Skuldsetja sig vegna ferminga Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 12. apríl 2017 21:30 Dæmi eru um að efnalitlir foreldrar neyðist til að skuldsetja sig til að geta haldið fermingarveislur fyrir börn sín. Talskonur tveggja hjálparsamtaka segja að margir leiti til þeirra með allt að árs fyrirvara til að fá hjálp við að fjármagna fermingarnar. Tími ferminga stendur nú sem hæst en það er ekki á allra færi að halda fermingarveislu enda getur kostnaður við slíkt numið mörg hundruð þúsund krónum. Síðustu ár hafa um fimmtíu fjölskyldur fermingarbarna leitað til Mæðrastyrksnefndar eftir margvíslegri aðstoð. „Það koma hérna ein ung kona í morgun, þau eru sjö í heimili og hún ætlaði bara að láta stelpuna sína vera í gömlum kjól, var búin að leigja sal sem kostaði 20 þúsund og ætlaði svo að gera allt sjálf.“Er fólk áhyggjufullt yfir þessu þegar það leitar til ykkar? „Já, sumir eru það mjög og eru farnir að spyrja fyrir næsta ár af því þeir eru með kvíðahnút í maganum yfir fermingunni á næsta ári, það eru dæmi um það.“ Hjálparstofnun Kirkjunnar leiðbeinir og styrkir fjölskyldur fermingarbarna árlega. „Fólk er til dæmis farið að koma núna sem er að fara að ferma á næsta ári með mjög miklar áhyggjur og hvernig það á að geta bara klofið þetta að fara að ferma. Svo er eitt að halda veisluna og þú reynir að gera það en þá áttu kannski ekki fyrir fermingargjöfinni. Það er hinn helmingurinn af þessu, að geta þá ekki gefið barninu þínu fermingargjöf og gefið þá fermingargjöf eins og allir aðrir eru að gera. Því ekki viltu gera daginn minna hátíðlegan eða eftirminnilegri fyrir þitt barn heldur en önnur börn sem barnið þitt er að bera sig saman við,“ segir Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Einhverjir ákveði því að taka lán, til að eiga fyrir veislu, gjöf og öðru tilheyrandi. „Svo eru þeir sem eiga ekki rétt á því að fá bankalán, ekki með Visa-kort og annað slíkt og þá eru það smálánin þannig að fólk er að skuldsetja sig til að halda fermingarveislur og til að kaupa fermingargjafir.“ Í samtali við Vísi segir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálp að samtökin hafi fengið eina milljón króna í styrk frá tilteknu fyrirtæki til þess að geta aðstoðað efnaminni fjölskyldur við að halda fermingar. Peningurinn hafi komið að góðum notum en alls hafi fimmtán fjölskyldur fengið styrk frá Fjölskylduhjálp vegna ferminga. Fermingar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Dæmi eru um að efnalitlir foreldrar neyðist til að skuldsetja sig til að geta haldið fermingarveislur fyrir börn sín. Talskonur tveggja hjálparsamtaka segja að margir leiti til þeirra með allt að árs fyrirvara til að fá hjálp við að fjármagna fermingarnar. Tími ferminga stendur nú sem hæst en það er ekki á allra færi að halda fermingarveislu enda getur kostnaður við slíkt numið mörg hundruð þúsund krónum. Síðustu ár hafa um fimmtíu fjölskyldur fermingarbarna leitað til Mæðrastyrksnefndar eftir margvíslegri aðstoð. „Það koma hérna ein ung kona í morgun, þau eru sjö í heimili og hún ætlaði bara að láta stelpuna sína vera í gömlum kjól, var búin að leigja sal sem kostaði 20 þúsund og ætlaði svo að gera allt sjálf.“Er fólk áhyggjufullt yfir þessu þegar það leitar til ykkar? „Já, sumir eru það mjög og eru farnir að spyrja fyrir næsta ár af því þeir eru með kvíðahnút í maganum yfir fermingunni á næsta ári, það eru dæmi um það.“ Hjálparstofnun Kirkjunnar leiðbeinir og styrkir fjölskyldur fermingarbarna árlega. „Fólk er til dæmis farið að koma núna sem er að fara að ferma á næsta ári með mjög miklar áhyggjur og hvernig það á að geta bara klofið þetta að fara að ferma. Svo er eitt að halda veisluna og þú reynir að gera það en þá áttu kannski ekki fyrir fermingargjöfinni. Það er hinn helmingurinn af þessu, að geta þá ekki gefið barninu þínu fermingargjöf og gefið þá fermingargjöf eins og allir aðrir eru að gera. Því ekki viltu gera daginn minna hátíðlegan eða eftirminnilegri fyrir þitt barn heldur en önnur börn sem barnið þitt er að bera sig saman við,“ segir Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Einhverjir ákveði því að taka lán, til að eiga fyrir veislu, gjöf og öðru tilheyrandi. „Svo eru þeir sem eiga ekki rétt á því að fá bankalán, ekki með Visa-kort og annað slíkt og þá eru það smálánin þannig að fólk er að skuldsetja sig til að halda fermingarveislur og til að kaupa fermingargjafir.“ Í samtali við Vísi segir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálp að samtökin hafi fengið eina milljón króna í styrk frá tilteknu fyrirtæki til þess að geta aðstoðað efnaminni fjölskyldur við að halda fermingar. Peningurinn hafi komið að góðum notum en alls hafi fimmtán fjölskyldur fengið styrk frá Fjölskylduhjálp vegna ferminga.
Fermingar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira