Júníus sagði Óla frá því þegar hann keppti í Quake á Skjálfta, líklegast árið 2000. Aðdáun hans á leiknum byrjaði þegar hann var að reyna að fá vin sinn til að hætta að spila en endaði með því að fara að spila sjálfur.
Það endaði með því að Júníus og vinir hans frá Vestmannaeyjum fóru á Skjálfta og hittu þar fyrir erkifjanda sinn, sem Júníus segir að hafi heitið Möndluþrykkir 18 þúsund, eða eitthvað slíkt. Hann hafði verið að brúka sig við þá vinina, en þegar þeir hittur rifu þeir Jón Bakan pizzu Möndluþrykkis, klipu hann og sprengdu snakkpokann hans. Eftir það var Möndluþrykkir ekki jafn mikið að rífa sig, að sögn Júníusar.