Gerðu árás á Sýrland Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2017 01:46 Eldflaugunum var meðal annars skotið frá tundurspillinum USS Ross. Vísir/AFP Bandaríski herinn skaut í kvöld 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Þetta er fyrsta beina og vísvitandi árás Bandaríkjanna gegn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og er gerð í kjölfar ásakana um að stjórnarher hans hafi beitt efnavopnum gegn almennum borgurum á þriðjudaginn. Bandaríkin gerðu fyrst árásir í Sýrlandi árið 2014 en þær hafa allar beinst gegn Íslamska ríkinu. Um er að ræða mikinn viðsnúning fyrir ríkisstjórn Donald Trump. Þegar átökin hófust í Sýrlandi lýsti Trump því yfir að hann væri verulega mótfallinn því að Bandaríkin skiptu sér af málum í Sýrlandi. Rússland og Íran hafa staðið við bakið á Assad. Eldflaugunum var skotið frá tveimur tundurspillum í Miðjarðarhafi og var skotmarkið herflugvöllur sem kallast Shayrat og er í Homs héraði. Samkvæmt Washington Post er talið að flugvélunum sem notaðar voru til efnavopnaárásarinnar hafi verið flogið þaðan. Ríkissjónvarp Sýrlands segir árásin hafi valdið mannfalli. Trump ræddi við blaðamenn þar sem hann er staddur í Flórída ásamt Xi-Jinping, forseta Kína. Hann sagði að margra ára tilraunir til að reyna að fá Assad til að breyta hegðun sinni hefðu misheppnast og það illa. Hann segist kalla eftir því að „allar siðmenntaðar þjóðir“ stöðvi „slátrunina“ í Sýrlandi. Fyrr í kvöld höfðu Rússar varað við „neikvæðum afleiðingum“ ef Bandaríkin gerðu árás á Sýrland. Vladimir Safronkov, aðstoðarsendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að ábyrgðin yrði að vera á herðum þeirra sem fyrirskipuðu árásir. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja að Rússar hafi verið látnir vita af árásinni skömmu áður en hún var gerð. Talsmenn Pentagon segja einnig að ekki hafi verið miðað á það svæði herstöðvarinnar þar sem rússneskir hermenn eru taldir hafa verið. Lesa má yfirlýsingu Trump hér að neðan. The president's statement from Florida tonight. Official WH text. @realDonaldTrump pic.twitter.com/OXiZ3MXqez— Kelly O'Donnell (@KellyO) April 7, 2017 .@JeffFlake @wolfblitzer @kshaheen @MSNBC The U.S. DOD has released flight path data showing tracking of #Assad regime aircraft that conducted the CW attack in #KhanSheikhoun: pic.twitter.com/odvQy8pHAi— Charles Lister (@Charles_Lister) April 7, 2017 .@SteveKopack @JasonLeopold @CBSNews @WestWingReport VIDEO: More from US Tomahawk launch targeting Syria - @mutludc @DeptofDefense pic.twitter.com/BHFoBfVuVg— Conflict News (@Conflicts) April 7, 2017 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag funda um efnavopnaárás í Sýrlandi í gær. 5. apríl 2017 12:00 Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 „Okkur ber að hjálpa þeim sem lifðu af“ Utanríkisráðherra ítrekaði í dag stuðning Íslands við fórnarlömb stríðsátakanna í Sýrlandi. 5. apríl 2017 18:43 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Bandaríski herinn skaut í kvöld 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Þetta er fyrsta beina og vísvitandi árás Bandaríkjanna gegn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og er gerð í kjölfar ásakana um að stjórnarher hans hafi beitt efnavopnum gegn almennum borgurum á þriðjudaginn. Bandaríkin gerðu fyrst árásir í Sýrlandi árið 2014 en þær hafa allar beinst gegn Íslamska ríkinu. Um er að ræða mikinn viðsnúning fyrir ríkisstjórn Donald Trump. Þegar átökin hófust í Sýrlandi lýsti Trump því yfir að hann væri verulega mótfallinn því að Bandaríkin skiptu sér af málum í Sýrlandi. Rússland og Íran hafa staðið við bakið á Assad. Eldflaugunum var skotið frá tveimur tundurspillum í Miðjarðarhafi og var skotmarkið herflugvöllur sem kallast Shayrat og er í Homs héraði. Samkvæmt Washington Post er talið að flugvélunum sem notaðar voru til efnavopnaárásarinnar hafi verið flogið þaðan. Ríkissjónvarp Sýrlands segir árásin hafi valdið mannfalli. Trump ræddi við blaðamenn þar sem hann er staddur í Flórída ásamt Xi-Jinping, forseta Kína. Hann sagði að margra ára tilraunir til að reyna að fá Assad til að breyta hegðun sinni hefðu misheppnast og það illa. Hann segist kalla eftir því að „allar siðmenntaðar þjóðir“ stöðvi „slátrunina“ í Sýrlandi. Fyrr í kvöld höfðu Rússar varað við „neikvæðum afleiðingum“ ef Bandaríkin gerðu árás á Sýrland. Vladimir Safronkov, aðstoðarsendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að ábyrgðin yrði að vera á herðum þeirra sem fyrirskipuðu árásir. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja að Rússar hafi verið látnir vita af árásinni skömmu áður en hún var gerð. Talsmenn Pentagon segja einnig að ekki hafi verið miðað á það svæði herstöðvarinnar þar sem rússneskir hermenn eru taldir hafa verið. Lesa má yfirlýsingu Trump hér að neðan. The president's statement from Florida tonight. Official WH text. @realDonaldTrump pic.twitter.com/OXiZ3MXqez— Kelly O'Donnell (@KellyO) April 7, 2017 .@JeffFlake @wolfblitzer @kshaheen @MSNBC The U.S. DOD has released flight path data showing tracking of #Assad regime aircraft that conducted the CW attack in #KhanSheikhoun: pic.twitter.com/odvQy8pHAi— Charles Lister (@Charles_Lister) April 7, 2017 .@SteveKopack @JasonLeopold @CBSNews @WestWingReport VIDEO: More from US Tomahawk launch targeting Syria - @mutludc @DeptofDefense pic.twitter.com/BHFoBfVuVg— Conflict News (@Conflicts) April 7, 2017
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag funda um efnavopnaárás í Sýrlandi í gær. 5. apríl 2017 12:00 Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 „Okkur ber að hjálpa þeim sem lifðu af“ Utanríkisráðherra ítrekaði í dag stuðning Íslands við fórnarlömb stríðsátakanna í Sýrlandi. 5. apríl 2017 18:43 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag funda um efnavopnaárás í Sýrlandi í gær. 5. apríl 2017 12:00
Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40
Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09
Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00
„Okkur ber að hjálpa þeim sem lifðu af“ Utanríkisráðherra ítrekaði í dag stuðning Íslands við fórnarlömb stríðsátakanna í Sýrlandi. 5. apríl 2017 18:43