjóðfélaginu. Þá myndi áframhaldandi fjársvelti Háskóla Íslands og fækkun nemenda draga úr námsframboði og nauðsynlegri þróun kennsluhátta, auk þess sem ekki yrði unnt að ráðast í bráðnauðsynlega uppbyggingu innviða rannsókna og nýsköpunar sem létu verulega á sjá í hruninu. Nái fjármálaáætlunin óbreytt fram að ganga getur Háskóli Íslands og þar með íslenska þjóðin misst sterka alþjóðlega stöðu sína. Hér er ekki aðeins orðspor í húfi heldur möguleikar okkar til alþjóðlegs samstarfs og miðlunar nýjustu þekkingar á milli landa. Það þarf langan tíma, metnað og skýra sýn til að byggja upp sterkan rannsóknaháskóla sem þjónar öllu samfélaginu en það tekur aðeins skamman tíma að tefla því uppbyggingarstarfi í voða. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í framtíðinni. Í áætlun stjórnvalda er lögð áhersla á aðhaldssemi og langtímahugsun og er það vel. Opinberum fjármunum í þágu samfélagsins og innviða þess til lengri tíma verður varla betur varið en með fjárfestingu í öflugum háskóla sem er samkeppnisfær á alþjóðlegum vettvangi. Hækkunin til háskólastigsins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er hins vegar of lítil og kemur of seint. Það þarf að spýta í strax. [1] https://ri-links2ua.eu/object/document/326 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er óumdeilt meðal framsýnna ríkja í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu að opinber fjárfesting í menntun, rannsóknum og nýsköpun hefur bein áhrif á framleiðni, hagvöxt og ný störf. Þannig er í nýrri skýrslu Evrópusambandsins[1] fullyrt að rekja megi 2/3 hagvaxtar í Evrópu á tímabilinu 1995-2003 til þekkingarsköpunar, en áhrifin voru mest í Bretlandi (50%) og Finnlandi (40%) og minnst (innan við 10%) í löndum á borð við Ungverjaland, Grikkland og Slóveníu. Tölurnar tala skýru máli: Opinber fjárfesting í menntun og rannsóknum er fjárfesting í samkeppnishæfni og farsæld til framtíðar. Fyrir liggur að háskólastigið á Íslandi hefur sætt verulegum niðurskurði opinberra framlaga í tæpan áratug. Er nú svo komið að Háskóli Íslands er alvarlega undirfjármagnaður og gæði skólastarfsins í raunverulegri hættu. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnar Íslands er í orði kveðnu gert ráð fyrir nokkurri hækkun framlaga til háskólastigsins á tímabilinu 2018-2022. Þessir fjármunir eru þó fjarri því allir til að mæta brýnum rekstrarvanda háskólanna því ráðgerð aukning fyrstu árin er að miklu leyti vegna byggingar Húss íslenskra fræða, auk framlags til Lánasjóðs íslenskra námsmanna og uppbyggingar nýs fagháskólastigs. Háskólarnir þurfa því enn að bíða, nú til ársins 2019 eftir löngu tímabærri innspýtingu vegna kennslu og rannsókna sem þó er mjög hógvær eftir langvarandi niðurskurð. Háskólaráð Háskóla Íslands samþykkti einróma 6. apríl sl. ályktun þar sem lýst var miklum vonbrigðum með fjármálaáætlunina. Í hverju felast vonbrigðin og hverjar eru afleiðingar óbreyttrar fjármálaáætlunar? Stjórnvöld hafa ítrekað sett fram áform og gefið fyrirheit um að fjármögnun háskóla á Íslandi verði í takt við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Í aðdraganda alþingiskosninga sl. haust ríkti pólitísk samstaða meðal núverandi stjórnarflokka um að opinber framlög á hvern háskólanema skyldu ná meðaltali OECD-ríkjanna á kjörtímabilinu. Þá er í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá janúar sl. lögð rík áhersla á að treysta samkeppnishæfni Íslands og þróa hér þekkingarsamfélag með því að styðja háskólana í að halda uppi gæðum og standast alþjóðlega samkeppni, m.a. með endurskoðun á reiknilíkönum sem notuð eru til að meta fjárþörf menntakerfisins.Ekki að sjá að efna eigi fyrirheitin Í áætlun stjórnvalda er ekki að sjá að efna eigi þessi fyrirheit. Þvert á móti virðist lagt upp með að nálgast markmið um sambærilega fjármögnun og í nágrannalöndum okkar með því að fækka verulega háskólanemum á Íslandi. Samanburðurinn við fjármögnun háskóla í nágrannalöndum okkar er ekki stærðfræðiæfing. Hann er raunverulegur mælikvarði á getu háskólanna til að sinna mikilvægu hlutverki sínu. Fækkun háskólanema til að auka hlutfallslegt framlag á hvern þeirra hefði neikvæð áhrif á menntunarstig þjóðarinnar og myndi draga úr samkeppnishæfni hennar og getu til að tryggja komandi kynslóðum fjölbreytt atvinnulíf og blómlegt samfélag. Á sama tíma liggur fyrir að brýnt er að fjölga verulega háskólamenntuðu starfsfólki víða í atvinnulífinu, s.s. í heilbrigðisgreinum, menntakerfinu og í tæknigreinum. Verði ekki að gert blasir við alvarlegur skortur á sérhæfðu starfsfólki víða í þjóðfélaginu. Þá myndi áframhaldandi fjársvelti Háskóla Íslands og fækkun nemenda draga úr námsframboði og nauðsynlegri þróun kennsluhátta, auk þess sem ekki yrði unnt að ráðast í bráðnauðsynlega uppbyggingu innviða rannsókna og nýsköpunar sem létu verulega á sjá í hruninu. Nái fjármálaáætlunin óbreytt fram að ganga getur Háskóli Íslands og þar með íslenska þjóðin misst sterka alþjóðlega stöðu sína. Hér er ekki aðeins orðspor í húfi heldur möguleikar okkar til alþjóðlegs samstarfs og miðlunar nýjustu þekkingar á milli landa. Það þarf langan tíma, metnað og skýra sýn til að byggja upp sterkan rannsóknaháskóla sem þjónar öllu samfélaginu en það tekur aðeins skamman tíma að tefla því uppbyggingarstarfi í voða. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í framtíðinni. Í áætlun stjórnvalda er lögð áhersla á aðhaldssemi og langtímahugsun og er það vel. Opinberum fjármunum í þágu samfélagsins og innviða þess til lengri tíma verður varla betur varið en með fjárfestingu í öflugum háskóla sem er samkeppnisfær á alþjóðlegum vettvangi. Hækkunin til háskólastigsins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er hins vegar of lítil og kemur of seint. Það þarf að spýta í strax. [1] https://ri-links2ua.eu/object/document/326
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun