Hallbera Gísladóttir lagði upp eina mark leiksins þegar Djurgården bar sigurorð af Piteå í 1. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.
Þetta var fyrsti deildarleikur Hallberu með Djurgården og það er óhætt að segja að hún fari vel af stað með liðinu.
Hallbera lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar og Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð í marki Djurgården og hélt því hreinu.
Sif Atladóttir lék allan leikinn í vörn Kristianstad sem tapaði 0-1 fyrir Vittsjö á heimavelli. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad eins og síðustu ár.
