Beðið í þögn Magnús Guðmundsson skrifar 22. mars 2017 07:00 Og meðan blómin anga og sorgir okkar sofa / er sælt að vera fátækur, elsku Dísa mín,“ orti Davíð Stefánsson á sínum tíma og það fór illa í suma. Davíð þekkti tæpast fátækt af eigin raun og óháð skáldagáfunni sveið mörgum að hann færi þá leið að upphefja fátæktina í rómantísku kvæði um æskuna, ástina og lífið. Það er nefnilega engin fegurð í fátæktinni og hefur aldrei verið. Fátæktin er ljót. Hún er svöng og köld, einangrandi og niðurlægjandi og hún svínbeygir þá sem henni lúta til lífs í skömm og ótta við viðhorf samfélagsins. Þess vegna á fátæktin það eitt sameiginlegt með silfurskeiðinni að hún erfist illu heilli. Sú umræða sem á sér stað um fátækt í íslensku samfélagi, í kjölfar útvarpsþátta Mikaels Torfasonar, er ekki ný af nálinni. Fátækt hefur oft og ítrekað verið tekin til umræðu í íslenskum fjölmiðlum enda hluti af íslenskum veruleika. Í kjölfarið rýkur svo upp umræða sem virðist þó alltaf lægja jafn skjótt og hver annar stormur í vatnsglasi. Umræðan virðist oftar en ekki hætta að snúast um fátæktina sjálfa, orsakir hennar og afleiðingar og fara þess í stað að snúast um eitthvað allt annað. Núna virðist hún t.d. snúast um Mikael Torfason, án þess að hann fái þar sjáanlega rönd við reist, og hvaða skoðanir hann hefur eða hefur áður haft á viðfangsefninu. Svona eins og umræðan um kvæði Davíðs snerist um skáldið en ekki fátæktina. Það er synd því það kemur að litlu gagni í baráttunni gegn fátækt, grimmd hennar og niðurlægingu. Ástæðan er eflaust að fátæktin á sér enga rödd og hefur engin áhrif í samfélaginu. Þeir sem tala um fátækt af eigin reynslu gera það ýmist í kjölfar þess að hafa rofið vítahring hennar eða þá að orð þeirra lifa ekki lengur en nokkra daga, því eini samhljómurinn er samúð en svo snúum við okkur að öðru. Fátækir eru áhrifalaust fólk sem við viljum fæsta daga horfast í augu við, fremur en aðstæður þess, og eru þó á ábyrgð okkar allra. Við erum nefnilega öll hvert á annars ábyrgð því að við búum í samfélagi og samfélag sem á að dafna þarf á öllu sínu að halda. Þarf á því að halda að við breytum rétt gagnvart hvert öðru. Og til þess höfum við stjórnvöld, að tryggja öryggi, tækifæri og velferð borgaranna án undantekninga. Stjórnvald sem sættir sig með aðgerðaleysi við fátækt á meðal þegna sinna er ekki gott stjórnvald. Slíkt stjórnvald er á rangri leið því það er ekki að vinna að velferð borgaranna, að minnsta kosti ekki allra, og við þurfum á stjórnvöldum að halda sem láta sig okkur öll varða en ekki einvörðungu sérhagsmuni hinna stöndugu og velmegandi. Fátækt er hluti af íslenskum veruleika á meðal fólks á öllum aldri. Þetta vitum við og höfum vitað lengi. Eigum til yfir þetta tölfræði, skýrslur og úttektir en enga raunverulega aðgerðaráætlun. Engin svör fyrir þá sem líða fátækt og lifa. En við eigum svör til handa þeim sem fara með peninga og völd í þeirra krafti. Það fólk og hagsmunir þess eiga alltaf rödd sem nær eyrum ráðamanna og það virðist líka skila milljarða arði, enda er hér víst bullandi góðæri, en eftir situr fátæktin í þögn og bíður.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Og meðan blómin anga og sorgir okkar sofa / er sælt að vera fátækur, elsku Dísa mín,“ orti Davíð Stefánsson á sínum tíma og það fór illa í suma. Davíð þekkti tæpast fátækt af eigin raun og óháð skáldagáfunni sveið mörgum að hann færi þá leið að upphefja fátæktina í rómantísku kvæði um æskuna, ástina og lífið. Það er nefnilega engin fegurð í fátæktinni og hefur aldrei verið. Fátæktin er ljót. Hún er svöng og köld, einangrandi og niðurlægjandi og hún svínbeygir þá sem henni lúta til lífs í skömm og ótta við viðhorf samfélagsins. Þess vegna á fátæktin það eitt sameiginlegt með silfurskeiðinni að hún erfist illu heilli. Sú umræða sem á sér stað um fátækt í íslensku samfélagi, í kjölfar útvarpsþátta Mikaels Torfasonar, er ekki ný af nálinni. Fátækt hefur oft og ítrekað verið tekin til umræðu í íslenskum fjölmiðlum enda hluti af íslenskum veruleika. Í kjölfarið rýkur svo upp umræða sem virðist þó alltaf lægja jafn skjótt og hver annar stormur í vatnsglasi. Umræðan virðist oftar en ekki hætta að snúast um fátæktina sjálfa, orsakir hennar og afleiðingar og fara þess í stað að snúast um eitthvað allt annað. Núna virðist hún t.d. snúast um Mikael Torfason, án þess að hann fái þar sjáanlega rönd við reist, og hvaða skoðanir hann hefur eða hefur áður haft á viðfangsefninu. Svona eins og umræðan um kvæði Davíðs snerist um skáldið en ekki fátæktina. Það er synd því það kemur að litlu gagni í baráttunni gegn fátækt, grimmd hennar og niðurlægingu. Ástæðan er eflaust að fátæktin á sér enga rödd og hefur engin áhrif í samfélaginu. Þeir sem tala um fátækt af eigin reynslu gera það ýmist í kjölfar þess að hafa rofið vítahring hennar eða þá að orð þeirra lifa ekki lengur en nokkra daga, því eini samhljómurinn er samúð en svo snúum við okkur að öðru. Fátækir eru áhrifalaust fólk sem við viljum fæsta daga horfast í augu við, fremur en aðstæður þess, og eru þó á ábyrgð okkar allra. Við erum nefnilega öll hvert á annars ábyrgð því að við búum í samfélagi og samfélag sem á að dafna þarf á öllu sínu að halda. Þarf á því að halda að við breytum rétt gagnvart hvert öðru. Og til þess höfum við stjórnvöld, að tryggja öryggi, tækifæri og velferð borgaranna án undantekninga. Stjórnvald sem sættir sig með aðgerðaleysi við fátækt á meðal þegna sinna er ekki gott stjórnvald. Slíkt stjórnvald er á rangri leið því það er ekki að vinna að velferð borgaranna, að minnsta kosti ekki allra, og við þurfum á stjórnvöldum að halda sem láta sig okkur öll varða en ekki einvörðungu sérhagsmuni hinna stöndugu og velmegandi. Fátækt er hluti af íslenskum veruleika á meðal fólks á öllum aldri. Þetta vitum við og höfum vitað lengi. Eigum til yfir þetta tölfræði, skýrslur og úttektir en enga raunverulega aðgerðaráætlun. Engin svör fyrir þá sem líða fátækt og lifa. En við eigum svör til handa þeim sem fara með peninga og völd í þeirra krafti. Það fólk og hagsmunir þess eiga alltaf rödd sem nær eyrum ráðamanna og það virðist líka skila milljarða arði, enda er hér víst bullandi góðæri, en eftir situr fátæktin í þögn og bíður.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun