Guðni tekinn á beinið í viðtali við rússneskan blaðamann Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. apríl 2017 18:25 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Eyþór Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti á dögunum í viðtal til rússneska fréttamiðilsins RT, þar sem hann svaraði spurningum blaðakonunnar Oksana Boyko og má með sanni segja að hart hafi verið sótt að forsetanum. Umræddur miðill er í eigu rússneska ríkisins og var upprunalega stofnaður til þess að sýna ríkisstjórn Vladimír Pútín í jákvæðu ljósi en nú er jafnan talið að hlutverk miðilsins sé að afvegaleiða umræðuna og dreifa áróðri til stuðnings Rússlandi. Í viðtalinu má segja að Guðni hafi fengið spurningar sem ekki er algengt að þjóðhöfðingi Íslands þurfi að svara.Hvers vegna taka Íslendingar á móti svo fáum flóttamönnum? Hann var til að mynda spurður út í ástæður þess að Ísland, ólíkt hinum norðurlöndunum, tæki við svo fáum flóttamönnum, þrátt fyrir að líta á sig sem land samkenndar. Forsetinn svaraði henni því að Íslendingar tækju við mörgum flóttamönnum miðað við höfðatölu en að það væri stjórnvalda að marka stefnu í þeim málum. Þá gagnrýnir blaðakonan Guðna fyrir ummæli sín um loftárásir Rússa í Aleppo í Sýrlandi og að hann hafi ekki gagnrýnt loftárásir Bandaríkjamanna í Mosul með sama hætti. Hann bendir henni á að hann hafi ekki verið að gagnrýna með beinum hætti framferði Rússa.Eru Íslendingar ekki líkir Donald Trump? Guðni var þá spurður hvort að Íslendingar séu í raun og veru ekki skoðanasystkin Donald Trump, Bandaríkjaforseta, vegna þess að meirihluti fólks hér á landi sé á móti Evrópusambandinu. Íslendingar virðist styðja verndarstefnu í efnahagsmálum, rétt eins og Donald Trump. „Ég myndi ekki segja það, við erum til að mynda í svo mörgum bandalögum, þar með talið EES,“ segir Guðni.„Við vorum háð fiski og því fannst stjórnmálamönnum að við ættum að vera fyrir utan Evrópusambandið. Við munum sjá hvernig málin þróast og taka ákvarðanir út frá því.“Hvers vegna er Guðni svona vinsæll?Nú er Vladimír Pútín mjög vinsæll hér á landi en ekki nærrum því jafn vinsæll og þú, með 97% stuðning. Það er undarlegt því nú á tímum eru stjórnmálamenn yfirleitt óvinsælir. Þetta er hæfileiki sem margir kollegar þínir út í heimi vilja læra, hvað ert þú að gera sem þeir geta gert?„Ég er ekki að hugsa um það, ef ég geri það tapa ég sjónar á því sem ég vil gera. Ég vil gera þetta vel en ekki hugsa um hvernig ég get haldið áfram að vera vinsæll.“Fékk erfiða spurningu um ananas-málið Þá spurði blaðakonan Guðna jafnframt út í ummæli sín um ananas á pizzu, en eins og varð heimsfrægt, grínaðist forsetinn með það að ef hann gæti, myndi hann banna ananas á pizzur.Guðni bendir blaðakonunni þá á að um grín hafi verið að ræða. Blaðakonan er hins vegar ekki til að fallast á léttleika málsins og ýtir á forsetann um svör.Ég átta mig á því að þetta var grín en þetta er spurning sem er mjög mikilvæg spurning, sem verður að ræða.Margir hafa of mikil völd á einni hendi. Mikið af stríði og deilum er afleiðing þess. Hvernig heldur þú að þú getir breytt valdinu og að valdið geti breytt þér? „Ég vil vera einhver sem lætur Íslendinga átta sig og skilja hvað það er sem sameinar okkur sem þjóð. Ég vil vera víðsýnn. Við eigum sameiginlega sögu en heimurinn er að breytast. 10% eru innflytjendur. Harðduglegt fólk sem er að gera sitt fyrir samfélagið. Ég vil senda skilaboð til Íslendinga að þú getir verið Íslendingur þó forfeður þínir séu ekki héðan.“„Við erum sterk sameinuð en ekki sterk ef við leyfum okkur ekki að vera ósammála. Verðum að leyfa öllum að blómstra. Fólki sem fylgir lögunum, fólk sem skilur að frelsi þitt endar þar sem frelsi annars byrjar. Fólk sem vill vera löghlýðnir borgarar er velkomið og við ættum að vera saman. Allir ættu að mega að tjá sig, frelsi til ásta, frelsi fjölmiðla. Þannig er Ísland sterkara.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti á dögunum í viðtal til rússneska fréttamiðilsins RT, þar sem hann svaraði spurningum blaðakonunnar Oksana Boyko og má með sanni segja að hart hafi verið sótt að forsetanum. Umræddur miðill er í eigu rússneska ríkisins og var upprunalega stofnaður til þess að sýna ríkisstjórn Vladimír Pútín í jákvæðu ljósi en nú er jafnan talið að hlutverk miðilsins sé að afvegaleiða umræðuna og dreifa áróðri til stuðnings Rússlandi. Í viðtalinu má segja að Guðni hafi fengið spurningar sem ekki er algengt að þjóðhöfðingi Íslands þurfi að svara.Hvers vegna taka Íslendingar á móti svo fáum flóttamönnum? Hann var til að mynda spurður út í ástæður þess að Ísland, ólíkt hinum norðurlöndunum, tæki við svo fáum flóttamönnum, þrátt fyrir að líta á sig sem land samkenndar. Forsetinn svaraði henni því að Íslendingar tækju við mörgum flóttamönnum miðað við höfðatölu en að það væri stjórnvalda að marka stefnu í þeim málum. Þá gagnrýnir blaðakonan Guðna fyrir ummæli sín um loftárásir Rússa í Aleppo í Sýrlandi og að hann hafi ekki gagnrýnt loftárásir Bandaríkjamanna í Mosul með sama hætti. Hann bendir henni á að hann hafi ekki verið að gagnrýna með beinum hætti framferði Rússa.Eru Íslendingar ekki líkir Donald Trump? Guðni var þá spurður hvort að Íslendingar séu í raun og veru ekki skoðanasystkin Donald Trump, Bandaríkjaforseta, vegna þess að meirihluti fólks hér á landi sé á móti Evrópusambandinu. Íslendingar virðist styðja verndarstefnu í efnahagsmálum, rétt eins og Donald Trump. „Ég myndi ekki segja það, við erum til að mynda í svo mörgum bandalögum, þar með talið EES,“ segir Guðni.„Við vorum háð fiski og því fannst stjórnmálamönnum að við ættum að vera fyrir utan Evrópusambandið. Við munum sjá hvernig málin þróast og taka ákvarðanir út frá því.“Hvers vegna er Guðni svona vinsæll?Nú er Vladimír Pútín mjög vinsæll hér á landi en ekki nærrum því jafn vinsæll og þú, með 97% stuðning. Það er undarlegt því nú á tímum eru stjórnmálamenn yfirleitt óvinsælir. Þetta er hæfileiki sem margir kollegar þínir út í heimi vilja læra, hvað ert þú að gera sem þeir geta gert?„Ég er ekki að hugsa um það, ef ég geri það tapa ég sjónar á því sem ég vil gera. Ég vil gera þetta vel en ekki hugsa um hvernig ég get haldið áfram að vera vinsæll.“Fékk erfiða spurningu um ananas-málið Þá spurði blaðakonan Guðna jafnframt út í ummæli sín um ananas á pizzu, en eins og varð heimsfrægt, grínaðist forsetinn með það að ef hann gæti, myndi hann banna ananas á pizzur.Guðni bendir blaðakonunni þá á að um grín hafi verið að ræða. Blaðakonan er hins vegar ekki til að fallast á léttleika málsins og ýtir á forsetann um svör.Ég átta mig á því að þetta var grín en þetta er spurning sem er mjög mikilvæg spurning, sem verður að ræða.Margir hafa of mikil völd á einni hendi. Mikið af stríði og deilum er afleiðing þess. Hvernig heldur þú að þú getir breytt valdinu og að valdið geti breytt þér? „Ég vil vera einhver sem lætur Íslendinga átta sig og skilja hvað það er sem sameinar okkur sem þjóð. Ég vil vera víðsýnn. Við eigum sameiginlega sögu en heimurinn er að breytast. 10% eru innflytjendur. Harðduglegt fólk sem er að gera sitt fyrir samfélagið. Ég vil senda skilaboð til Íslendinga að þú getir verið Íslendingur þó forfeður þínir séu ekki héðan.“„Við erum sterk sameinuð en ekki sterk ef við leyfum okkur ekki að vera ósammála. Verðum að leyfa öllum að blómstra. Fólki sem fylgir lögunum, fólk sem skilur að frelsi þitt endar þar sem frelsi annars byrjar. Fólk sem vill vera löghlýðnir borgarar er velkomið og við ættum að vera saman. Allir ættu að mega að tjá sig, frelsi til ásta, frelsi fjölmiðla. Þannig er Ísland sterkara.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira