Valdís Þóra Jónsdóttir náði sér mun betur á strik á öðrum degi Terre Blanche mótsins í Frakklandi. Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni.
Valdís fann sig ekki í gær þar sem hún lék á sjö höggum yfir pari.
Það gekk öllu betur hjá Skagakonunni í dag. Hún lék 36 höggum, eða á pari vallarins.
Valdís Þóra fékk þrjá fugla, einn skolla og einn tvöfaldan skolla. Í gær fékk hún tvo fugla, sjö skolla og einn tvöfaldan skolla.
Þrátt fyrir betri spilamennsku í dag komst Valdís Þóra ekki í gegnum niðurskurðinn.
