María íhugaði nokkrum sinnum að hætta og brenna takkaskóna Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. apríl 2017 15:00 María Þórisdóttir er komin aftur í landsliðið og ætlar til Hollands. vísir/getty María Þórisdóttir, miðvörður Klepp í norsku úrvalsdeildinni og norska landsliðsins í fótbolta, spilar sinn fyrsta deildarleik í eitt og hálft ár þegar deildin fer af stað síðar í apríl. María meiddist illa í ágúst 2015 og missti af öllu síðasta tímabili. Það tók á að vera svona lengi frá boltanum og íhugaði hún nokkrum sinnum að hætta. Nú er hún aftur á móti komin á fullt og ætlar sér sæti í EM-hópi Noregs í sumar. „Ég skil eiginlega ekki alveg hvers vegna ég stend hérna í dag. Þetta var mjög erfiður tími en það versta var að ég vissi aldrei hvenær ég kæmi til baka. Ég hef verið mjög sterk andlega,“ segir María í viðtali við TV2.Skiptir mig miklu máli Þessi öflugi miðvörður, sem er dóttir Þóris Hergeirssonar, landsliðsþjálfara kvennaliðs Noregs í handbolta, var í norska hópnum sem fór á Algarve-mótið í mars og hún ætlar sér að fara með á EM í Hollandi í sumar.„Þetta var erfiður tími en það er gott að vera komin aftur. Ég vonast bara til að standa mig vel í deildinni þannig ég komist á EM. Það hefur verið markmið mitt að fara með til Hollands. Það keyrði mig áfram í meiðslunum. Ég ætla á EM.“ María segir að hún sé farin að finna fyrir fótboltagleði aftur og getur ekki beðið eftir að byrja að spila með Klepp aftur í norsku úrvalsdeildinni. Hún viðurkennir þó að stundum munaði litlu að hún myndi hætta í fótbolta þegar meiðslin voru sem erfiðust. „Ég íhugaði alveg nokkrum sinnum að brenna takkaskóna en það er allt erfiðið sem ég lagði á mig síðustu mánuði sem kom mér hingað. Þetta skiptir mig svo miklu máli. Ég held að fólk átti sig ekki á því hversu mikla þýðingu þetta hefur fyrir mig. Einnig held ég að fólk átti sig ekki á því hversu stór hluti af mínu lífi fótboltinn er. Þetta er augljóslega mikilvægur hluti af lífi mínu,“ segir María Þórisdóttir.Feðginin Þórir Hergeirsson og María Þórisdóttir voru heima á Selfossi um síðustu jól.vísir/ernir EM 2017 í Hollandi Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Fleiri fréttir Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjá meira
María Þórisdóttir, miðvörður Klepp í norsku úrvalsdeildinni og norska landsliðsins í fótbolta, spilar sinn fyrsta deildarleik í eitt og hálft ár þegar deildin fer af stað síðar í apríl. María meiddist illa í ágúst 2015 og missti af öllu síðasta tímabili. Það tók á að vera svona lengi frá boltanum og íhugaði hún nokkrum sinnum að hætta. Nú er hún aftur á móti komin á fullt og ætlar sér sæti í EM-hópi Noregs í sumar. „Ég skil eiginlega ekki alveg hvers vegna ég stend hérna í dag. Þetta var mjög erfiður tími en það versta var að ég vissi aldrei hvenær ég kæmi til baka. Ég hef verið mjög sterk andlega,“ segir María í viðtali við TV2.Skiptir mig miklu máli Þessi öflugi miðvörður, sem er dóttir Þóris Hergeirssonar, landsliðsþjálfara kvennaliðs Noregs í handbolta, var í norska hópnum sem fór á Algarve-mótið í mars og hún ætlar sér að fara með á EM í Hollandi í sumar.„Þetta var erfiður tími en það er gott að vera komin aftur. Ég vonast bara til að standa mig vel í deildinni þannig ég komist á EM. Það hefur verið markmið mitt að fara með til Hollands. Það keyrði mig áfram í meiðslunum. Ég ætla á EM.“ María segir að hún sé farin að finna fyrir fótboltagleði aftur og getur ekki beðið eftir að byrja að spila með Klepp aftur í norsku úrvalsdeildinni. Hún viðurkennir þó að stundum munaði litlu að hún myndi hætta í fótbolta þegar meiðslin voru sem erfiðust. „Ég íhugaði alveg nokkrum sinnum að brenna takkaskóna en það er allt erfiðið sem ég lagði á mig síðustu mánuði sem kom mér hingað. Þetta skiptir mig svo miklu máli. Ég held að fólk átti sig ekki á því hversu mikla þýðingu þetta hefur fyrir mig. Einnig held ég að fólk átti sig ekki á því hversu stór hluti af mínu lífi fótboltinn er. Þetta er augljóslega mikilvægur hluti af lífi mínu,“ segir María Þórisdóttir.Feðginin Þórir Hergeirsson og María Þórisdóttir voru heima á Selfossi um síðustu jól.vísir/ernir
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Fleiri fréttir Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti