Lærisveinar Mourinhos fara með útivallarmark í seinni leikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2017 20:45 Mkhitaryan kemur United yfir. vísir/getty Anderlecht og Manchester United skildu jöfn, 1-1, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. United var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var nálægt því að komast yfir á 19. mínútu þegar Jesse Lingard skaut í stöngina. United náði forystunni á 36. mínútu. Henrikh Mkhitaryan tók þá frákast og skoraði eftir að Ruben, markvörður Anderlecht, varði frá Marcus Rashford. Staðan var 0-1 í hálfleik. Leikmenn Anderlecht voru ákveðnari eftir hlé en ógnuðu ekki mikið. Á 83. mínútu fékk Paul Pogba dauðafæri en Ruben varði frá honum. Það átti eftir að reynast dýrt því Leander Dendoncker jafnaði metin þremur mínútum síðar með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Ivans Obradovic. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-1. Seinni leikurinn fer fram á Old Trafford eftir viku. Hér að neðan má lesa beina textalýsingu frá leiknum.Leik lokið: Ágætis úrslit fyrir United.86. mín: MARK!!! Dendocker jafnar metin með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Obradovic! Fyrsta skot Anderlecht á markið í leiknum.83. mín: Pogba í dauðafæri en Ruben ver! Í kjölfarið fær United horn og Fellaini á skot beint á Ruben.81. mín: Fellaini með skot beint á Ruben.75. mín: Fellaini kemur inn fyrir Rashford sem var mjög góður í fyrri hálfleik. Það er baulað á Fellaini, enda fyrrum leikmaður Standard Liege.63. mín: Martial kemur inn á fyrir Lingard. Fyrsta skipting United í leiknum.55. mín: Mkhitaryan með skot rétt framhjá eftir fyrirgjöf Darmians.50. mín: Valencia bjargar í tvígang eftir harða sókn Anderlecht.Seinni hálfleikur hafinn: Hvernig mæta heimamenn til leiks í seinni hálfleiknum?Fyrri hálfleik lokið: Brych flautar til hálfleiks. United hefur verið mun sterkari aðilinn og forystan er verðskulduð.36. mín: MARK!!! United er komið yfir! Valencia með fyrirgjöf á Rashford sem á fínt skot sem Ruben ver. Mkhitaryan tekur hins vegar frákastið og skorar sitt níunda mark á tímabilinu.29. mín: Mkhitaryan setur Lingard í gegn en Mbodji bjargar með frábærri tæklingu.17. mín: United hársbreidd frá því að komast yfir! Rashford með sendingu inn á teiginn, Zlatan á skot sem Ruben ver en Lingard fylgir á eftir og skýtur boltanum í stöngina.14. mín: Þetta fer nokkuð rólega af stað. Engin teljandi færi litið dagsins ljós.Leikur hafinn: Þýski dómarinn Felix Brych flautar til leiks!Fyrir leik: United sló Saint-Étienne út í 32-liða úrslitum og Rostov í 16-liða úrslitunum. Anderlecht er búið að slá Zenit og APOEL úr leik.Fyrir leik: José Mourinho, knattspyrnustjóri United, gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá 0-3 sigrinum á Sunderland á sunnudaginn. Antonio Valencia, Marcus Rashford og Michael Carrick koma inn fyrir Ander Herrera, Luke Shaw og Maraoune Fellaini.Fyrir leik:Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá leik Anderlecht og Manchester United í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Sjá meira
Anderlecht og Manchester United skildu jöfn, 1-1, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. United var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var nálægt því að komast yfir á 19. mínútu þegar Jesse Lingard skaut í stöngina. United náði forystunni á 36. mínútu. Henrikh Mkhitaryan tók þá frákast og skoraði eftir að Ruben, markvörður Anderlecht, varði frá Marcus Rashford. Staðan var 0-1 í hálfleik. Leikmenn Anderlecht voru ákveðnari eftir hlé en ógnuðu ekki mikið. Á 83. mínútu fékk Paul Pogba dauðafæri en Ruben varði frá honum. Það átti eftir að reynast dýrt því Leander Dendoncker jafnaði metin þremur mínútum síðar með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Ivans Obradovic. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-1. Seinni leikurinn fer fram á Old Trafford eftir viku. Hér að neðan má lesa beina textalýsingu frá leiknum.Leik lokið: Ágætis úrslit fyrir United.86. mín: MARK!!! Dendocker jafnar metin með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Obradovic! Fyrsta skot Anderlecht á markið í leiknum.83. mín: Pogba í dauðafæri en Ruben ver! Í kjölfarið fær United horn og Fellaini á skot beint á Ruben.81. mín: Fellaini með skot beint á Ruben.75. mín: Fellaini kemur inn fyrir Rashford sem var mjög góður í fyrri hálfleik. Það er baulað á Fellaini, enda fyrrum leikmaður Standard Liege.63. mín: Martial kemur inn á fyrir Lingard. Fyrsta skipting United í leiknum.55. mín: Mkhitaryan með skot rétt framhjá eftir fyrirgjöf Darmians.50. mín: Valencia bjargar í tvígang eftir harða sókn Anderlecht.Seinni hálfleikur hafinn: Hvernig mæta heimamenn til leiks í seinni hálfleiknum?Fyrri hálfleik lokið: Brych flautar til hálfleiks. United hefur verið mun sterkari aðilinn og forystan er verðskulduð.36. mín: MARK!!! United er komið yfir! Valencia með fyrirgjöf á Rashford sem á fínt skot sem Ruben ver. Mkhitaryan tekur hins vegar frákastið og skorar sitt níunda mark á tímabilinu.29. mín: Mkhitaryan setur Lingard í gegn en Mbodji bjargar með frábærri tæklingu.17. mín: United hársbreidd frá því að komast yfir! Rashford með sendingu inn á teiginn, Zlatan á skot sem Ruben ver en Lingard fylgir á eftir og skýtur boltanum í stöngina.14. mín: Þetta fer nokkuð rólega af stað. Engin teljandi færi litið dagsins ljós.Leikur hafinn: Þýski dómarinn Felix Brych flautar til leiks!Fyrir leik: United sló Saint-Étienne út í 32-liða úrslitum og Rostov í 16-liða úrslitunum. Anderlecht er búið að slá Zenit og APOEL úr leik.Fyrir leik: José Mourinho, knattspyrnustjóri United, gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá 0-3 sigrinum á Sunderland á sunnudaginn. Antonio Valencia, Marcus Rashford og Michael Carrick koma inn fyrir Ander Herrera, Luke Shaw og Maraoune Fellaini.Fyrir leik:Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá leik Anderlecht og Manchester United í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó