Lykilleikmenn eru lítið að spila Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. mars 2017 19:00 Íslenska landsliðið undirbýr sig nú fyrir leik gegn landsliði Kósóvó sem verður leikinn í Shkoder í Albaníu á föstudagskvöld. Leikurinn er afar mikilvægur – hann er hluti af undankeppninni fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári. Ísland er í þriðja sæti með sjö stig en Kósóvó neðst með eitt stig. Mikið hefur verið fjallað um meiðsli lykilmanna landsliðsins, en ljóst er að menn á borð við Birki Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Kolbein Sigþórsson verða ekki með. Þegar leikmannahópur liðsins er skoðaður kemur í ljós að nokkrir lykilmenn hafa lítið fengið að spila að undanförnu. 10 leikmenn af 24 léku 90 mínútur í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Fremstir í þeim flokki eru miðjumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Sigurðsson, sem eru lykilmenn í sínum liðum. Emil Hallfreðsson og Sverrir Ingi Ingason eru á meðal þeirra sem einnig léku 90 mínútur, en Sverrir skoraði fyrir Granada í La Liga um helgina. Hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson og markvörðurinn Ögmundur Kristinsson fá einnig að vera með í þessum flokki, en lið þeirra Hammarby lék síðast 5. mars. Nokkrir leikmenn spiluðu svo hluta úr síðasta leik. Hinn funheiti Viðar Kjartansson lék 71 mínútur með Maccabi Tel Aviv um helgina og Arnór Ingvi Traustason lék fyrri hálfleik með Rapid Wien. Hann var tekinn út af vegna meiðsla en mun væntanlega vera orðinn góður fyrir föstudag. Eftir standa svo leikmenn sem léku ekkert í lokaleiknum fyrir landsleikjahlé. Þeir Jón Daði Böðvarsson, Ragnar Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon, sem allir leika í ensku Championship-deildinni, komu ekkert við sögu. Sama má segja um Kára Árnason, sem var meiddur og missti af síðasta leik AC Omonia. Þegar allt er tekið saman léku þessir 24 íslensku leikmenn samtals 1.024 mínútur. Ef allir hefðu leikið 90 mínútur í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé hefðu íslensku landsliðsmennirnir samtals leikið 2160 mínútur. Íslenska landsliðið lék síðast mótsleik í marsmánuði fyrir tveimur árum síðan. Þá heimsótti liðið Kazakstan og hafði 3-0 sigur. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Íslands og Birkir Bjarnason bætti við tveimur mörkum. Ísland lék einn annan leik undir stjórn Lars Lagerback í marsmánuði. Sá var gegn Slóveníu 22. mars 2013 og endaði 2-1 fyrir strákana okkar. Gylfi Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands og átti glimrandi leik. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Íslenska landsliðið undirbýr sig nú fyrir leik gegn landsliði Kósóvó sem verður leikinn í Shkoder í Albaníu á föstudagskvöld. Leikurinn er afar mikilvægur – hann er hluti af undankeppninni fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári. Ísland er í þriðja sæti með sjö stig en Kósóvó neðst með eitt stig. Mikið hefur verið fjallað um meiðsli lykilmanna landsliðsins, en ljóst er að menn á borð við Birki Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Kolbein Sigþórsson verða ekki með. Þegar leikmannahópur liðsins er skoðaður kemur í ljós að nokkrir lykilmenn hafa lítið fengið að spila að undanförnu. 10 leikmenn af 24 léku 90 mínútur í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Fremstir í þeim flokki eru miðjumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Sigurðsson, sem eru lykilmenn í sínum liðum. Emil Hallfreðsson og Sverrir Ingi Ingason eru á meðal þeirra sem einnig léku 90 mínútur, en Sverrir skoraði fyrir Granada í La Liga um helgina. Hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson og markvörðurinn Ögmundur Kristinsson fá einnig að vera með í þessum flokki, en lið þeirra Hammarby lék síðast 5. mars. Nokkrir leikmenn spiluðu svo hluta úr síðasta leik. Hinn funheiti Viðar Kjartansson lék 71 mínútur með Maccabi Tel Aviv um helgina og Arnór Ingvi Traustason lék fyrri hálfleik með Rapid Wien. Hann var tekinn út af vegna meiðsla en mun væntanlega vera orðinn góður fyrir föstudag. Eftir standa svo leikmenn sem léku ekkert í lokaleiknum fyrir landsleikjahlé. Þeir Jón Daði Böðvarsson, Ragnar Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon, sem allir leika í ensku Championship-deildinni, komu ekkert við sögu. Sama má segja um Kára Árnason, sem var meiddur og missti af síðasta leik AC Omonia. Þegar allt er tekið saman léku þessir 24 íslensku leikmenn samtals 1.024 mínútur. Ef allir hefðu leikið 90 mínútur í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé hefðu íslensku landsliðsmennirnir samtals leikið 2160 mínútur. Íslenska landsliðið lék síðast mótsleik í marsmánuði fyrir tveimur árum síðan. Þá heimsótti liðið Kazakstan og hafði 3-0 sigur. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Íslands og Birkir Bjarnason bætti við tveimur mörkum. Ísland lék einn annan leik undir stjórn Lars Lagerback í marsmánuði. Sá var gegn Slóveníu 22. mars 2013 og endaði 2-1 fyrir strákana okkar. Gylfi Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands og átti glimrandi leik.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira