Stuðningsmenn Dortmund sýndu Mónakó-fólkinu mikinn höfðingsskap Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2017 08:30 Stuðningsmenn liðanna á Westfalenstadion í gærkvöldi. Vísir/Samsett/Getty Ekkert varð að leik Borussia Dortmund og Mónakó í Meistaradeildinni í gærkvöldi eftir að sprengjur sprungu við rútu Borussia Dortmund á leiðinni í leikinn. Leiknum var frestað um sólarhring en það voru ekki bara slæmar fréttir frá Þýskalandi í gær. Áhorfendurnir voru nær allir komnir á Westfalenstadion þegar fréttist af sprengjunni þar sem einn leikmaður Dortmund, Marc Bartra, slasaðist á hendi. Stuðningsmenn beggja lið héldu ró sinni á leikvanginum á meðan beðið var eftir hvort yrði af leiknum. Stuðningsmenn Borussia Dortmund og stuðningsmenn Mónakó sýndu allir mikinn klassa í þessum aðstæðum. Stuðningsmenn Mónakó fá mikið hrós fyrir að syngja „Áfram Dortmund“ félaginu til stuðnings þegar þeir fréttu af því að liðsrúta Dortmund hafi orðið fyrir árás og það kunnu heimamenn að meta. Leiknum var frestað þangað til 16.45 í dag en það þýddi að þeir stuðningsmenn Mónakó sem höfðu ferðast frá suðurströnd Frakklands til Dortmund höfðu flestir í engin hús að venda. Allir sem áttu miða á leikinn í gær fá miða á leikinn í kvöld. Stuðningsmenn Borussia Dortmund gátu sett sig í spor kollega sinna og hófu strax herferð á samfélagsmiðlum um að redda stuðningsmönnum Mónakó næturgistingu. BBC fjallaði um þetta höfðinglega framtak Þjóðverjanna og birti meðal annars skemmtilega mynd þar sem stuðningsmenn Dortmund og stuðningsmenn Mónakó voru að borða saman heima hjá stuðningsmanni Dortmund. Það má sjá myndband frá BBC hér fyrir neðan.What a fantastic gesture from the Dortmund fans ??https://t.co/YCaH9ncrpk pic.twitter.com/D59YZg02vv— BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2017 Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Leik Dortmund og Monaco frestað vegna sprengjuárásar Meistaradeildarslagur Dortmund og Monaco fer ekki fram eftir að sprengja slasaði leikmann þýska liðsins. 11. apríl 2017 18:30 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Ekkert varð að leik Borussia Dortmund og Mónakó í Meistaradeildinni í gærkvöldi eftir að sprengjur sprungu við rútu Borussia Dortmund á leiðinni í leikinn. Leiknum var frestað um sólarhring en það voru ekki bara slæmar fréttir frá Þýskalandi í gær. Áhorfendurnir voru nær allir komnir á Westfalenstadion þegar fréttist af sprengjunni þar sem einn leikmaður Dortmund, Marc Bartra, slasaðist á hendi. Stuðningsmenn beggja lið héldu ró sinni á leikvanginum á meðan beðið var eftir hvort yrði af leiknum. Stuðningsmenn Borussia Dortmund og stuðningsmenn Mónakó sýndu allir mikinn klassa í þessum aðstæðum. Stuðningsmenn Mónakó fá mikið hrós fyrir að syngja „Áfram Dortmund“ félaginu til stuðnings þegar þeir fréttu af því að liðsrúta Dortmund hafi orðið fyrir árás og það kunnu heimamenn að meta. Leiknum var frestað þangað til 16.45 í dag en það þýddi að þeir stuðningsmenn Mónakó sem höfðu ferðast frá suðurströnd Frakklands til Dortmund höfðu flestir í engin hús að venda. Allir sem áttu miða á leikinn í gær fá miða á leikinn í kvöld. Stuðningsmenn Borussia Dortmund gátu sett sig í spor kollega sinna og hófu strax herferð á samfélagsmiðlum um að redda stuðningsmönnum Mónakó næturgistingu. BBC fjallaði um þetta höfðinglega framtak Þjóðverjanna og birti meðal annars skemmtilega mynd þar sem stuðningsmenn Dortmund og stuðningsmenn Mónakó voru að borða saman heima hjá stuðningsmanni Dortmund. Það má sjá myndband frá BBC hér fyrir neðan.What a fantastic gesture from the Dortmund fans ??https://t.co/YCaH9ncrpk pic.twitter.com/D59YZg02vv— BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2017
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Leik Dortmund og Monaco frestað vegna sprengjuárásar Meistaradeildarslagur Dortmund og Monaco fer ekki fram eftir að sprengja slasaði leikmann þýska liðsins. 11. apríl 2017 18:30 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Leik Dortmund og Monaco frestað vegna sprengjuárásar Meistaradeildarslagur Dortmund og Monaco fer ekki fram eftir að sprengja slasaði leikmann þýska liðsins. 11. apríl 2017 18:30