Bandaríska leikkonan Meghan Markle hefur lokað bloggsíðu sinni The Tig þar sem hún skrifar aðallega um mat og annað lífsstílstengt. Seinasta árið hefur Megan vakið mikla athygli fyrir að vera í sambandi með Harry Bretaprins.
Ekki er vitað af hverju hún lokaði síðunni en hún skrifaði kveðjubréf til lesenda sinna í gær eftir að síðunni var lokað.
Talið er að Harry muni biðja Meghan á næstu mánuðum. Til þess að það gerist þarf hann hinsvegar að biðja um leyfi frá drottningunni. Það er mikil spenna á meðal bresku þjóðarinnar fyrir Markle og eru eflaust margir sem vilja sjá Harry gifta sig.
Einnig er því haldið fram að Meghan ætli að hætti í þáttunum Suits til þess að flytja til London og búa með Harry, ekkert hefur þó fengist staðfest í þeim efnum.
Meghan Markle hefur lokað bloggsíðu sinni
