Hoffenheim steig stórt skref í átta að Meistaradeildarfótbolta á næsta tímabili þegar liðið vann tveggja marka útisigur á Hertha Berlin, 3-1, í þýsku bundesligunni í kvöld.
Hoffenheim kom með þessu upp í þriðja sætið í deildinni og upp fyrir Dortmund sem á reyndar leik inni. Hoffenheim náði líka átta stiga forskoti á Herthu Berlin sem er í fimmta sætinu. Fjögur efstu sætin gefa sæti í Meistaradeildinni, þrjú í riðlakeppninni en eitt í forkeppninni.
Króatinn Andrej Kramaric skoraði tvö mörk í kvöld og er þar með kominn með tíu mörk á tímabilinu. Kramaric hefur skorað sjö markanna eftir að deildin hófst á ný eftir vetrarfrí.
Það byrjaði ekki vel fyrir þegar Peter Pekarík kom Herthu í 1-0 á 32. mínútu en Andrej Kramaric jafnaði metin sex mínútum fyrir hálfleik.
Niklas Süle kom Hoffenheim yfir á 76. mínútu og Andrej Kramaric innsiglaði síðan sigurinn þremur mínútum fyrir leikslok.
Þjálfari Hoffenheim-liðsins er hinn 29 ára gamli Julian Nagelsmann en hann tók við liðinu í febrúar í fyrra þegar það var í sautjánda sæti deildarinnar.
Hoffenheim bjargaði sér örugglega frá falli og hefur síðan verið í toppbaráttunni á hans fyrsta fulla tímabili.
Hinn ungi Julian Nagelsmann á leið með Hoffenheim í Meistaradeildina
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti


Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn


Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn


Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
