Ábending frá sjónvarpsáhorfanda réði úrslitum á fyrsta risamóti ársins | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2017 08:24 Lexi Thompson var í öngum sínum. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson var gráti næst eftir að hafa misst af sigrinum á ANA Inspiration, fyrsta risamóti ársins. Thompson var með forystu fyrir lokahringinn og á góðri leið með að tryggja sér sigur á mótinu. En svo varð ekki. Athugull sjónvarpsáhorfandi sendi inn ábendingu og sagði að Thompson hefði ekki stillt boltanum rétt upp áður en hún púttaði á 17. holu þriðja hringsins. Dómararnir fóru yfir málið og dæmdu fjögur vítishögg á Thompson í refsingu. Ótrúleg uppákoma en á þessum tímapunkti var Thompson með tveggja högga forystu á Suzann Pettersen frá Noregi. Við þetta missti Thompson forystuna en tókst að koma sér í bráðabana með því að ná fugli á 18. holu. Thompson lék hringina fjóra á alls 14 höggum undir pari, líkt og So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu. Sú síðarnefnda hafði svo betur í bráðabananum og tryggði sér sinn annan sigur á risamóti á ferlinum.Lexi Thompson was assessed a 4-shot penalty for an incorrect marking of a ball and signing an incorrect card yesterday at #ANAInspiration pic.twitter.com/6pNJ5haql9— Golf Channel (@GolfChannel) April 3, 2017 Golf Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson var gráti næst eftir að hafa misst af sigrinum á ANA Inspiration, fyrsta risamóti ársins. Thompson var með forystu fyrir lokahringinn og á góðri leið með að tryggja sér sigur á mótinu. En svo varð ekki. Athugull sjónvarpsáhorfandi sendi inn ábendingu og sagði að Thompson hefði ekki stillt boltanum rétt upp áður en hún púttaði á 17. holu þriðja hringsins. Dómararnir fóru yfir málið og dæmdu fjögur vítishögg á Thompson í refsingu. Ótrúleg uppákoma en á þessum tímapunkti var Thompson með tveggja högga forystu á Suzann Pettersen frá Noregi. Við þetta missti Thompson forystuna en tókst að koma sér í bráðabana með því að ná fugli á 18. holu. Thompson lék hringina fjóra á alls 14 höggum undir pari, líkt og So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu. Sú síðarnefnda hafði svo betur í bráðabananum og tryggði sér sinn annan sigur á risamóti á ferlinum.Lexi Thompson was assessed a 4-shot penalty for an incorrect marking of a ball and signing an incorrect card yesterday at #ANAInspiration pic.twitter.com/6pNJ5haql9— Golf Channel (@GolfChannel) April 3, 2017
Golf Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira