Enginn Íslendingur var í sigurliði í þeim leikjum sem er lokið í 1. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag.
Aron Sigurðarson var í byrjunarliði Tromsö sem gerði 1-1 jafntefli við Brann á heimavelli.
Jakob Orlov kom Brann yfir í upphafi seinni hálfleiks en Simen Wangberg jafnaði metin á lokamínútunni og tryggði Tromsö stig.
Viðar Ari Jónsson var ekki í leikmannahópi Brann en hann fékk lengra frí eftir landsleikina í síðustu viku.
Aron Elís Þrándarson, Adam Örn Arnarson og Daníel Leó Grétarsson voru allir í byrjunarliði Aalesund sem tapaði 3-1 fyrir Stabæk á útivelli. Ohi Anthony Omoijuanfo skoraði öll þrjú mörk Stabæk í leiknum.
Aron Elís og Adam spiluðu allan leikinn en Daníel Leó var tekinn af velli í hálfleik.
Ingvar Jónsson stóð á milli stanganna hjá Sandefjord sem tapaði á grátlegan hátt fyrir Lilleström á útivelli, 2-1.
Flamur Kastrati kom nýliðum Sandefjord yfir á 22. mínútu og þannig var staðan fram á 87. mínútu þegar Michal Skoda jafnaði metin. Joachim Solberg Olsen skoraði svo sjálfsmark þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og Lilleström fékk því öll stigin þrjú.
Dramatískar lokamínútur hjá Íslendingaliðunum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Við bara brotnum“
Körfubolti


„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn