Nú reyna þær fyrir sér á nýjum slóðum en þær hafa hannað skó undir sínu eigin nafni - Kendall + Kylie. Um er að ræða tvær týpur af skóm sem verða frumsýndar í GS Skóm á morgun kl. 11.00, bæði í Kringlunni og Smáralind.
Áhugavert en hingað til hefur allt sem þessar systur snerta orðið að gulli, Kendall með sigra sína á tískupallinum og Kylie með förðunarvörur sínar sem eru að tröllríða öllu.
Sumarskórnir í ár? Við höldum það nú enda þægindi í fyrirrúmi.

