Ekki önnur rannsókn nema ný gögn finnist Snærós Sindradóttir skrifar 3. apríl 2017 13:00 Sigríður Á. Andersen Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ýmist efasemdir um að rannsókn eigi að fara fram á einkavæðingu Landsbankans, eða vilja ekki taka afstöðu til málsins fyrr en eftir að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur fjallað um málið. Þingmenn hinna stjórnarflokkanna tveggja eru aftur á móti afgerandi í þeirri afstöðu sinni að rannsaka beri sölu Landsbankans og að skýrsla um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að sölunni á Búnaðarbankanum gefi fullt tilefni til að fara í saumana á sölunni. „Þessar tvær einkavæðingar fóru fram á svipuðum tíma svo mér finnst full ástæða til að líta frekar á einkavæðingu Landsbankans,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, sem situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Brynjar Níelssonvísir/anton brinkSamkvæmt greinargerð þingsályktunartillögunnar um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupunum á Búnaðarbankanum, ber stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að afmarka nánar mögulega rannsókn á einkavæðingu Landsbankans og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Á þetta bentu allir þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Fréttablaðið ræddi við og hafa efasemdir um hvað nákvæmlega ætti að rannsaka. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist til dæmis ekki hafa heyrt nákvæmlega hvað ætti að rannsaka. „Ekki nema það kæmi eitthvað konkret upp sem þyrfti að rannsaka.“ Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé ástæða til þess að rannsaka sölu Landsbankans nema eitthvað nýtt komi fram sem gefi tilefni til rannsóknar. Nefndin komi til með að lesa rannsókn á einkavæðingu Búnaðarbankans og taka ákvörðun í kjölfarið. Vilhjálmur Bjarnason tekur í sama streng. „Hvað viltu rannsaka í Landsbankasölunni? Það er hægt að rannsaka og rannsaka en hver er spurningin í rannsókninni? Menn verða að leggja af stað með einhverja spurningu. Ég er alveg orðinn uppgefinn á þessari þvælu um að rannsaka og rannsaka.“ Björt Ólafsdóttir og Theódóra S. Þorsteinsdóttir í Bjartri framtíð sögðu afdráttarlaust að þær vildu rannsókn á Landsbankanum. Þingmenn Viðreisnar, Pawel Bartoszek og Hanna Katrín Friðriksson, tóku í sama streng og Jón Steindór og sögðust vilja rannsókn á einkavæðingu Landsbankans. Áður hefur Benedikt Jóhannsson fjármálaráðherra lýst sömu skoðun yfir. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ýmist efasemdir um að rannsókn eigi að fara fram á einkavæðingu Landsbankans, eða vilja ekki taka afstöðu til málsins fyrr en eftir að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur fjallað um málið. Þingmenn hinna stjórnarflokkanna tveggja eru aftur á móti afgerandi í þeirri afstöðu sinni að rannsaka beri sölu Landsbankans og að skýrsla um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að sölunni á Búnaðarbankanum gefi fullt tilefni til að fara í saumana á sölunni. „Þessar tvær einkavæðingar fóru fram á svipuðum tíma svo mér finnst full ástæða til að líta frekar á einkavæðingu Landsbankans,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, sem situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Brynjar Níelssonvísir/anton brinkSamkvæmt greinargerð þingsályktunartillögunnar um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupunum á Búnaðarbankanum, ber stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að afmarka nánar mögulega rannsókn á einkavæðingu Landsbankans og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Á þetta bentu allir þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Fréttablaðið ræddi við og hafa efasemdir um hvað nákvæmlega ætti að rannsaka. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist til dæmis ekki hafa heyrt nákvæmlega hvað ætti að rannsaka. „Ekki nema það kæmi eitthvað konkret upp sem þyrfti að rannsaka.“ Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé ástæða til þess að rannsaka sölu Landsbankans nema eitthvað nýtt komi fram sem gefi tilefni til rannsóknar. Nefndin komi til með að lesa rannsókn á einkavæðingu Búnaðarbankans og taka ákvörðun í kjölfarið. Vilhjálmur Bjarnason tekur í sama streng. „Hvað viltu rannsaka í Landsbankasölunni? Það er hægt að rannsaka og rannsaka en hver er spurningin í rannsókninni? Menn verða að leggja af stað með einhverja spurningu. Ég er alveg orðinn uppgefinn á þessari þvælu um að rannsaka og rannsaka.“ Björt Ólafsdóttir og Theódóra S. Þorsteinsdóttir í Bjartri framtíð sögðu afdráttarlaust að þær vildu rannsókn á Landsbankanum. Þingmenn Viðreisnar, Pawel Bartoszek og Hanna Katrín Friðriksson, tóku í sama streng og Jón Steindór og sögðust vilja rannsókn á einkavæðingu Landsbankans. Áður hefur Benedikt Jóhannsson fjármálaráðherra lýst sömu skoðun yfir.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira