Ronaldo örlagavaldurinn í München | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2017 20:30 Cristiano Ronaldo reyndist örlagavaldurinn í fyrri leik Bayern München og Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í 1-2 sigri og fiskaði auk þess Javi Martínez af velli. Arturo Vidal kom Bayern yfir á 25. mínútu þegar hann skallaði boltann í markið eftir hornspyrnu frá Thiago. Vidal fékk svo upplagt tækifæri til að skora sitt annað mark í uppbótartíma. Nicola Rizzoli færði þá heimamönnum vítaspyrnu á silfurfati en Vidal þrumaði yfir úr henni. Staðan var 1-0 í hálfleik en eftir aðeins mínútu leik í seinni hálfleik jafnaði Ronaldo metin með skoti á lofti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Danis Carvajal. Á 61. mínútu fékk Martínez að líta sitt annað gula spjald á þremur mínútum fyrir brot á Ronaldo. Eftir rauða spjaldið fór allur kraftur úr Bayern-liðinu á meðan Real Madrid hélt áfram að sækja. Manuel Neuer, markvörður Bayern, sá hins vegar til þess að staðan var jöfn með frábærum markvörslum. Á 77. mínútu átti Marco Asensio sendingu inn á vítateiginn, á Ronaldo sem skoraði með sólanum. Boltinn lak undir Neuer sem var loksins sigraður. Þetta var hundraðasta mark Ronaldos í Meistaradeild Evrópu á ferlinum. Fleiri urðu mörkin ekki og Real Madrid vann 1-2 sigur. Seinni leikurinn fer fram í Madríd á þriðjudaginn í næstu viku. Leiknum var lýst í beinni textalýsingu. Hana má lesa hér að neðan.20:39: Rizzoli flautar leikinn í München af. Real Madrid fer með 1-2 sigur í seinni leikinn.20:32: Búið að flauta til leiksloka í Madríd. 1-0 sigur Atlético Madrid.20:21: Ronaldo!!! Skorar sitt hundraðasta mark í Evrópukeppnum og kemur Real Madrid yfir. Asensio með flottan bolta inn á teiginn á Ronaldo sem skorar með sólanum. Neuer missti boltann undir sig. Þetta mark lá í loftinu, það er ekki hægt að segja annað.20:19: Neuer heldur áfram að verja, nú frá Ronaldo. Hann er eini leikmaður Bayern sem virðist ekki hafa áhuga á að fá á sig mark.20:17: Benzema í dauðafæri en Neuer ver! Þriðja góða varslan hans og sú önnur frá Benzema.20:05: Rautt! Martínez fær sitt annað gula spjald á þremur mínútum og fýkur af velli. Vatn á myllu Real Madrid.20:00: Modric þrumar boltanum fyrir, beint á kollinn á Bale sem á fastan skalla sem Neuer ver í horn. Gestirnir hafa byrjað seinni hálfleikinn miklu betur.19:51: Ronaldo!!! Portúgalinn jafnar metin með skoti á lofti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Carvajal! Mark númer 97 í Meistaradeildinni hjá Ronaldo. Hann er alls búinn að skora 99 mörk í Evrópukeppnum á ferlinum og vantar aðeins eitt mark til að verða sá fyrsti til að skora 100 mörk í Evrópukeppnum. Það gerist fyrr en síðar.19:50: Seinni hálfleikurinn í München er hafinn. Engar breytingar á liðunum.19:45: Það er búið að flauta til leiks í Madríd. Bíðum enn eftir að Rizzoli flauti á í München.19:31: Vidal þrumar yfir úr vítaspyrnu! Réttlætinu fullnægt því þetta var ekkert víti. Ribéry skaut í brjóstkassann á Carvajal og Nicola Rizzoli benti á punktinn. Galinn dómur.19:27: Ronaldo minnir á sig og á skot sem Neuer ver í horn. Í kjölfarið á því á Kroos svo skot framhjá.19:25: Vidal svo nálægt því að skora sitt annað mark! Skallar framhjá eftir sendingu Robbens frá hægri.19:22: Koke með skot framhjá marki Leicester. Skaut úr kyrrstöðu. Þessi frábæri leikmaður hefur verið öflugur hér í byrjun leiks og átt tvær góðar tilraunir.19:21: Casemiro, miðjumaður Real Madrid, liggur á vellinum og virðist þjáður. Það væri slæmt fyrir Madrídinga að missa hann af velli.19:13: Griezmann skorar fyrsta mark í Madríd úr vítaspyrnu!!! Frakkinn fiskaði vítið sjálfur en dómurinn var líklega ekki réttur því Albrighton virtist brjóta á Griezmann utan vítateigs.19:10: Vidal kemur Bayern yfir gegn Evrópumeisturunum!!! Skallar boltann í netið eftir hornspyrnu frá Thiago.19:03: Benzema með skalla sem Neuer ver í samskeytin. Hættulegasta færi leiksins í München hingað til.18:50: Koke með þrumuskot í stöng Leicester-marksins. Þarna sluppu Englandsmeistararnir vel.18:45: Það er búið að flauta til leiks í München og Madríd. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Sjá meira
Cristiano Ronaldo reyndist örlagavaldurinn í fyrri leik Bayern München og Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í 1-2 sigri og fiskaði auk þess Javi Martínez af velli. Arturo Vidal kom Bayern yfir á 25. mínútu þegar hann skallaði boltann í markið eftir hornspyrnu frá Thiago. Vidal fékk svo upplagt tækifæri til að skora sitt annað mark í uppbótartíma. Nicola Rizzoli færði þá heimamönnum vítaspyrnu á silfurfati en Vidal þrumaði yfir úr henni. Staðan var 1-0 í hálfleik en eftir aðeins mínútu leik í seinni hálfleik jafnaði Ronaldo metin með skoti á lofti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Danis Carvajal. Á 61. mínútu fékk Martínez að líta sitt annað gula spjald á þremur mínútum fyrir brot á Ronaldo. Eftir rauða spjaldið fór allur kraftur úr Bayern-liðinu á meðan Real Madrid hélt áfram að sækja. Manuel Neuer, markvörður Bayern, sá hins vegar til þess að staðan var jöfn með frábærum markvörslum. Á 77. mínútu átti Marco Asensio sendingu inn á vítateiginn, á Ronaldo sem skoraði með sólanum. Boltinn lak undir Neuer sem var loksins sigraður. Þetta var hundraðasta mark Ronaldos í Meistaradeild Evrópu á ferlinum. Fleiri urðu mörkin ekki og Real Madrid vann 1-2 sigur. Seinni leikurinn fer fram í Madríd á þriðjudaginn í næstu viku. Leiknum var lýst í beinni textalýsingu. Hana má lesa hér að neðan.20:39: Rizzoli flautar leikinn í München af. Real Madrid fer með 1-2 sigur í seinni leikinn.20:32: Búið að flauta til leiksloka í Madríd. 1-0 sigur Atlético Madrid.20:21: Ronaldo!!! Skorar sitt hundraðasta mark í Evrópukeppnum og kemur Real Madrid yfir. Asensio með flottan bolta inn á teiginn á Ronaldo sem skorar með sólanum. Neuer missti boltann undir sig. Þetta mark lá í loftinu, það er ekki hægt að segja annað.20:19: Neuer heldur áfram að verja, nú frá Ronaldo. Hann er eini leikmaður Bayern sem virðist ekki hafa áhuga á að fá á sig mark.20:17: Benzema í dauðafæri en Neuer ver! Þriðja góða varslan hans og sú önnur frá Benzema.20:05: Rautt! Martínez fær sitt annað gula spjald á þremur mínútum og fýkur af velli. Vatn á myllu Real Madrid.20:00: Modric þrumar boltanum fyrir, beint á kollinn á Bale sem á fastan skalla sem Neuer ver í horn. Gestirnir hafa byrjað seinni hálfleikinn miklu betur.19:51: Ronaldo!!! Portúgalinn jafnar metin með skoti á lofti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Carvajal! Mark númer 97 í Meistaradeildinni hjá Ronaldo. Hann er alls búinn að skora 99 mörk í Evrópukeppnum á ferlinum og vantar aðeins eitt mark til að verða sá fyrsti til að skora 100 mörk í Evrópukeppnum. Það gerist fyrr en síðar.19:50: Seinni hálfleikurinn í München er hafinn. Engar breytingar á liðunum.19:45: Það er búið að flauta til leiks í Madríd. Bíðum enn eftir að Rizzoli flauti á í München.19:31: Vidal þrumar yfir úr vítaspyrnu! Réttlætinu fullnægt því þetta var ekkert víti. Ribéry skaut í brjóstkassann á Carvajal og Nicola Rizzoli benti á punktinn. Galinn dómur.19:27: Ronaldo minnir á sig og á skot sem Neuer ver í horn. Í kjölfarið á því á Kroos svo skot framhjá.19:25: Vidal svo nálægt því að skora sitt annað mark! Skallar framhjá eftir sendingu Robbens frá hægri.19:22: Koke með skot framhjá marki Leicester. Skaut úr kyrrstöðu. Þessi frábæri leikmaður hefur verið öflugur hér í byrjun leiks og átt tvær góðar tilraunir.19:21: Casemiro, miðjumaður Real Madrid, liggur á vellinum og virðist þjáður. Það væri slæmt fyrir Madrídinga að missa hann af velli.19:13: Griezmann skorar fyrsta mark í Madríd úr vítaspyrnu!!! Frakkinn fiskaði vítið sjálfur en dómurinn var líklega ekki réttur því Albrighton virtist brjóta á Griezmann utan vítateigs.19:10: Vidal kemur Bayern yfir gegn Evrópumeisturunum!!! Skallar boltann í netið eftir hornspyrnu frá Thiago.19:03: Benzema með skalla sem Neuer ver í samskeytin. Hættulegasta færi leiksins í München hingað til.18:50: Koke með þrumuskot í stöng Leicester-marksins. Þarna sluppu Englandsmeistararnir vel.18:45: Það er búið að flauta til leiks í München og Madríd.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Sjá meira