Íslenskt barn greint með mislinga Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. mars 2017 16:18 Barnið er óbólusett vegna ungs aldurs. vísir/getty Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Barnið hafði dvalist með fjölskyldu sinni í Tælandi og kom til landsins 2. mars, en veiktist 14. mars síðastliðinn. Barnið er óbólusett vegna ungs aldurs. Fram kemur á vef landlæknis að barnið hafi fengið hita, útbrot og öndunarfæraeinkenni og leitað til bráðamótttöku Barnaspítala Hringsins 19. mars, en ekki þurft að leggjast inn á spítalann vegna veikindanna. Landspítali og heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins munu vegna málsins hafa samband við foreldra óbólusettra barna sem hugsanlega gætu hafa smitast af barninu og bjóða þeim nauðsynlega þjónustu og ráðleggingar, en barnið er ekki í dagvistun.Ólíklegt að sjúkdómurinn nái útbreiðslu Allt að 95 prósent barna hér á landi eru bólusett gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt, sem er eitt hæsta hlutfall bólusettra barna í Evrópu. Landlæknir telur því ólíklegt að mislingar nái útbreiðslu eða valdi stórum faröldrum hér á landi, en síðasti faraldurinn á Íslandi var árið 1977. Mislingar geta reynst hættulegir einkum óbólusettum ungum börnum og ónæmisbældum einstaklingum. Tilhögun bólusetninga er um þessar mundir með þeim hætti að börn eru bólusett fyrst við 18 mánaða aldur og síðan endurbólusett 12 ára. Síðast greindust mislingar hér á landi í barni árið 2014 og í fullorðnum einstaklingi í fyrra. Þessir einstaklingar, sem smituðust utan landsteinanna, smituðu ekki út frá sér eftir komu til landsins. Mislingaveiran er mjög smitandi og berst milli manna með úða frá öndunarfærum (t.d. hósta og hnerra). Veiran getur lifað og valdið smiti í allt að tvær klukkustundir eftir að hún berst út í andrúmsloftið. Einkenni mislinga byrja að koma fram um 10–12 dögum eftir smit og geta verið mismikil eftir einstaklingum. Þau byrja oftast með flensulíkum einkennum, þ.e. hita, nefrennsli, sviða í augum, hósta, bólgnum eitlum og höfuðverk. Á þriðja eða fjórða degi veikindanna koma í flestum tilfellum fram útbrot sem ná yfir allan líkamann og standa í 3–4 daga eða þar til sjúkdómurinn fer að réna. Mislingaveiran getur stundum valdið alvarlegum sjúkdómi og leitt til eyrna- eða lungnabólgu, kviðverkja, uppkasta, niðurgangs og heilabólgu. Mislingar eru mest smitandi dagana áður en útbrotin koma fram en eftir það dregur úr smitlíkum næstu fjóra dagana. Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Barnið hafði dvalist með fjölskyldu sinni í Tælandi og kom til landsins 2. mars, en veiktist 14. mars síðastliðinn. Barnið er óbólusett vegna ungs aldurs. Fram kemur á vef landlæknis að barnið hafi fengið hita, útbrot og öndunarfæraeinkenni og leitað til bráðamótttöku Barnaspítala Hringsins 19. mars, en ekki þurft að leggjast inn á spítalann vegna veikindanna. Landspítali og heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins munu vegna málsins hafa samband við foreldra óbólusettra barna sem hugsanlega gætu hafa smitast af barninu og bjóða þeim nauðsynlega þjónustu og ráðleggingar, en barnið er ekki í dagvistun.Ólíklegt að sjúkdómurinn nái útbreiðslu Allt að 95 prósent barna hér á landi eru bólusett gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt, sem er eitt hæsta hlutfall bólusettra barna í Evrópu. Landlæknir telur því ólíklegt að mislingar nái útbreiðslu eða valdi stórum faröldrum hér á landi, en síðasti faraldurinn á Íslandi var árið 1977. Mislingar geta reynst hættulegir einkum óbólusettum ungum börnum og ónæmisbældum einstaklingum. Tilhögun bólusetninga er um þessar mundir með þeim hætti að börn eru bólusett fyrst við 18 mánaða aldur og síðan endurbólusett 12 ára. Síðast greindust mislingar hér á landi í barni árið 2014 og í fullorðnum einstaklingi í fyrra. Þessir einstaklingar, sem smituðust utan landsteinanna, smituðu ekki út frá sér eftir komu til landsins. Mislingaveiran er mjög smitandi og berst milli manna með úða frá öndunarfærum (t.d. hósta og hnerra). Veiran getur lifað og valdið smiti í allt að tvær klukkustundir eftir að hún berst út í andrúmsloftið. Einkenni mislinga byrja að koma fram um 10–12 dögum eftir smit og geta verið mismikil eftir einstaklingum. Þau byrja oftast með flensulíkum einkennum, þ.e. hita, nefrennsli, sviða í augum, hósta, bólgnum eitlum og höfuðverk. Á þriðja eða fjórða degi veikindanna koma í flestum tilfellum fram útbrot sem ná yfir allan líkamann og standa í 3–4 daga eða þar til sjúkdómurinn fer að réna. Mislingaveiran getur stundum valdið alvarlegum sjúkdómi og leitt til eyrna- eða lungnabólgu, kviðverkja, uppkasta, niðurgangs og heilabólgu. Mislingar eru mest smitandi dagana áður en útbrotin koma fram en eftir það dregur úr smitlíkum næstu fjóra dagana.
Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira