Björn Bergmann fór á kostum og Aron Elís valinn maður leiksins 17. apríl 2017 17:56 Björn Bergmann fór á kostum Björn Bergmann Sigurðarson opnaði markareikninginn fyrir Molde í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið vann afar sannfærandi sigur á sterku liði Vålerenga, 4-0, á heimavelli. Björn Bergmann fór á kostum í leiknum en hann byrjaði á því að leggja upp fyrsta markið fyrir Sander Svendsen á sjöundu mínútu leiksins. Fjórum mínútum síðar skoraði hann svo sjálfur eftir frábæran einleik en markið var tekið af honum og skráð sem sjálfsmark. Molde var 3-0 yfir í hálfleik því Sander Svendsen í raun gekk frá leiknum með öðru marki sínu á 28. mínútu. Skagamaðurinn Björn Bergmann var greinilega kominn með leið á því að eiga eftir að skora á tímabilinu þannig hann setti fyrsta mark sitt í deildinni og þriðja mark Molde á fyrstu mínútu seinni hálfleiks með góðu skoti úr teignum, 3-0. Molde komst því aftur á sigurbraut eftir tap á móti meisturum Rosenborg í síðustu umferð en liðið er búið að vinna þrjá leiki af fjórum og er í öðru sæti með níu stig. Björn Bergmann er búinn að skora eitt í deildinni og leggja upp tvö. Óttar Magnús Karlsson kom inn á sem varamaður á 64. mínútu.Sparebanken Møre's bestemannspris går i dag til Aron Thrandarson! #aafk #sammenforsunnmøre pic.twitter.com/SCaGACCzfx— AaFK - Aalesunds FK (@AalesundsFK) April 17, 2017 Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson voru báðir í byrjunarliði Álasunds sem vann sinn fyrsta sigur í deildinni á tímabilinu þegar það lagði Lilleström á heimavelli, 3-1. Adam Örn Arnarson var á bekknum. Daníel Leó spilaði sem miðvörður í dag og þakkaði traustið með marki með skalla eftir hornspyrnu á fimmtu mínútu. Daníel hefur verið notaður bæði sem bakvörður og miðjumaður í byrjun leiktíðar. Aron Elís Þrándarson hefur farið hægt af stað á tímabilinu en hann var frábær í dag. Víkingurinn lagði átti gott skot sem sleikti utanverða stöngina í fyrri hálfleik og lagði upp dauðafæri fyrir félaga sinn sem brenndi af á marklínu. Aron lagði svo upp annað mark Álasunds með frábærri sendingu yfir vörnina á 45. mínútu. Heimamenn komust í 3-0 eftir þrjár mínútur í seinni hálfleik og unnu sinn fyrsta sigur. Þeir eru nú í tíunda sæti með fjögur stig. Því miður fyrir Aron Elís virtist hann togna aftan í læri á 76. mínútu og þurfti að fara af velli. Hann var samt sem áður valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Álasunds. Ingvar Jónsson varði mark nýliða Sandefjord sem unnu annan sigur sinn á leiktíðinni. Ingvar hélt hreinu í 2-0 sigri á Kristiansund í nýliðaslag. Ingvar og félagar eru í áttunda sæti með sex stig. Viðar ari Jónsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Brann og Kristinn Jónsson er ekki kominn af stað hjá Sogndal vegna meiðsla. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson opnaði markareikninginn fyrir Molde í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið vann afar sannfærandi sigur á sterku liði Vålerenga, 4-0, á heimavelli. Björn Bergmann fór á kostum í leiknum en hann byrjaði á því að leggja upp fyrsta markið fyrir Sander Svendsen á sjöundu mínútu leiksins. Fjórum mínútum síðar skoraði hann svo sjálfur eftir frábæran einleik en markið var tekið af honum og skráð sem sjálfsmark. Molde var 3-0 yfir í hálfleik því Sander Svendsen í raun gekk frá leiknum með öðru marki sínu á 28. mínútu. Skagamaðurinn Björn Bergmann var greinilega kominn með leið á því að eiga eftir að skora á tímabilinu þannig hann setti fyrsta mark sitt í deildinni og þriðja mark Molde á fyrstu mínútu seinni hálfleiks með góðu skoti úr teignum, 3-0. Molde komst því aftur á sigurbraut eftir tap á móti meisturum Rosenborg í síðustu umferð en liðið er búið að vinna þrjá leiki af fjórum og er í öðru sæti með níu stig. Björn Bergmann er búinn að skora eitt í deildinni og leggja upp tvö. Óttar Magnús Karlsson kom inn á sem varamaður á 64. mínútu.Sparebanken Møre's bestemannspris går i dag til Aron Thrandarson! #aafk #sammenforsunnmøre pic.twitter.com/SCaGACCzfx— AaFK - Aalesunds FK (@AalesundsFK) April 17, 2017 Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson voru báðir í byrjunarliði Álasunds sem vann sinn fyrsta sigur í deildinni á tímabilinu þegar það lagði Lilleström á heimavelli, 3-1. Adam Örn Arnarson var á bekknum. Daníel Leó spilaði sem miðvörður í dag og þakkaði traustið með marki með skalla eftir hornspyrnu á fimmtu mínútu. Daníel hefur verið notaður bæði sem bakvörður og miðjumaður í byrjun leiktíðar. Aron Elís Þrándarson hefur farið hægt af stað á tímabilinu en hann var frábær í dag. Víkingurinn lagði átti gott skot sem sleikti utanverða stöngina í fyrri hálfleik og lagði upp dauðafæri fyrir félaga sinn sem brenndi af á marklínu. Aron lagði svo upp annað mark Álasunds með frábærri sendingu yfir vörnina á 45. mínútu. Heimamenn komust í 3-0 eftir þrjár mínútur í seinni hálfleik og unnu sinn fyrsta sigur. Þeir eru nú í tíunda sæti með fjögur stig. Því miður fyrir Aron Elís virtist hann togna aftan í læri á 76. mínútu og þurfti að fara af velli. Hann var samt sem áður valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Álasunds. Ingvar Jónsson varði mark nýliða Sandefjord sem unnu annan sigur sinn á leiktíðinni. Ingvar hélt hreinu í 2-0 sigri á Kristiansund í nýliðaslag. Ingvar og félagar eru í áttunda sæti með sex stig. Viðar ari Jónsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Brann og Kristinn Jónsson er ekki kominn af stað hjá Sogndal vegna meiðsla.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira