Margrét Lára um móðurhlutverkið: Sé ekki eftir tímanum sem ég var frá Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2017 11:30 Margrét Lára er á leið á sitt þriðja Evrópumót. vísir/ernir Landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir ræðir endurkomu sína eftir barnsburð og móðurhlutverkið í viðtali sem birtist á heimasíðu FIFA í dag. Margrét Lára eignaðist sitt fyrsta barn í júní 2014 og segist ekki sjá eftir tímanum sem hún var frá vegna barnsburðarins. „Ég var staðráðin í að eignast barn. Ég vildi líka gera það áður en ég yrði of gömul og það yrði erfitt að koma sér aftur af stað,“ sagði Margét Lára. „Þetta var mikilvægur kafli á ferlinum en tímapunkturinn, rétt eftir EM 2013, var réttur. Þegar allt kemur til alls elska ég móðurhlutverkið. Ég er fjölskyldukona og sé ekkert eftir tímanum sem ég var frá.“ Margrét Lára segist alltaf hafa vitað að hún myndi snúa aftur á völlinn og segir að það gangi vel að samtvinna fótboltann og fjölskyldulífið. „Sem betur fer hefur þetta gengið hjá mér og ég elska að geta sameinað þetta. Fjölskyldulífið er rólegt og indælt en síðan get ég verið smá villt þegar ég fer inn á völlinn,“ sagði Margrét Lára sem segist vera betri leikmaður en hún var áður en hún eignaðist son sinn. „Ég er rólegri í leik mínum. Að vera móðir hefur gert mig að betri manneskju en líka að betri fótboltamanni, held ég. Ég nýt þess að spila fótbolta jafnvel meira núna en áður. Ég er með barn svo tíminn er mjög mikilvægur. Ef ég er að fórna tíma með syni mínum vil ég gera eitthvað sem ég elska. Sem betur fer hef ég elskað fótbolta síðan ég var lítil og sú ást er sterkari sem aldrei fyrr,“ sagði Margrét Lára sem er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Eyjakonan er bjartsýn á gott gengi á EM í Hollandi í sumar. „Þetta er besta lið sem við höfum átt. Við erum vel undirbúnar, með mjög gott þjálfarateymi og verðum betri á öllum sviðum,“ sagði Margrét Lára.Margrét Lára segir að Ísland hafi aldrei átt sterkara lið en núna.vísir/ernir EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir ræðir endurkomu sína eftir barnsburð og móðurhlutverkið í viðtali sem birtist á heimasíðu FIFA í dag. Margrét Lára eignaðist sitt fyrsta barn í júní 2014 og segist ekki sjá eftir tímanum sem hún var frá vegna barnsburðarins. „Ég var staðráðin í að eignast barn. Ég vildi líka gera það áður en ég yrði of gömul og það yrði erfitt að koma sér aftur af stað,“ sagði Margét Lára. „Þetta var mikilvægur kafli á ferlinum en tímapunkturinn, rétt eftir EM 2013, var réttur. Þegar allt kemur til alls elska ég móðurhlutverkið. Ég er fjölskyldukona og sé ekkert eftir tímanum sem ég var frá.“ Margrét Lára segist alltaf hafa vitað að hún myndi snúa aftur á völlinn og segir að það gangi vel að samtvinna fótboltann og fjölskyldulífið. „Sem betur fer hefur þetta gengið hjá mér og ég elska að geta sameinað þetta. Fjölskyldulífið er rólegt og indælt en síðan get ég verið smá villt þegar ég fer inn á völlinn,“ sagði Margrét Lára sem segist vera betri leikmaður en hún var áður en hún eignaðist son sinn. „Ég er rólegri í leik mínum. Að vera móðir hefur gert mig að betri manneskju en líka að betri fótboltamanni, held ég. Ég nýt þess að spila fótbolta jafnvel meira núna en áður. Ég er með barn svo tíminn er mjög mikilvægur. Ef ég er að fórna tíma með syni mínum vil ég gera eitthvað sem ég elska. Sem betur fer hef ég elskað fótbolta síðan ég var lítil og sú ást er sterkari sem aldrei fyrr,“ sagði Margrét Lára sem er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Eyjakonan er bjartsýn á gott gengi á EM í Hollandi í sumar. „Þetta er besta lið sem við höfum átt. Við erum vel undirbúnar, með mjög gott þjálfarateymi og verðum betri á öllum sviðum,“ sagði Margrét Lára.Margrét Lára segir að Ísland hafi aldrei átt sterkara lið en núna.vísir/ernir
EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira