Bandaríski kylfingurinn Russell Henley tryggði sér sigur á Opna Shell Houston mótinu í gær með frábærri spilamennsku á lokahringnum.
Henley var fjórum höggum á eftir forystusauðnum Sung Kang frá Suður-Kóreu fyrir lokahringinn.
Þar lék hinn 27 ára gamli Henley frábærlega, á sjö höggum undir pari, og tryggði sér sinn þriðja sigur á PGA mótaröðinni.
Með sigrinum tryggði Henley sér einnig þátttökurétt á The Masters, fyrsta risamóti ársins sem fer fram um næstu helgi.
Henley lék á alls 20 höggum undir pari á Opna Shell Houston mótinu. Kang varð í 2. sæti á 17 höggum undir pari. Bandaríkjamennirnir Rickie Fowler og Luke List voru svo jafnir í 3. sætinu á 16 höggum undir pari.
