Móðir drengsins taldi víst að strákurinn, Josh Dinning, hefði farið sjálfur í skólann þegar hún vaknaði í morgun. Það runnu hins vegar á hana tvær grímur þegar skólinn hringdi og tilkynnti að sonur hennar væri ókominn.
„Ég hugsaði það versta,“ segir Michelle Dining, móðir drengsins í samtali við BBC. Hún hringdi samstundis á lögreglu sem kom og leitaði inni í húsinu. Í kjölfarið var farið í mikla leit og var þyrla meðal annars fengin til leitarinnar. Þá tóku nágrannar fjölskyldunnar þátt í leitinni með því að dreifa myndum af Josh í bænum.
Eftir þriggja klukkustunda leit fannst Josh í felum í skúffu undir rúmi sínu en móðir hans hafði lagt til að leitað yrði öðru sinni í húsinu. Í það skiptið hafi lögregla lyft upp rúmunum.
„Ég beygði mig og sá græna litinn á skólabúningi Josh og brast í grát,“ segir hún.
Josh sagðist hafa heyrt í fólkinu leita að sér og talið betra að halda kyrru fyrir því annars yrði hann skammaður. „Ég hélt það yrði öskrað á mig og ég skammaður svo ég ákvað að vera bara þar sem ég var.“
Search for Dunston schoolboy Josh Dinning: How a community pulled together to look for young lad https://t.co/l9XC8z5tXU pic.twitter.com/SfFb2McTlr
— North East News (@AllNorthEast) April 4, 2017