Í úttektinni talar Anton um að Ísland hafi lengi verið eftirá hvað varðar sneaker tísku miðað við önnur norðurlönd. Það hafi þó breyst með komu nýrra verslana og aukinnar nálægðar Íslands við heiminn.
Einnig er fjallað um þróun götutísku á Íslandi. Lengi vel voru vintage föt vinsælust hjá ungu fólki á Íslandi en nú sé fólk sífellt meira að klæðast merkjum, þá sérstaklega skandinavískum merkjum á borð við Wood Wood, Han Kjobenhavn og Won Hundred.
Hægt er að lesa þessa skemmtilegu umfjöllun í heild sinni hér.
