Forsetinn segir erjur um uppruna Snorra og fisk ekki skyggja á vináttu Íslendinga og Norðmanna Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2017 20:30 Forseti íslands sagði í ræðu í hátíðarkvöldverði Haraldar fimmta Noregskonungs í gær að þjóðirnar tvær hefðu oft tekist á um fisk og uppruna skálda og annarra stórra sögulegra persóna, en alltaf gert það í bróðerni. Guðni Th. Jóhannesson er fyrsti forseti Íslands til að koma í opinbera heimsókn til Noregs í tuttugu ár, eða frá því Ólafur Ragnar Grímsson fór þangað í heimsókn árið 1997. Ólafur V Noregskonungur og Sonja drottning buðu samkvæmt hefðinni forsetanum og Elísu Reid forsetafrú til hátíðarkvöldverðar í höll sinni í gærkvöldi, þar sem þjóðarleiðtogarnir fluttu skálræður þjóðum hvors annars til heilla. Guðni rifjaði upp konugasögur Snorra Sturlusonar og Sturlu Þórðarsonar, en þjóðirnar hefðu oft tekist bróðurlega á um þjóðerni Snorra. „Við verðum aldrei alveg sammála um allar hliðar sögu okkar og samtíð. Íslendingum og Norðmönnum þessum miklu vinaþjóðum hefur meira að segja tekist að eiga í deilum, auðvitað um fisk,“ sagði forsetinn og skálaði fyrir Haraldi, Sonju og norsku þjóðinni. Guðni sagði þessar erjur ekki skyggja á vináttu þjóðanna sem ætti sér djúpar sögulegar rætur. Haraldur V Noregskonungur sagði ánægjulegt að fá höfðinglega heimsókn frá Íslandinú þegar tuttugu ár væru síðan slík heimsókn hefði átt sér stað síðast. „Þegar góðir vinir hittast tala þeir oft um gamla daga og við höfum margt til að tala um. Til dæmis hve mikilvægur sameiginlegur sagnaarfur okkar er. Þekkingin á norskri sögu væri mun minni án íslensku sagnanna,“ sagði Noregskonungur og skálaði fyrir forsetahjónunum og íslensku þjóðinni. Haraldur V Noregskonungur Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Noregur Kóngafólk Tengdar fréttir Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Forsetinn sagði það vera orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka við hátíðarkvöldverð í höllinni 21. mars 2017 22:58 Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Forseti íslands sagði í ræðu í hátíðarkvöldverði Haraldar fimmta Noregskonungs í gær að þjóðirnar tvær hefðu oft tekist á um fisk og uppruna skálda og annarra stórra sögulegra persóna, en alltaf gert það í bróðerni. Guðni Th. Jóhannesson er fyrsti forseti Íslands til að koma í opinbera heimsókn til Noregs í tuttugu ár, eða frá því Ólafur Ragnar Grímsson fór þangað í heimsókn árið 1997. Ólafur V Noregskonungur og Sonja drottning buðu samkvæmt hefðinni forsetanum og Elísu Reid forsetafrú til hátíðarkvöldverðar í höll sinni í gærkvöldi, þar sem þjóðarleiðtogarnir fluttu skálræður þjóðum hvors annars til heilla. Guðni rifjaði upp konugasögur Snorra Sturlusonar og Sturlu Þórðarsonar, en þjóðirnar hefðu oft tekist bróðurlega á um þjóðerni Snorra. „Við verðum aldrei alveg sammála um allar hliðar sögu okkar og samtíð. Íslendingum og Norðmönnum þessum miklu vinaþjóðum hefur meira að segja tekist að eiga í deilum, auðvitað um fisk,“ sagði forsetinn og skálaði fyrir Haraldi, Sonju og norsku þjóðinni. Guðni sagði þessar erjur ekki skyggja á vináttu þjóðanna sem ætti sér djúpar sögulegar rætur. Haraldur V Noregskonungur sagði ánægjulegt að fá höfðinglega heimsókn frá Íslandinú þegar tuttugu ár væru síðan slík heimsókn hefði átt sér stað síðast. „Þegar góðir vinir hittast tala þeir oft um gamla daga og við höfum margt til að tala um. Til dæmis hve mikilvægur sameiginlegur sagnaarfur okkar er. Þekkingin á norskri sögu væri mun minni án íslensku sagnanna,“ sagði Noregskonungur og skálaði fyrir forsetahjónunum og íslensku þjóðinni.
Haraldur V Noregskonungur Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Noregur Kóngafólk Tengdar fréttir Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Forsetinn sagði það vera orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka við hátíðarkvöldverð í höllinni 21. mars 2017 22:58 Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Forsetinn sagði það vera orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka við hátíðarkvöldverð í höllinni 21. mars 2017 22:58
Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18