Kendall neitar að tala um Pepsi auglýsinguna Ritstjórn skrifar 18. apríl 2017 09:00 Kendall Jenner sér greinilega eftir að hafa leikið í Pepsi auglýsingunni. Mynd/Skjáskot Fyrir tveimur vikum kom út Pepsi auglýsing með Kendall Jenner í aðalhlutverki sem gerði allt vitlaust. Í kjölfarið hefur fyrirsætan lítið látið sjá sig á almennu færi þangað til um helgina þegar hún mætti á Coachella. Á þeim viðburðum sem hún lét sjá sig á var fjölmiðlafólki bannað að spurja hana út í Pepsi auglýsinguna frægu. Samkvæmt TMZ fengu fjölmiðlar mjög takmarkaðan aðgang að fyrirsætunni. Einnig er haft eftir fréttastofunni að ef einhver minntist á auglýsinguna mundi Kendall aldrei aftur tala við þann fjölmiðil. Það er greinilegt að Kendall vill gleyma þessu umdeilda verkefni sem fyrst en hún hefur ekkert tjáð sig um það frá því auglýsingin var tekin úr birtingu. Aðdáendur hennar hafa vonast til þess að hún mundi senda frá sér yfirlýsingu eða afsökunarbeiðni en ekkert slíkt hefur borist frá Kendall. Mest lesið "The kitchen is in a very disappointing mess“ Glamour „Þú missir ekki kílóin með því að skrolla niður Instagram“ Glamour Hliðarspeglatöskur og bílamottupils Glamour Lífgum upp á daginn í kjól Glamour Tók dóttur sína með á tískusýningu Glamour Hárpartý á Hard Rock Glamour Stórglæsilegar stjörnur á frumsýningu Star Wars Glamour Balmain x Beats By Dre er nýtt samstarf Glamour Amal og Kendall báðar í Versace á Cannes Glamour Stelum stílnum af Kendall Jenner Glamour
Fyrir tveimur vikum kom út Pepsi auglýsing með Kendall Jenner í aðalhlutverki sem gerði allt vitlaust. Í kjölfarið hefur fyrirsætan lítið látið sjá sig á almennu færi þangað til um helgina þegar hún mætti á Coachella. Á þeim viðburðum sem hún lét sjá sig á var fjölmiðlafólki bannað að spurja hana út í Pepsi auglýsinguna frægu. Samkvæmt TMZ fengu fjölmiðlar mjög takmarkaðan aðgang að fyrirsætunni. Einnig er haft eftir fréttastofunni að ef einhver minntist á auglýsinguna mundi Kendall aldrei aftur tala við þann fjölmiðil. Það er greinilegt að Kendall vill gleyma þessu umdeilda verkefni sem fyrst en hún hefur ekkert tjáð sig um það frá því auglýsingin var tekin úr birtingu. Aðdáendur hennar hafa vonast til þess að hún mundi senda frá sér yfirlýsingu eða afsökunarbeiðni en ekkert slíkt hefur borist frá Kendall.
Mest lesið "The kitchen is in a very disappointing mess“ Glamour „Þú missir ekki kílóin með því að skrolla niður Instagram“ Glamour Hliðarspeglatöskur og bílamottupils Glamour Lífgum upp á daginn í kjól Glamour Tók dóttur sína með á tískusýningu Glamour Hárpartý á Hard Rock Glamour Stórglæsilegar stjörnur á frumsýningu Star Wars Glamour Balmain x Beats By Dre er nýtt samstarf Glamour Amal og Kendall báðar í Versace á Cannes Glamour Stelum stílnum af Kendall Jenner Glamour