„Þetta er frábært. Það er gleðidagur í dag,“ sagði glaðbeittur Ólafur Ingi Skúlason fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Parma í dag. Hann á fimm ára son sem er með Downs-heilkenni en því var auðvitað vel tekið innan hópsins þegar hann stakk upp á því að þetta yrði gert í dag.
„Þetta stendur mér nærri. Við þurfum öll að fagna fjölbreytileikanum og það breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn fyrir rétt tæpum sex árum síðan. Það er svo er endalaus gleði með þeim. Mitt líf er miklu ríkara en það var áður en við eignuðumst strákinn. Það þarf að fræða fólkið um hvað lífið er yndislegt.“
Sonur minn er lang flottasturÍ dag er alþjóðlegi Downs-dagurinn fögnum fjölbreytileikanum#wdsd pic.twitter.com/fbCGphsRuQ
— Olafur Ingi Skulason (@oliskulason16) March 21, 2017
Nánar verður rætt við Ólaf Inga í Fréttablaðinu á morgun en hér fyrir neðan má sjá viðtal við hann af YouTube-síðu KSÍ.