Varð ástfangin af Latabæ og styður Ísland í heimasaumaðri landsliðstreyju Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2017 13:57 Heimir með hinni tíu ára Mirey, sem er með nafnið sitt saumað í treyjunna, við hlið merkis KSÍ. Vísir/E. Stefán Það var falleg stund þegar tíu ára albönsk stúlka heilsaði upp á Heimi Hallgrímsson, þjálfara íslenska landsliðsins í knattsspyrnu, fyrir æfingu liðsins í Shkoder í morgun. Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 á morgun en feðgin frá höfuðborginni Tirana lögðu leið sína til Shkoder til að hitta íslenska landsliðið og sjá leikinn á morgun. Vísir talaði við föður hennar, Rezar Vaqari, eftir að dóttir hans, hin tíu ára Mirey, hafði fengið mynd af sér með Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara. Hún sagði þjálfaranum stolt frá því að treyjan væri heimasaumuð - og að pabbi hennar hefði saumað hana. Ekki nóg með það heldur saumaði faðir hennar einnig hvítan íslenskan landsliðsbúning fyrir stúlkuna sína, sem væri algerlega hugfangin af Íslandi. Rezar sagði að fyrir 4-5 árum síðan hafði Mirey mikið dálæti á Latabæ, og þá sérstaklega aðalleikarnum Magnúsi Scheving. „Hann er myndarlegur maður og var í miklu uppáhaldi hjá henni,“ sagði faðirinn í léttum dúr. „Við komumst að því að þetta væri íslensk framleiðsla og íslenskur leikari. Þá fórum við að lesa meira um Ísland. Um hverina, landafræðina, Reykjavík og sögu landsins. Hún varð ástfangin af Íslandi.“ „Og við elskum fótbolta. Við elskum að spila fótbolta og við elskum að horfa á fótbolta. Aðalliðið okkar er Tirana FC en næst á eftir hjá Mirey er íslenska landsliðið.“ Rezar segir að þau feðgin hafi fylgst grannt með gengi Íslands í undankeppni EM 2016, aðalkeppninni sjálfri í Frakklandi og hverjum leik eftir það. „Við horfðum á leikinn gegn Finnlandi, þar sem Ísland skoraði tvö mörk á síðustu mínútunum. Það var mjög tilfinningarík stund.“ Sjálfur styður Rezar enska landsliðið og skartaði derhúfu merktri enska landsliðinu. „Þegar það kom svo í ljós að Ísland og England myndu mætast í 16-liða úrslitunum þá spurði hún hvað í ósköpunum við ættum eiginlega að gera? En þetta var allt saman mjög skemmtilegt og ég gladdist auðvitað mjög fyrir hennar hönd.“ Það var greinilegt samband þeirra feðgina er afar náið og þar spilar Latibær og íslenska knattspyrnulandsliðið stórt hlutverk, sem var einstakt að upplifa af stuttu spjalli blaðamanns við feðginin. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Fleiri fréttir Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Sjá meira
Það var falleg stund þegar tíu ára albönsk stúlka heilsaði upp á Heimi Hallgrímsson, þjálfara íslenska landsliðsins í knattsspyrnu, fyrir æfingu liðsins í Shkoder í morgun. Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 á morgun en feðgin frá höfuðborginni Tirana lögðu leið sína til Shkoder til að hitta íslenska landsliðið og sjá leikinn á morgun. Vísir talaði við föður hennar, Rezar Vaqari, eftir að dóttir hans, hin tíu ára Mirey, hafði fengið mynd af sér með Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara. Hún sagði þjálfaranum stolt frá því að treyjan væri heimasaumuð - og að pabbi hennar hefði saumað hana. Ekki nóg með það heldur saumaði faðir hennar einnig hvítan íslenskan landsliðsbúning fyrir stúlkuna sína, sem væri algerlega hugfangin af Íslandi. Rezar sagði að fyrir 4-5 árum síðan hafði Mirey mikið dálæti á Latabæ, og þá sérstaklega aðalleikarnum Magnúsi Scheving. „Hann er myndarlegur maður og var í miklu uppáhaldi hjá henni,“ sagði faðirinn í léttum dúr. „Við komumst að því að þetta væri íslensk framleiðsla og íslenskur leikari. Þá fórum við að lesa meira um Ísland. Um hverina, landafræðina, Reykjavík og sögu landsins. Hún varð ástfangin af Íslandi.“ „Og við elskum fótbolta. Við elskum að spila fótbolta og við elskum að horfa á fótbolta. Aðalliðið okkar er Tirana FC en næst á eftir hjá Mirey er íslenska landsliðið.“ Rezar segir að þau feðgin hafi fylgst grannt með gengi Íslands í undankeppni EM 2016, aðalkeppninni sjálfri í Frakklandi og hverjum leik eftir það. „Við horfðum á leikinn gegn Finnlandi, þar sem Ísland skoraði tvö mörk á síðustu mínútunum. Það var mjög tilfinningarík stund.“ Sjálfur styður Rezar enska landsliðið og skartaði derhúfu merktri enska landsliðinu. „Þegar það kom svo í ljós að Ísland og England myndu mætast í 16-liða úrslitunum þá spurði hún hvað í ósköpunum við ættum eiginlega að gera? En þetta var allt saman mjög skemmtilegt og ég gladdist auðvitað mjög fyrir hennar hönd.“ Það var greinilegt samband þeirra feðgina er afar náið og þar spilar Latibær og íslenska knattspyrnulandsliðið stórt hlutverk, sem var einstakt að upplifa af stuttu spjalli blaðamanns við feðginin.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Fleiri fréttir Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Sjá meira